Töfralausnin Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. september 2018 07:00 Æskilegt hlutfall bólusettra þarf að vera 95 prósent til að hindra útbreiðslu ef mislingar berast til landsins. Samkvæmt upplýsingum Embættis landlæknis um þátttöku í almennum bólusetningum barna á Íslandi í fyrra var hlutfall þátttöku í MMR-bólusetningunni (mislingar, hettusótt, rauðir hundar) við 18 mánaða aldur undir viðmiðunarmörkum á landinu öllu. Á höfuðborgarsvæðinu var hlutfallið 91 prósent. Hlutfall bólusettra hér á landi hefur minnkað á undanförnum árum. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og smitleiðir til landsins verða fleiri og margþættari, og um leið og fjöldi mislingasmita nær nýjum hæðum í Evrópu. Umræðan um að gera bólusetningar að skyldu hefur því á ný, og ekki að tilefnislausu, skotið upp kollinum. Vísbendingar eru um að flestir foreldrar hér á landi muni taka jákvætt í slíka breytingu. Könnun Fréttablaðsins frá því í mars 2015 gaf til kynna að 82 prósent landsmanna væru hlynnt því bólusetningar yrðu skyldubundnar. Um leið er vitað að yfirgnæfandi hluti Íslendinga er almennt hlynntur bólusetningum, eða í kringum 95 prósent. Af hverju erum við þá undir viðmiðunarmörkum? Sóttvarnalæknir hefur bent á að bæta þurfi eftirlit með þátttöku í bólusetningum; að tímar í ungbarnavernd sem falla niður verði endurbókaðir, að óbólusett börn fái sprautu þegar þau fara í læknisheimsókn af öðrum ástæðum. Lykilatriði í tengslum við bólusetningar er og verður fræðsla. Okkar kynslóð hefur takmarkaða reynslu af þeim hörmungum sem Íslendingar forðum daga upplifðu er hver farsóttin á fætur annarri dundi á landinu. Pestir sem þessar eru nú lítið annað en stuttur kafli í sögubókunum. Lækkandi hlutfall bólusettra víða í Evrópu ber með sér skýr merki vanþekkingar á mikilvægi bólusetninga og, í sumum tilfellum, vantrausts á læknavísindunum. Svo má vel vera að á einhverjum tímapunkti verði nauðsynlegt að grípa til beinna aðgerða, t.d. með því að gera bólusetningu að skilyrði fyrir leikskólagöngu. Á þeim tímapunkti verður vonandi horft til reynslu þeirra Evrópuþjóða sem innleitt hafa hvata af þessu tagi. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á aukið hlutfall bólusettra barna í löndum þar sem þær eru skylda. Innleiðing skyldubundinna bólusetninga á Íslandi mun fyrst og fremst beinast að afar fámennum hópi einstaklinga sem af einhverjum ástæðum ber ekki traust til læknavísindanna, og er ólíklegur til þess að taka sönsum á þeim forsendum einum að nú séu bólusetningar skylda, en ekki valkvæðar. Þvert á móti fær þessi hópur þar með staðfestingu á sinni afvegaleiddu sannfæringu. Að öllum líkindum er heppilegasta leiðin blanda jákvæðra hvata og aukinnar fræðslu. Samtalið eitt, eins og það samtal sem á sér stað nú, getur hjálpað svo lengi sem það byggir á staðreyndum og fer fram án gífuryrða og öfga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Æskilegt hlutfall bólusettra þarf að vera 95 prósent til að hindra útbreiðslu ef mislingar berast til landsins. Samkvæmt upplýsingum Embættis landlæknis um þátttöku í almennum bólusetningum barna á Íslandi í fyrra var hlutfall þátttöku í MMR-bólusetningunni (mislingar, hettusótt, rauðir hundar) við 18 mánaða aldur undir viðmiðunarmörkum á landinu öllu. Á höfuðborgarsvæðinu var hlutfallið 91 prósent. Hlutfall bólusettra hér á landi hefur minnkað á undanförnum árum. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og smitleiðir til landsins verða fleiri og margþættari, og um leið og fjöldi mislingasmita nær nýjum hæðum í Evrópu. Umræðan um að gera bólusetningar að skyldu hefur því á ný, og ekki að tilefnislausu, skotið upp kollinum. Vísbendingar eru um að flestir foreldrar hér á landi muni taka jákvætt í slíka breytingu. Könnun Fréttablaðsins frá því í mars 2015 gaf til kynna að 82 prósent landsmanna væru hlynnt því bólusetningar yrðu skyldubundnar. Um leið er vitað að yfirgnæfandi hluti Íslendinga er almennt hlynntur bólusetningum, eða í kringum 95 prósent. Af hverju erum við þá undir viðmiðunarmörkum? Sóttvarnalæknir hefur bent á að bæta þurfi eftirlit með þátttöku í bólusetningum; að tímar í ungbarnavernd sem falla niður verði endurbókaðir, að óbólusett börn fái sprautu þegar þau fara í læknisheimsókn af öðrum ástæðum. Lykilatriði í tengslum við bólusetningar er og verður fræðsla. Okkar kynslóð hefur takmarkaða reynslu af þeim hörmungum sem Íslendingar forðum daga upplifðu er hver farsóttin á fætur annarri dundi á landinu. Pestir sem þessar eru nú lítið annað en stuttur kafli í sögubókunum. Lækkandi hlutfall bólusettra víða í Evrópu ber með sér skýr merki vanþekkingar á mikilvægi bólusetninga og, í sumum tilfellum, vantrausts á læknavísindunum. Svo má vel vera að á einhverjum tímapunkti verði nauðsynlegt að grípa til beinna aðgerða, t.d. með því að gera bólusetningu að skilyrði fyrir leikskólagöngu. Á þeim tímapunkti verður vonandi horft til reynslu þeirra Evrópuþjóða sem innleitt hafa hvata af þessu tagi. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á aukið hlutfall bólusettra barna í löndum þar sem þær eru skylda. Innleiðing skyldubundinna bólusetninga á Íslandi mun fyrst og fremst beinast að afar fámennum hópi einstaklinga sem af einhverjum ástæðum ber ekki traust til læknavísindanna, og er ólíklegur til þess að taka sönsum á þeim forsendum einum að nú séu bólusetningar skylda, en ekki valkvæðar. Þvert á móti fær þessi hópur þar með staðfestingu á sinni afvegaleiddu sannfæringu. Að öllum líkindum er heppilegasta leiðin blanda jákvæðra hvata og aukinnar fræðslu. Samtalið eitt, eins og það samtal sem á sér stað nú, getur hjálpað svo lengi sem það byggir á staðreyndum og fer fram án gífuryrða og öfga.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun