Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2018 22:28 Sindri Þór Stefánsson er sakaður um að hafa staðið að öllum innbrotunum. Hann yfirgaf land í vor áður en gæsluvarðhald yfir honum var framlengt. Vísir Fyrrverandi öryggisvörður Öryggismiðstöðvarinnar er sakaður um að hafa látið þjófa sem brutust inn í gagnaver Advania fá kóða til að slökkva á þjófavarnakerfi og fatnað merktan fyrirtækinu sem þeir klæddust við innbrotið. Þetta kemur fram í ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi.Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir að sjö séu ákærðir í málinu, þar á meðal Sindri Þór Stefánsson sem yfirgaf land í vor áður en gæsluvarðhald yfir honum var framlengt. Hann er ákærður fyrir aðild að innbrotum í fjögur gagnaver þrjár nætur í desember og janúar og tilraunir til innbrota í tvö önnur. Í ákærunni segir að þjófarnir hafi stolið 2.250 tölvuíhlutum, þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Auk Sindra Þórs eru tveir bræður á þrítugsaldri ákærðir vegna innbrotanna, annar þeirra fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja þau en hinn fyrir að standa að tveimur þeirra. Einnig er fyrrverandi öryggisvörðurinn ákærður í málinu. Hann er sagður hafa látið þjófana fá öryggisupplýsingar um gagnaver Advania sem brotist var inn í síðast, um miðjan janúar. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Rannsókn á Bitcoin-málinu á lokametrunum Tölvurnar enn ófundnar. 31. maí 2018 08:59 Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Sjö ákærðir vegna innbrota í gagnaver Sex eru ákærðir auk Sindra Þórs Stefánssonar fyrir aðild að þjófnaði á 600 tölvum úr þremur gagnaverum um síðustu áramót. Málið verður þingfest 11. september í Héraðsdómi Reykjaness. 27. ágúst 2018 06:00 Sindri Þór leiddur fyrir dómara í Hafnarfirði Var handtekinn af íslenskum lögreglumönnum þegar hann steig um borð í vél Icelandair í Amsterdam. 4. maí 2018 17:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Fyrrverandi öryggisvörður Öryggismiðstöðvarinnar er sakaður um að hafa látið þjófa sem brutust inn í gagnaver Advania fá kóða til að slökkva á þjófavarnakerfi og fatnað merktan fyrirtækinu sem þeir klæddust við innbrotið. Þetta kemur fram í ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi.Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir að sjö séu ákærðir í málinu, þar á meðal Sindri Þór Stefánsson sem yfirgaf land í vor áður en gæsluvarðhald yfir honum var framlengt. Hann er ákærður fyrir aðild að innbrotum í fjögur gagnaver þrjár nætur í desember og janúar og tilraunir til innbrota í tvö önnur. Í ákærunni segir að þjófarnir hafi stolið 2.250 tölvuíhlutum, þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Auk Sindra Þórs eru tveir bræður á þrítugsaldri ákærðir vegna innbrotanna, annar þeirra fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja þau en hinn fyrir að standa að tveimur þeirra. Einnig er fyrrverandi öryggisvörðurinn ákærður í málinu. Hann er sagður hafa látið þjófana fá öryggisupplýsingar um gagnaver Advania sem brotist var inn í síðast, um miðjan janúar.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Rannsókn á Bitcoin-málinu á lokametrunum Tölvurnar enn ófundnar. 31. maí 2018 08:59 Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Sjö ákærðir vegna innbrota í gagnaver Sex eru ákærðir auk Sindra Þórs Stefánssonar fyrir aðild að þjófnaði á 600 tölvum úr þremur gagnaverum um síðustu áramót. Málið verður þingfest 11. september í Héraðsdómi Reykjaness. 27. ágúst 2018 06:00 Sindri Þór leiddur fyrir dómara í Hafnarfirði Var handtekinn af íslenskum lögreglumönnum þegar hann steig um borð í vél Icelandair í Amsterdam. 4. maí 2018 17:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00
Sjö ákærðir vegna innbrota í gagnaver Sex eru ákærðir auk Sindra Þórs Stefánssonar fyrir aðild að þjófnaði á 600 tölvum úr þremur gagnaverum um síðustu áramót. Málið verður þingfest 11. september í Héraðsdómi Reykjaness. 27. ágúst 2018 06:00
Sindri Þór leiddur fyrir dómara í Hafnarfirði Var handtekinn af íslenskum lögreglumönnum þegar hann steig um borð í vél Icelandair í Amsterdam. 4. maí 2018 17:01