Gleypa tölvupillu til að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2018 10:00 Evan Dunfee. Vísir/Getty Kanadískir Ólymíufarar gleypa ekki bara vítamín þessa dagana heldur líka nýju tölvupillu til að hjálpa við að undirbúa sig fyrir hitan á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir rétt tæp tvö ár. Íþróttafólkið sem mun keppa í langan tíma utandyra á leikunum í Tókýó má búast við því að mikill hiti geri þeim lífið leitt í keppninni. Það er því mikilvægt að þekkja líkama sinn vel og hvernig hann bregst við miklum hita. Nú er komin ný leið til að fá að vita meira um líkama íþróttafólksins. Lausnin er gin svokallaða tölvupilla.VIDEO | 'Sci-fi' pill helps Canadian athletes prepare for extreme temperatureshttps://t.co/GinyVHAKrwpic.twitter.com/wkwnHFMU79 — CBC Sports (@cbcsports) September 2, 2018CBC, ríkisfjölmiðillnn í Kanada, fjallaði um þessa töluvpillu sem hefur fengið nafnið „Sci-fi pill“ á ensku. Pillan mun mæla líkamshitann á meðan upphitun og keppni stendur og skila niðurstöðunum í sérstakt tæki sem safnar þeim saman. Umfjöllunina má finna hér fyrir neðan. Trent Stellingwerff, hjá Canadian Sport Institute Pacific, skýrir þar út hvernig pillan virkar. Þeir sem eru í mestri áhættu eru keppendur í marmaþonhlaupi, þríþraut eða mjög löngum göngum. Skipuleggendur leikanna í Tókýo ætla að láta allar þessa greinar hefjast mjög snemma á daginn til að minnka hitaáhrifin. Maraþonið mun herfjast klukkan sjö, þríþrautin klukkan átta og löngu göngurnar klukkan sex og sjö. Það er ekki nóg með það því þeir hafa líka gróðursett tré í kringum leiðina til að búa til skugga frá heitri sólinni. Það eru jafnvel hugmyndir uppi um að flýta klukkunni til að vinna gegn áhrifum sólarinnar í morgunkeppninni. Þegar Tókýó hélt Ólympóuleikana síðast árið 1964 þá fóru þeir fram í október en það kemur ekki til greina núna því bandarísku sjónvarpsstöðvarnar vilja alls ekki að leikarnir séu að keppa um áhorf við NFL-deildina (amerískur fótbolti), NBA-deildina (körfubolti) og NHL-deildina (íshokkí). Kanadamaðurinn Evan Dunfee rétt missti af bronsverðlaunum í 50 kílómetra göngu á ÓL í Ríó 2016 og kenndi hitaáhrifum um. Hann gerir nú allt til þess að tapa ekki þeirri baráttu. Hálftíma fyrir keppni í svo miklum hita fer hann í ísbað til að kæla sig niður og þá gengur hann um í ísvesti fram að keppni. Með því að gleypa tölvupilluna fyrir upphitun og keppni í miklum hita getur hann fengið miklar upplýsingar um áhrifin á líkamshitan á hverju stigi. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
Kanadískir Ólymíufarar gleypa ekki bara vítamín þessa dagana heldur líka nýju tölvupillu til að hjálpa við að undirbúa sig fyrir hitan á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir rétt tæp tvö ár. Íþróttafólkið sem mun keppa í langan tíma utandyra á leikunum í Tókýó má búast við því að mikill hiti geri þeim lífið leitt í keppninni. Það er því mikilvægt að þekkja líkama sinn vel og hvernig hann bregst við miklum hita. Nú er komin ný leið til að fá að vita meira um líkama íþróttafólksins. Lausnin er gin svokallaða tölvupilla.VIDEO | 'Sci-fi' pill helps Canadian athletes prepare for extreme temperatureshttps://t.co/GinyVHAKrwpic.twitter.com/wkwnHFMU79 — CBC Sports (@cbcsports) September 2, 2018CBC, ríkisfjölmiðillnn í Kanada, fjallaði um þessa töluvpillu sem hefur fengið nafnið „Sci-fi pill“ á ensku. Pillan mun mæla líkamshitann á meðan upphitun og keppni stendur og skila niðurstöðunum í sérstakt tæki sem safnar þeim saman. Umfjöllunina má finna hér fyrir neðan. Trent Stellingwerff, hjá Canadian Sport Institute Pacific, skýrir þar út hvernig pillan virkar. Þeir sem eru í mestri áhættu eru keppendur í marmaþonhlaupi, þríþraut eða mjög löngum göngum. Skipuleggendur leikanna í Tókýo ætla að láta allar þessa greinar hefjast mjög snemma á daginn til að minnka hitaáhrifin. Maraþonið mun herfjast klukkan sjö, þríþrautin klukkan átta og löngu göngurnar klukkan sex og sjö. Það er ekki nóg með það því þeir hafa líka gróðursett tré í kringum leiðina til að búa til skugga frá heitri sólinni. Það eru jafnvel hugmyndir uppi um að flýta klukkunni til að vinna gegn áhrifum sólarinnar í morgunkeppninni. Þegar Tókýó hélt Ólympóuleikana síðast árið 1964 þá fóru þeir fram í október en það kemur ekki til greina núna því bandarísku sjónvarpsstöðvarnar vilja alls ekki að leikarnir séu að keppa um áhorf við NFL-deildina (amerískur fótbolti), NBA-deildina (körfubolti) og NHL-deildina (íshokkí). Kanadamaðurinn Evan Dunfee rétt missti af bronsverðlaunum í 50 kílómetra göngu á ÓL í Ríó 2016 og kenndi hitaáhrifum um. Hann gerir nú allt til þess að tapa ekki þeirri baráttu. Hálftíma fyrir keppni í svo miklum hita fer hann í ísbað til að kæla sig niður og þá gengur hann um í ísvesti fram að keppni. Með því að gleypa tölvupilluna fyrir upphitun og keppni í miklum hita getur hann fengið miklar upplýsingar um áhrifin á líkamshitan á hverju stigi.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira