Að segja nei Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. september 2018 07:00 Verktakar hafa of lengi haft nánast dáleiðandi áhrif á meirihluta borgarstjórnar. Meðan meirihlutinn sveif um í hálfgerðu svefnástandi fengu verktakar frjálsar hendur. Þeir kunnu sannarlega að nýta sér það og óðu um miðbæinn í leit að auðum reitum. Þegar þeir voru fundnir var umsvifalaust hafist handa við að reisa þar hótel. Afleiðingin er sú að Reykjavík er hótelborg. Svo að segja á hverju horni í miðbænum má finna hótel, bæði stór og smá. Sannarlega setja þau svip á miðbæinn, en ekki skemmtilegan. Til er orðinn miðbær sem samanstendur að mestu af hótelum, veitingastöðum og lundabúðum með hrópandi ósmekklegan varning. Það er ekki nema von að stór hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem býr annars staðar en í miðbænum, sér litla ástæðu til að leggja reglulega leið sína þangað. Þar er einfaldlega ekki nægilega mikið að sækja. Enn er til Bankastræti en þar er enginn banki lengur. Pósthússtræti er vissulega á sínum stað en Pósthúsið er að flytja burt. Götunöfnin minna á að eitt sinn var hægt að sækja þangað þjónustu. Nú er lítið þar að hafa, alltaf er þó hægt að rölta inn á veitingastaði. Hafi menn svo geð í sér til þess má fara í spássitúr og virða fyrir sér ný hótel. Borgarstjórnarmeirihluti sem leggur áherslu á aðlaðandi miðbæ hefur horft aðgerðalaus á verktaka hertaka borgina. Nú er reynt að losa sig undan þessu ægivaldi því stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa gripið til aukinnar stýringar í hóteluppbyggingu og segja ekki rými fyrir fleiri hótel á ákveðnum svæðum í miðbænum. Það er hárrétt að það eru ekki ýkja margir auðir reitir eftir í miðbænum. Þeir urðu hótelglöðum verktökum að bráð. Hin haukfránu og gráðugu augu verktaka virðast samt sjá enn fleiri tækifæri til hóteluppbyggingar í miðbænum og mótmæla nýrri stefnu Reykjavíkurborgar harðlega. Þeir segjast nú neyðast til að endurhugsa fyrirhuguð hótelverkefni í miðbænum. Það er ekki nema von að þeim sé brugðið, því þeir hafa komist upp með það sem þeim sýnist. Nú verður blessunarlega breyting á því. Hins vegar er dapurlegt fyrir unnendur miðbæjarins að þessi breyting hafi ekki orðið mun fyrr. Formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, hefur sagt að á síðustu árum hafi verið mikill þrýstingur frá verktökum, en sagði jafnframt að borgin hefði margoft neitað að veita hótelleyfi. Gott er til þess að vita að í borgarkerfinu hafi menn þorað að segja nei við verktaka. Um leið er ljóst að ekki hefur verið sagt nei nógu oft. Það er nefnilega list að segja nei og það hefur tekið langan tíma hjá Reykjavíkurborg að ná tökum á því. Borgaryfirvöld hafa sýnt verktökum linkind og leyft þeim að vaða uppi. Afleiðingarnar blasa við í miðbænum þar sem hverju hótelinu á fætur öðru hefur verið plantað niður. Nú loks finnst borgaryfirvöldum mál að linni. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að skaðinn er þegar orðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Verktakar hafa of lengi haft nánast dáleiðandi áhrif á meirihluta borgarstjórnar. Meðan meirihlutinn sveif um í hálfgerðu svefnástandi fengu verktakar frjálsar hendur. Þeir kunnu sannarlega að nýta sér það og óðu um miðbæinn í leit að auðum reitum. Þegar þeir voru fundnir var umsvifalaust hafist handa við að reisa þar hótel. Afleiðingin er sú að Reykjavík er hótelborg. Svo að segja á hverju horni í miðbænum má finna hótel, bæði stór og smá. Sannarlega setja þau svip á miðbæinn, en ekki skemmtilegan. Til er orðinn miðbær sem samanstendur að mestu af hótelum, veitingastöðum og lundabúðum með hrópandi ósmekklegan varning. Það er ekki nema von að stór hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem býr annars staðar en í miðbænum, sér litla ástæðu til að leggja reglulega leið sína þangað. Þar er einfaldlega ekki nægilega mikið að sækja. Enn er til Bankastræti en þar er enginn banki lengur. Pósthússtræti er vissulega á sínum stað en Pósthúsið er að flytja burt. Götunöfnin minna á að eitt sinn var hægt að sækja þangað þjónustu. Nú er lítið þar að hafa, alltaf er þó hægt að rölta inn á veitingastaði. Hafi menn svo geð í sér til þess má fara í spássitúr og virða fyrir sér ný hótel. Borgarstjórnarmeirihluti sem leggur áherslu á aðlaðandi miðbæ hefur horft aðgerðalaus á verktaka hertaka borgina. Nú er reynt að losa sig undan þessu ægivaldi því stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa gripið til aukinnar stýringar í hóteluppbyggingu og segja ekki rými fyrir fleiri hótel á ákveðnum svæðum í miðbænum. Það er hárrétt að það eru ekki ýkja margir auðir reitir eftir í miðbænum. Þeir urðu hótelglöðum verktökum að bráð. Hin haukfránu og gráðugu augu verktaka virðast samt sjá enn fleiri tækifæri til hóteluppbyggingar í miðbænum og mótmæla nýrri stefnu Reykjavíkurborgar harðlega. Þeir segjast nú neyðast til að endurhugsa fyrirhuguð hótelverkefni í miðbænum. Það er ekki nema von að þeim sé brugðið, því þeir hafa komist upp með það sem þeim sýnist. Nú verður blessunarlega breyting á því. Hins vegar er dapurlegt fyrir unnendur miðbæjarins að þessi breyting hafi ekki orðið mun fyrr. Formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, hefur sagt að á síðustu árum hafi verið mikill þrýstingur frá verktökum, en sagði jafnframt að borgin hefði margoft neitað að veita hótelleyfi. Gott er til þess að vita að í borgarkerfinu hafi menn þorað að segja nei við verktaka. Um leið er ljóst að ekki hefur verið sagt nei nógu oft. Það er nefnilega list að segja nei og það hefur tekið langan tíma hjá Reykjavíkurborg að ná tökum á því. Borgaryfirvöld hafa sýnt verktökum linkind og leyft þeim að vaða uppi. Afleiðingarnar blasa við í miðbænum þar sem hverju hótelinu á fætur öðru hefur verið plantað niður. Nú loks finnst borgaryfirvöldum mál að linni. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að skaðinn er þegar orðinn.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun