Theódóra segir hækkanir á greiðslum vegna nefndasetu í Kópavogi galnar Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2018 11:40 Hér má sjá Theódóru og Ármann Kr. Ólafsson, fyrrum samherja í bæjarstjórn Kópavogs. Fréttablaðið/Eyþór Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi greinir frá því nú í morgun að greiðslur til bæjarfulltrúa vegna nefndarsetu hafa tvöfaldast. Hún hefur tekið saman kostnaðinn og birti á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint er frá því að grunnlaun borgarfulltrúa hafi hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. „Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161.“ Theodóra segir að Kópavogur hafi einnig samþykkt að hafna Kjararáðshækkuninni og tengja við launavísitölu. En, það segir ekki nema hálfa söguna.Eins og til að mynda má sjá má á þessari mynd hefur heildarkostnaður hækkað um 109 prósent og nemur 165 milljónum.Eins og sjá má á myndinni hér ofar, samantekt Theódóru, eru greiðslur til bæjarfulltrúa ríflegar og hafa hækkað verulega. „Ég samþykkti það og allir samþykktu það (auðvitað). Hins vegar var Kóp nýbúinn að hækka starfshlutfallið úr 28% í 33%. Ég óskaði eftir því að þessar tvær ákvarðanir yrðu teknar saman og kostnaður metinn við þessar tvær ákvarðanir. Ég vildi sjá heildartöluna,“ segir Theodóra og bætir því við að þetta sé galið. Hún hafi viljað taka kostnaðinn saman en Sjálfstæðisflokkurinn, með Margréti Friðriksdóttur í fararbroddi, hafi hafnað því alfarið. „Fékk ég hressilegar skammir fyrir, það er allt í lagi, áhugavert að vera skammaður eins og menntaskólakrakki.“ Theódóra greinir þá frá því að að henni hafi verið sótt, hún skömmuð í þriðju persónu og verið sökuð um að vera erfið í samstarfi.„Þetta kallast vitaskuld samskiptaörðugleikar þegar maður spyrnir við fótum. Líka þegar ég hafnaði að fara í veislur og ferðir á kostnað bæjarins upp á fleiri hundruð þúsund - þá poppuðu upp meintir samskiptaörðuleikar og var ég skömmuð í þriðju persónu eintölu, það er miklu verra. segir Theódóra. Og hún heldur áfram: „Allir meintir samskiptaörðuleikar við mig snéru að því þegar verið var að úthluta gæðum til okkar kjörina fulltrúa, ferlið er ógagnsætt og mikil hætta á spillingu. En þá er voða gott að losa sig við vandræðagemsan og fá inn einhvern sem er til í þetta.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi greinir frá því nú í morgun að greiðslur til bæjarfulltrúa vegna nefndarsetu hafa tvöfaldast. Hún hefur tekið saman kostnaðinn og birti á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint er frá því að grunnlaun borgarfulltrúa hafi hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. „Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161.“ Theodóra segir að Kópavogur hafi einnig samþykkt að hafna Kjararáðshækkuninni og tengja við launavísitölu. En, það segir ekki nema hálfa söguna.Eins og til að mynda má sjá má á þessari mynd hefur heildarkostnaður hækkað um 109 prósent og nemur 165 milljónum.Eins og sjá má á myndinni hér ofar, samantekt Theódóru, eru greiðslur til bæjarfulltrúa ríflegar og hafa hækkað verulega. „Ég samþykkti það og allir samþykktu það (auðvitað). Hins vegar var Kóp nýbúinn að hækka starfshlutfallið úr 28% í 33%. Ég óskaði eftir því að þessar tvær ákvarðanir yrðu teknar saman og kostnaður metinn við þessar tvær ákvarðanir. Ég vildi sjá heildartöluna,“ segir Theodóra og bætir því við að þetta sé galið. Hún hafi viljað taka kostnaðinn saman en Sjálfstæðisflokkurinn, með Margréti Friðriksdóttur í fararbroddi, hafi hafnað því alfarið. „Fékk ég hressilegar skammir fyrir, það er allt í lagi, áhugavert að vera skammaður eins og menntaskólakrakki.“ Theódóra greinir þá frá því að að henni hafi verið sótt, hún skömmuð í þriðju persónu og verið sökuð um að vera erfið í samstarfi.„Þetta kallast vitaskuld samskiptaörðugleikar þegar maður spyrnir við fótum. Líka þegar ég hafnaði að fara í veislur og ferðir á kostnað bæjarins upp á fleiri hundruð þúsund - þá poppuðu upp meintir samskiptaörðuleikar og var ég skömmuð í þriðju persónu eintölu, það er miklu verra. segir Theódóra. Og hún heldur áfram: „Allir meintir samskiptaörðuleikar við mig snéru að því þegar verið var að úthluta gæðum til okkar kjörina fulltrúa, ferlið er ógagnsætt og mikil hætta á spillingu. En þá er voða gott að losa sig við vandræðagemsan og fá inn einhvern sem er til í þetta.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30