Pósthússtræti hefur verið opnað fyrir umferð til norðurs fjórum vikum fyrr en til stóð. Ástæðuna má rekja til framkvæmda í miðbænum. Ökutæki munu nú komast um Pósthússtræti til norðurs og Hafnarstræti til vesturs.
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Tryggvagötu við endurgerð götunnar milli Pósthússtrætis og Lækjargötu. Auk þess stendur samtímis yfir vinna við Bæjartorg, þar sem Bæjarins bestu hafa verið með söluskýli. Á meðan á þessum framkvæmdum stendur er lokað fyrir umferð um gatnamót Tryggvagötu og Pósthússtrætis.
Af þessum sökum hefur verið gripið til þess ráðs að opna fyrir fyrir akandi umferð um Pósthússtræti en alla jafna er Pósthússtræti göngugata frá 1. maí til 1. október.
Einstefnu í Hafnarstræti og Naustinni hefur verið snúið tímabundið vegna framkvæmdanna. Austurstræti, milli Pósthússtrætis og Ingólfstorgs, verður áfram göngugata til 1. október.
Akstur um svæðið verður þá eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Innlent