Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2018 17:33 Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. Mynd: Reykjavíkurborg Borgarstjórn samþykkti í dag að fela umhverfis-og skipulagssviði að gera tillögu að útfærslu Laugavegs og Bankastrætis sem göngugötur allt árið um kring. Einnig kemur til greina að gera götur í Kvosinni að göngusvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir þetta vera ánægjuleg tímamót þegar hann tilkynnti um ákvörðunina á Facebook síðu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram breytingartillögu um að það yrði haft samráð við hagsmunaaðila. Það var á þeim grunni sem tillagan var samþykkt af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Umhverfis- og skipulagssviði verður auk þess falið að endurhanna umrædd göngusvæði með tilliti til öryggis og vellíðunar gangandi vegfarenda. Auk þess verður sviðinu falið að útfæra skilvirka og örugga vörulosun á göngugötum í samráði við verkefnastjórn miðborgar og hagsmunaaðila. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fagnar þessu og skrifar á Twitter síðu sinni að breytingin sé „súper spennandi.“Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu með 21 atkvæði af 23 að fela umhverfis- og skipulagssviði útfærslu Laugavegs og Bankastrætis, og mögulegra gatna í Kvosinni, sem göngugatna allt árið. Tillögurnar verða svo til afgreiðslu hjá skipulagsráði. Súper spennandi — Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) September 4, 2018 Gísli Marteinn Baldursson fagnar nýjustu tíðindum úr borgarstjórn.vísir/vilhelmEinn af þeim sem fagnar breytingunni sem gerð er í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda er Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi.Í stöðuuppfærslu á Facebook greinir Gísli frá því að þennan slag hafi hann tekið árlega þegar hann borgarfulltrúi en án árangurs. Hann segir að það hafi verið veruleg andstaða við göngugötur innan Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma. Hann segir einnig að tilteknir kaupmenn á Laugaveginum hafi beint reiði sinni, vegna umræðunnar, á mjög persónulegan hátt gegn þeim sem stóðu í baráttunni. Hann segir að breytingin sé mjög í anda nútímans. „Það er í anda þeirrar þróunar að borgin gefi gangandi og hjólandi aukið rými, dragi úr mengun og skapi falleg og örygg almenningsrými. Miðborg Reykjavíkur er miðborg okkar allra og við þetta verður hún skemmtilegri og betri fyrir okkur öll,“ segir Gísli Marteinn. Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í dag að fela umhverfis-og skipulagssviði að gera tillögu að útfærslu Laugavegs og Bankastrætis sem göngugötur allt árið um kring. Einnig kemur til greina að gera götur í Kvosinni að göngusvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir þetta vera ánægjuleg tímamót þegar hann tilkynnti um ákvörðunina á Facebook síðu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram breytingartillögu um að það yrði haft samráð við hagsmunaaðila. Það var á þeim grunni sem tillagan var samþykkt af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Umhverfis- og skipulagssviði verður auk þess falið að endurhanna umrædd göngusvæði með tilliti til öryggis og vellíðunar gangandi vegfarenda. Auk þess verður sviðinu falið að útfæra skilvirka og örugga vörulosun á göngugötum í samráði við verkefnastjórn miðborgar og hagsmunaaðila. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fagnar þessu og skrifar á Twitter síðu sinni að breytingin sé „súper spennandi.“Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu með 21 atkvæði af 23 að fela umhverfis- og skipulagssviði útfærslu Laugavegs og Bankastrætis, og mögulegra gatna í Kvosinni, sem göngugatna allt árið. Tillögurnar verða svo til afgreiðslu hjá skipulagsráði. Súper spennandi — Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) September 4, 2018 Gísli Marteinn Baldursson fagnar nýjustu tíðindum úr borgarstjórn.vísir/vilhelmEinn af þeim sem fagnar breytingunni sem gerð er í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda er Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi.Í stöðuuppfærslu á Facebook greinir Gísli frá því að þennan slag hafi hann tekið árlega þegar hann borgarfulltrúi en án árangurs. Hann segir að það hafi verið veruleg andstaða við göngugötur innan Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma. Hann segir einnig að tilteknir kaupmenn á Laugaveginum hafi beint reiði sinni, vegna umræðunnar, á mjög persónulegan hátt gegn þeim sem stóðu í baráttunni. Hann segir að breytingin sé mjög í anda nútímans. „Það er í anda þeirrar þróunar að borgin gefi gangandi og hjólandi aukið rými, dragi úr mengun og skapi falleg og örygg almenningsrými. Miðborg Reykjavíkur er miðborg okkar allra og við þetta verður hún skemmtilegri og betri fyrir okkur öll,“ segir Gísli Marteinn.
Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira