Borgarstjóri sagði enga eineltisrannsókn í gangi vegna máls fjármálastjórans Birgir Olgeirsson skrifar 5. september 2018 08:36 Dagur B. Eggertsson í ræðustól. Vísir/Anton Brink Ekki stendur yfir rannsókn um einelti af hálfu skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara á hendur fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur. Þetta upplýsti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á fundi borgarstjórnar í gær. Skrifstofustjórinn hafði veitt fjármálastjóranum áminningu en fjármálastjórinn ákvað að höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem felldi áminninguna úr gildi. Reykjavíkurborg var dæmd til greiðslu bóta og ákvað að áfrýja ekki. Hins vegar ákvað skrifstofustjórinn að fara fram á að ásakanir um einelti af hálfu fjármálastjórans yrðu kannaðar.Lögmaður fjármálastjórans hefur sent borginni bréf þar sem er farið fram á að látið verði af þeirri könnun því fjármálastjórinn líti ekki á málið sem eineltismál og hefði ekki farið fram á slíka könnun. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði eftir því á fundi borgarstjórnar í gær að látið yrði af þessari rannsókn og það yrði útkljáð strax um morguninn eftir borgarstjórnarfund og þeir sem beri ábyrgð á málinu axli hana. Ummæli um einelti látin falla fyrir dómi Dagur B. Eggertsson sagði að um væri að ræða viðkvæmt starfsmannamál en því yrði að halda til haga að beiðni um athugun á því hvort um einelti væri að ræða kom frá yfirmanni fjármálastjórans. Sú beiðni hafi komið fram í kjölfar athugasemda sem fjármálastjórinn lét falla í vitnaleiðslum í málinu áður en dómurinn féll. Dagur sagði fjármálastjórann líta svo á að hann hefði aldrei lagt fram eineltiskvörtun, hann hafi aldrei haldið því fram að um einelti væri að ræða og vill þess vegna ekki málið sé kannað sem einelti. Sagðist borgarstjóri geta tekið undir með Vigdísi að þeim þætti málsins ætti þar með að ljúka og það hafi reyndar verið upplýsti í borgarráði. Hann sagði að samkvæmt ferlum þurfi að ljúka þessu máli og þá megi segja að markmiðinu hafi verið náð, það er að hreinsa skrifstofustjórann af ásökunum um að einelti væri að ræða.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.Vísir/VilhelmSagði Vigdís hafa varið sumrinu í að ræða einelti Borgarstjóri sagði að hvorugur þessara aðila, fjármálastjórinn og skrifstofustjórinn, ætti í deilum um hvort eineltismál væri að ræða en borgarstjóri benti á að Vigdís Hauksdóttir hefði hins vegar varið sumrinu í að ræða málið sem eineltismál og að um dóm í eineltismáli væri að ræða. „Og það er svolítið magnað að borgarfulltrúinn geti síðan staðið hér í ræðustól og lesið hvert bréfið á fætur öðru sem fjallar um það að þetta sé ekki einmitt eineltismál, án þess að átta sig á sínum hlut í að koma því orði á,“ sagði Dagur. Hann sagði Vigdísi ekki hafa dregið þau ummæli sín til baka þó að maður gangi undir manns hönd til að upplýsa að ekki sé um eineltismál sé að ræða. Sagðist Dagur hafa þá trú að þessi þáttur málsins fái farsæla niðurstöðu en sagðist ekki átta sig á því hvers vegna Vigdís hefði ákveðið að gera það að umtalsefni á pólitískum vettvangi.Skammaði borgarfulltrúa vegna gríns á kostnað starfsmanns Fyrr í umræðunni minntist Vigdís á að hún vonaði að Dagur sýndi málinu jafn mikla umhyggju og hann sýndi borgarstarfsmanni sem sást vökva pottablóm í rigningu í borginni fyrr í sumar. Þar vitnaði Vigdís í ummæli Dags á fundi borgarstjórnar þar sem hann lét Vigdísi og Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, heyra það vegna myndar sem þau birtu á samfélagsmiðlum af umræddu starfsmanni. Dagur sagði það ekki sæmandi kjörnum fulltrúum að beina spjótum sínum að almennum starfsmönnum þannig að fólk geti skilið það svo að það sé verið að gera lítið úr því. Sagði hann þetta starfsfólk ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér, eigi erfitt með það í opinberri umræðu og á þeim vettvangi sem borgarfulltrúar starfa. Lýsti viðhorfi til starfsfólks Nefndi Dagur einnig að hæðst hefði verið að starfsmönnum sem þurrka af borðum eftir fundir og sæju um kaffiveitingar. Varðandi starfsmanninn sem var að vökva pottablóm í rigningu, þá benti Dagur á að starfsmaðurinn hefði verið nýbúinn að gróðursetja plönturnar og þá sé ekki nóg að láta rigna á þær, heldur þurfi rakinn að ná alveg niður að rótum og gegnbleyta þær. Þannig séu leiðbeiningar garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar. Sagði Dagur þessa framgöngu borgarfulltrúanna fyrir neðan allar hellur, ekki af því að hún lýsi skorti á innsýn í garðyrkjustörf, heldur viðhorfi til almenns starfsfólks hjá borginni. Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Ekki stendur yfir rannsókn um einelti af hálfu skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara á hendur fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur. Þetta upplýsti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á fundi borgarstjórnar í gær. Skrifstofustjórinn hafði veitt fjármálastjóranum áminningu en fjármálastjórinn ákvað að höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem felldi áminninguna úr gildi. Reykjavíkurborg var dæmd til greiðslu bóta og ákvað að áfrýja ekki. Hins vegar ákvað skrifstofustjórinn að fara fram á að ásakanir um einelti af hálfu fjármálastjórans yrðu kannaðar.Lögmaður fjármálastjórans hefur sent borginni bréf þar sem er farið fram á að látið verði af þeirri könnun því fjármálastjórinn líti ekki á málið sem eineltismál og hefði ekki farið fram á slíka könnun. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði eftir því á fundi borgarstjórnar í gær að látið yrði af þessari rannsókn og það yrði útkljáð strax um morguninn eftir borgarstjórnarfund og þeir sem beri ábyrgð á málinu axli hana. Ummæli um einelti látin falla fyrir dómi Dagur B. Eggertsson sagði að um væri að ræða viðkvæmt starfsmannamál en því yrði að halda til haga að beiðni um athugun á því hvort um einelti væri að ræða kom frá yfirmanni fjármálastjórans. Sú beiðni hafi komið fram í kjölfar athugasemda sem fjármálastjórinn lét falla í vitnaleiðslum í málinu áður en dómurinn féll. Dagur sagði fjármálastjórann líta svo á að hann hefði aldrei lagt fram eineltiskvörtun, hann hafi aldrei haldið því fram að um einelti væri að ræða og vill þess vegna ekki málið sé kannað sem einelti. Sagðist borgarstjóri geta tekið undir með Vigdísi að þeim þætti málsins ætti þar með að ljúka og það hafi reyndar verið upplýsti í borgarráði. Hann sagði að samkvæmt ferlum þurfi að ljúka þessu máli og þá megi segja að markmiðinu hafi verið náð, það er að hreinsa skrifstofustjórann af ásökunum um að einelti væri að ræða.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.Vísir/VilhelmSagði Vigdís hafa varið sumrinu í að ræða einelti Borgarstjóri sagði að hvorugur þessara aðila, fjármálastjórinn og skrifstofustjórinn, ætti í deilum um hvort eineltismál væri að ræða en borgarstjóri benti á að Vigdís Hauksdóttir hefði hins vegar varið sumrinu í að ræða málið sem eineltismál og að um dóm í eineltismáli væri að ræða. „Og það er svolítið magnað að borgarfulltrúinn geti síðan staðið hér í ræðustól og lesið hvert bréfið á fætur öðru sem fjallar um það að þetta sé ekki einmitt eineltismál, án þess að átta sig á sínum hlut í að koma því orði á,“ sagði Dagur. Hann sagði Vigdísi ekki hafa dregið þau ummæli sín til baka þó að maður gangi undir manns hönd til að upplýsa að ekki sé um eineltismál sé að ræða. Sagðist Dagur hafa þá trú að þessi þáttur málsins fái farsæla niðurstöðu en sagðist ekki átta sig á því hvers vegna Vigdís hefði ákveðið að gera það að umtalsefni á pólitískum vettvangi.Skammaði borgarfulltrúa vegna gríns á kostnað starfsmanns Fyrr í umræðunni minntist Vigdís á að hún vonaði að Dagur sýndi málinu jafn mikla umhyggju og hann sýndi borgarstarfsmanni sem sást vökva pottablóm í rigningu í borginni fyrr í sumar. Þar vitnaði Vigdís í ummæli Dags á fundi borgarstjórnar þar sem hann lét Vigdísi og Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, heyra það vegna myndar sem þau birtu á samfélagsmiðlum af umræddu starfsmanni. Dagur sagði það ekki sæmandi kjörnum fulltrúum að beina spjótum sínum að almennum starfsmönnum þannig að fólk geti skilið það svo að það sé verið að gera lítið úr því. Sagði hann þetta starfsfólk ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér, eigi erfitt með það í opinberri umræðu og á þeim vettvangi sem borgarfulltrúar starfa. Lýsti viðhorfi til starfsfólks Nefndi Dagur einnig að hæðst hefði verið að starfsmönnum sem þurrka af borðum eftir fundir og sæju um kaffiveitingar. Varðandi starfsmanninn sem var að vökva pottablóm í rigningu, þá benti Dagur á að starfsmaðurinn hefði verið nýbúinn að gróðursetja plönturnar og þá sé ekki nóg að láta rigna á þær, heldur þurfi rakinn að ná alveg niður að rótum og gegnbleyta þær. Þannig séu leiðbeiningar garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar. Sagði Dagur þessa framgöngu borgarfulltrúanna fyrir neðan allar hellur, ekki af því að hún lýsi skorti á innsýn í garðyrkjustörf, heldur viðhorfi til almenns starfsfólks hjá borginni.
Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira