Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. september 2018 07:00 Sigurður Kristinsson, Ólöf Embla Eyjólfsdóttir og Ragna Árnadóttir sátu í starfshópnum ásamt Jóni Ólafssyni. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. Í skýrslunni er því lýst hvernig vítahringur vantrausts myndist vegna tortryggni borgaranna sem þessi tregða stjórnvalda veldur. Tregðan á meðal annars rætur að rekja til starfsvenja sem ganga út á að synja um aðgang fremur en að veita upplýsingar. Beiðnum sé gjarnan synjað með almennri vísun til takmörkunarheimilda og „látið á það reyna“ hvort beiðandi vísar málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá komi fyrir að stjórnvald spyrji beiðendur beint út til hvers þeir ætli að nota umbeðnar upplýsingar áður en afstaða er tekin til beiðninnar. Að mati starfshópsins kann þetta háttarlag stjórnvalda að skýrast af því viðhorfi að öruggara sé að láta úrskurðarnefndina eða dómstóla taka endanlega ákvörðun um afhendingu upplýsinganna. Einnig kunni að vera að starfsmönnum finnist óþægilegt að upplýsingar um störf þeirra birtist opinberlega og kunni þau viðhorf að fyrirfinnast í stjórnsýslunni að almenningur hafi ekkert við umbeðnar upplýsingar að gera. Þá hafi ekki verið farið í heildarstefnumótun um upplýsingagjöf hins opinbera til almennings eins og upplýsingalög áskilja. Einnig er lagt til að hámarkstími verði settur á afgreiðslu upplýsingabeiðna. Langur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er einnig gagnrýndur en hann hefur verið um og yfir heilt ár að meðaltali á undanförnum árum. Leggur starfshópurinn til að nefndin verði efld til samræmis við aðrar nefndir í stjórnsýslunni með svipaðan málafjölda. Þá er varað við þeirri tilhneigingu í löggjöf að tilteknir aðilar verði undanþegnir gildissviði upplýsingalaga og mælst til þess að Alþingi og dómstólar verði felld undir lögin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. Í skýrslunni er því lýst hvernig vítahringur vantrausts myndist vegna tortryggni borgaranna sem þessi tregða stjórnvalda veldur. Tregðan á meðal annars rætur að rekja til starfsvenja sem ganga út á að synja um aðgang fremur en að veita upplýsingar. Beiðnum sé gjarnan synjað með almennri vísun til takmörkunarheimilda og „látið á það reyna“ hvort beiðandi vísar málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá komi fyrir að stjórnvald spyrji beiðendur beint út til hvers þeir ætli að nota umbeðnar upplýsingar áður en afstaða er tekin til beiðninnar. Að mati starfshópsins kann þetta háttarlag stjórnvalda að skýrast af því viðhorfi að öruggara sé að láta úrskurðarnefndina eða dómstóla taka endanlega ákvörðun um afhendingu upplýsinganna. Einnig kunni að vera að starfsmönnum finnist óþægilegt að upplýsingar um störf þeirra birtist opinberlega og kunni þau viðhorf að fyrirfinnast í stjórnsýslunni að almenningur hafi ekkert við umbeðnar upplýsingar að gera. Þá hafi ekki verið farið í heildarstefnumótun um upplýsingagjöf hins opinbera til almennings eins og upplýsingalög áskilja. Einnig er lagt til að hámarkstími verði settur á afgreiðslu upplýsingabeiðna. Langur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er einnig gagnrýndur en hann hefur verið um og yfir heilt ár að meðaltali á undanförnum árum. Leggur starfshópurinn til að nefndin verði efld til samræmis við aðrar nefndir í stjórnsýslunni með svipaðan málafjölda. Þá er varað við þeirri tilhneigingu í löggjöf að tilteknir aðilar verði undanþegnir gildissviði upplýsingalaga og mælst til þess að Alþingi og dómstólar verði felld undir lögin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55
Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00