Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. september 2018 13:00 Bryggjan leit dagsins ljós að nýju fyrir skömmu eftir áratuga veru neðanjarðar. Mynd/Reykjavíkurborg Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. Góð sátt virðist vera um málið meðal fulltrúa í ráðinu.Steinbryggjan kom í ljós á nýjan leik þegar unnið var að því að grafa fyrir nýjum frárennslislögnum við austurenda Tollhússins í Kvosinni. Bryggjan hefur ekki verið sjáanleg frá árinu 1940 er hún fór undir uppfyllingu.Rekja má bryggjuna til gömlu Bæjarbryggjunnar frá árinu 1884 en talið er að rekja megi þann hluta hennar sem grafinn var upp til ársins 1905 og 1916. Í ljós kom að ástand Steinbryggjunnar var heillegt og skoðaði umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hvernig mætti varðveita þann hluta sem grafinn hefur upp til frambúðar.Um drög er að ræða og líklegt er að endanlegt útlit muni taka einhverjum breytingum.Mynd/Reykjavíkurborg.Setþrepum verði komið fyrir að niðurgrafinni bryggjunni Fyrstu drög að slíkri tillögu voru sem fyrr segir kynnt fyrir ráðinu í gær og er þar gert ráð fyrir að bryggjan verði hluti af torgi við götuna. Tillagan gerir ráð fyrir að umhverfið í kringum bryggjuna verði ofar en bryggjan sjálf og komið verði fyrir tröppu og setþrepum að bryggjunni.Aðeins er þó um drög að ræða og því má gera ráð fyrir að tillagan muni taka einhverjum breytingum áður en endanleg mynd kemst á útfærsluna en almenn sátt virðist ríkja í ráðinu um að bryggjan verði sýnileg.Þannig bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að ánægjulegt væri að sjá fyrstu hugmyndir um breytta hönnun á svæðinu. Bryggjan væri í góðu ástandi og hefði mikið sögulegt gildi fyrir borgina.Undir þetta tóku fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í ráðinu sem fögnuðu tillögu umhverfis- og skipulagssviðs og sögðu þeir ánægjulegt að sjá hversu vel steinbryggjan hafi varðveist í tímans rás.Hún @LiljaLaufey virðist pínu lítil þegar horft er niður á Steinbryggjuna. Þetta er með ótrúlegri mannvirkjum sem ég hef tekið þátt í að grafa. Seinni myndin er frá 1928, rauði hringurinn afmarkar svæðið þar sem við erum að vinna #Reykjavík#fornleifatwitterpic.twitter.com/1fZANdQ8LX — Dr. Hildur☠ (@beinakerling) August 16, 2018 Borgarstjórn Skipulag Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. Góð sátt virðist vera um málið meðal fulltrúa í ráðinu.Steinbryggjan kom í ljós á nýjan leik þegar unnið var að því að grafa fyrir nýjum frárennslislögnum við austurenda Tollhússins í Kvosinni. Bryggjan hefur ekki verið sjáanleg frá árinu 1940 er hún fór undir uppfyllingu.Rekja má bryggjuna til gömlu Bæjarbryggjunnar frá árinu 1884 en talið er að rekja megi þann hluta hennar sem grafinn var upp til ársins 1905 og 1916. Í ljós kom að ástand Steinbryggjunnar var heillegt og skoðaði umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hvernig mætti varðveita þann hluta sem grafinn hefur upp til frambúðar.Um drög er að ræða og líklegt er að endanlegt útlit muni taka einhverjum breytingum.Mynd/Reykjavíkurborg.Setþrepum verði komið fyrir að niðurgrafinni bryggjunni Fyrstu drög að slíkri tillögu voru sem fyrr segir kynnt fyrir ráðinu í gær og er þar gert ráð fyrir að bryggjan verði hluti af torgi við götuna. Tillagan gerir ráð fyrir að umhverfið í kringum bryggjuna verði ofar en bryggjan sjálf og komið verði fyrir tröppu og setþrepum að bryggjunni.Aðeins er þó um drög að ræða og því má gera ráð fyrir að tillagan muni taka einhverjum breytingum áður en endanleg mynd kemst á útfærsluna en almenn sátt virðist ríkja í ráðinu um að bryggjan verði sýnileg.Þannig bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að ánægjulegt væri að sjá fyrstu hugmyndir um breytta hönnun á svæðinu. Bryggjan væri í góðu ástandi og hefði mikið sögulegt gildi fyrir borgina.Undir þetta tóku fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í ráðinu sem fögnuðu tillögu umhverfis- og skipulagssviðs og sögðu þeir ánægjulegt að sjá hversu vel steinbryggjan hafi varðveist í tímans rás.Hún @LiljaLaufey virðist pínu lítil þegar horft er niður á Steinbryggjuna. Þetta er með ótrúlegri mannvirkjum sem ég hef tekið þátt í að grafa. Seinni myndin er frá 1928, rauði hringurinn afmarkar svæðið þar sem við erum að vinna #Reykjavík#fornleifatwitterpic.twitter.com/1fZANdQ8LX — Dr. Hildur☠ (@beinakerling) August 16, 2018
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira