Brasilíustjórn leitar aðstoðar við að byggja safnið upp á ný Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. september 2018 07:00 Enn eru eldsupptök ókunn. Sergio Leitao menningarmálaráðherra sagði við dagblaðið Estado de S. Paulo í gær að líklega hefði kviknað í út frá rafmagni eða jafnvel heimagerðum pappírsloftbelg sem talið er að hafi lent á þakinu. vísir/epa Ríkisstjórn Brasilíu leitar nú á náðir fyrirtækja og banka um aðstoð við að byggja þjóðminjasafnið í Rio de Janeiro aftur upp á ný eftir að húsnæði safnsins og 90 prósent gripa þess eyðilögðust í eldsvoða á sunnudaginn. Þetta sagði í tilkynningu frá Michel Temer forseta í gær. Sagði þar enn fremur að viðræður við fulltrúa stærstu banka landsins og fyrirtækja væru nú þegar hafnar og rætt væri um hvernig hægt væri að reisa safnið úr rústum á ný eins fljótt og auðið er. Rossieli Soares menntamálaráðherra sagði svo í gær að til viðbótar hefði verið leitað til menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Á blaðamannafundi fyrir utan hina ónýtu byggingu sagði Soares að ríkisstjórnin hefði lagt til hliðar fimmtán milljónir ríala, andvirði nærri 400 milljóna króna, fyrir enduruppbygginguna. Enn eru eldsupptök ókunn. Sergio Leitao menningarmálaráðherra sagði við dagblaðið Estado de S. Paulo í gær að líklega hefði kviknað í út frá rafmagni eða jafnvel heimagerðum pappírsloftbelg sem talið er að hafi lent á þakinu. Þá hefur verið harðlega gagnrýnt að ekkert vatn var að fá úr brunahönum við safnið. Ríkisstjórnin hefur í því samhengi verið sökuð um að bera ábyrgð á eldsvoðanum vegna þeirra niðurskurðaraðgerða sem ráðist var í í kringum Ólympíuleikana sem haldnir voru í borginni árið 2016. Mótmælendur hafa safnast saman undanfarna daga í kringum brunarústirnar. Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho fangaði tilfinningar mótmælenda vel í grein sem hann skrifaði í The Guardian í gær. Þar sagði hann að eldsvoðinn væri táknrænn fyrir ríki þar sem skortur á menningu og menntun sé eitt stærsta vandamálið. En Coelho spurði einnig hvers vegna þjóðminjasafnið, „glæsilegasta safn Suður-Ameríku“, fengi bara 154.000 heimsóknir á dag. „Við kennum ríkisstjórninni um að vanrækja sögu okkar. En við, brasilíska þjóðin, vanrækjum hana líka. Brasilía er frábært land, fallegt land, en við eigum við mikinn skort á menntun að stríða. Fátækir Brasilíumenn fara ekki í skóla, hvað þá á söfn. Ríka fólkið fer á söfn. En þau söfn eru í Lundúnum, New York eða París. Ekki í Rio eða Sao Paulo. „Fjármagnið sem fór í að reisa hvern og einn leikvang. Bara fjórðungur af því hefði verið nóg til að tryggja öryggi safnsins,“ sagði Luiz Fernando Dias Duarte aðstoðarsafnstjóri í viðtali við brasilískar sjónvarpsstöðvar fyrir framan rústirnar. Rannsakendur þurftu enn að bíða í gær eftir leyfi til þess að fara inn í rústirnar. Verkfræðingar hafa undanfarna daga gert prufur á húsinu til þess að ganga úr skugga um að það hrynji ekki á rannsakendur er þeir fá að fara inn. Þá hafa yfirvöld á svæðinu gefið út að veggir byggingarinnar og hlutar þaksins séu að hruni komnir vegna eldsvoðans. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 „Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. 4. september 2018 06:33 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Ríkisstjórn Brasilíu leitar nú á náðir fyrirtækja og banka um aðstoð við að byggja þjóðminjasafnið í Rio de Janeiro aftur upp á ný eftir að húsnæði safnsins og 90 prósent gripa þess eyðilögðust í eldsvoða á sunnudaginn. Þetta sagði í tilkynningu frá Michel Temer forseta í gær. Sagði þar enn fremur að viðræður við fulltrúa stærstu banka landsins og fyrirtækja væru nú þegar hafnar og rætt væri um hvernig hægt væri að reisa safnið úr rústum á ný eins fljótt og auðið er. Rossieli Soares menntamálaráðherra sagði svo í gær að til viðbótar hefði verið leitað til menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Á blaðamannafundi fyrir utan hina ónýtu byggingu sagði Soares að ríkisstjórnin hefði lagt til hliðar fimmtán milljónir ríala, andvirði nærri 400 milljóna króna, fyrir enduruppbygginguna. Enn eru eldsupptök ókunn. Sergio Leitao menningarmálaráðherra sagði við dagblaðið Estado de S. Paulo í gær að líklega hefði kviknað í út frá rafmagni eða jafnvel heimagerðum pappírsloftbelg sem talið er að hafi lent á þakinu. Þá hefur verið harðlega gagnrýnt að ekkert vatn var að fá úr brunahönum við safnið. Ríkisstjórnin hefur í því samhengi verið sökuð um að bera ábyrgð á eldsvoðanum vegna þeirra niðurskurðaraðgerða sem ráðist var í í kringum Ólympíuleikana sem haldnir voru í borginni árið 2016. Mótmælendur hafa safnast saman undanfarna daga í kringum brunarústirnar. Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho fangaði tilfinningar mótmælenda vel í grein sem hann skrifaði í The Guardian í gær. Þar sagði hann að eldsvoðinn væri táknrænn fyrir ríki þar sem skortur á menningu og menntun sé eitt stærsta vandamálið. En Coelho spurði einnig hvers vegna þjóðminjasafnið, „glæsilegasta safn Suður-Ameríku“, fengi bara 154.000 heimsóknir á dag. „Við kennum ríkisstjórninni um að vanrækja sögu okkar. En við, brasilíska þjóðin, vanrækjum hana líka. Brasilía er frábært land, fallegt land, en við eigum við mikinn skort á menntun að stríða. Fátækir Brasilíumenn fara ekki í skóla, hvað þá á söfn. Ríka fólkið fer á söfn. En þau söfn eru í Lundúnum, New York eða París. Ekki í Rio eða Sao Paulo. „Fjármagnið sem fór í að reisa hvern og einn leikvang. Bara fjórðungur af því hefði verið nóg til að tryggja öryggi safnsins,“ sagði Luiz Fernando Dias Duarte aðstoðarsafnstjóri í viðtali við brasilískar sjónvarpsstöðvar fyrir framan rústirnar. Rannsakendur þurftu enn að bíða í gær eftir leyfi til þess að fara inn í rústirnar. Verkfræðingar hafa undanfarna daga gert prufur á húsinu til þess að ganga úr skugga um að það hrynji ekki á rannsakendur er þeir fá að fara inn. Þá hafa yfirvöld á svæðinu gefið út að veggir byggingarinnar og hlutar þaksins séu að hruni komnir vegna eldsvoðans.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 „Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. 4. september 2018 06:33 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56
„Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. 4. september 2018 06:33
Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38