Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2018 19:28 Stjórnvöld brjóta á réttindum sjúklinga með því að taka ekki þátt í kostnaði þeirra við læknisþjónustu segir sérfræðilæknir í taugalækningum sem opnaði stofu í dag án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Hundrað manns hafa nú þegar bókað tíma hjá lækninum og greiða tæpar tuttugu þúsund krónur fyrir heimsóknina. Um er að ræða Önnu Björnsdóttur sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands í sumar þrátt fyrir að skort sé á taugalæknum á Íslandi. Áður en Anna opnaði stofuna sína í dag leitaði hún á ný eftir svörum yfirvalda. „Ráðuneytið stöðvaði þá, bæði í að taka mig inn á samning þrátt fyrir augljósa þörf sem landlæknir er búinn að greina og burtséð frá því neita þeir líka að niðurgreiða þann kostnað sem sjúklingarnar beri af heimsókninni til mín,“ segir Anna. Hundrað manns hafa nú þegar pantað tíma hjá Önnu sem er verulega ósátt við stöðuna. Hún segir óásættanlegt að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga sinna og að það sé brot á réttindum þeirra til sjúkratrygginga.Ráðherra vísar á forvera sína Það er undir Önnu sjálfri komið hvaða verðskrá gildir en hún hefur ákveðið að fara eftir gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. „Viðtal og skoðun, fyrsti tími sem tekur um klukkutíma, er rétt tæpar tuttugu þúsund krónur. En það er algerlega undir mér komið. Ég tel þetta ódýra þjónustu þar sem tíminn til mín í Bandaríkjunum þar sem ég starfaði áður kostaði á bilinu fimmtíu til sextíu þúsund krónur,“ segir hún. Heilbrigisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi þegar hún var spurð út í gagnrýni kerfið að ekki stæði til í að gera breytingar en ástæða væri til að skoða málið. Vísaði hún ábyrgð á fyrirkomulaginu á forvera sína í embætti. „En það er alveg sannarlega ástæða til þess að skoða þetta og það sem ég hef verið mest hugsi yfir er kannski það að staðreyndin skuli vera sú að fólk skuli vera að bíða mánuðum saman,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprengingar í höfuðborg Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Stjórnvöld brjóta á réttindum sjúklinga með því að taka ekki þátt í kostnaði þeirra við læknisþjónustu segir sérfræðilæknir í taugalækningum sem opnaði stofu í dag án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Hundrað manns hafa nú þegar bókað tíma hjá lækninum og greiða tæpar tuttugu þúsund krónur fyrir heimsóknina. Um er að ræða Önnu Björnsdóttur sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands í sumar þrátt fyrir að skort sé á taugalæknum á Íslandi. Áður en Anna opnaði stofuna sína í dag leitaði hún á ný eftir svörum yfirvalda. „Ráðuneytið stöðvaði þá, bæði í að taka mig inn á samning þrátt fyrir augljósa þörf sem landlæknir er búinn að greina og burtséð frá því neita þeir líka að niðurgreiða þann kostnað sem sjúklingarnar beri af heimsókninni til mín,“ segir Anna. Hundrað manns hafa nú þegar pantað tíma hjá Önnu sem er verulega ósátt við stöðuna. Hún segir óásættanlegt að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga sinna og að það sé brot á réttindum þeirra til sjúkratrygginga.Ráðherra vísar á forvera sína Það er undir Önnu sjálfri komið hvaða verðskrá gildir en hún hefur ákveðið að fara eftir gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. „Viðtal og skoðun, fyrsti tími sem tekur um klukkutíma, er rétt tæpar tuttugu þúsund krónur. En það er algerlega undir mér komið. Ég tel þetta ódýra þjónustu þar sem tíminn til mín í Bandaríkjunum þar sem ég starfaði áður kostaði á bilinu fimmtíu til sextíu þúsund krónur,“ segir hún. Heilbrigisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi þegar hún var spurð út í gagnrýni kerfið að ekki stæði til í að gera breytingar en ástæða væri til að skoða málið. Vísaði hún ábyrgð á fyrirkomulaginu á forvera sína í embætti. „En það er alveg sannarlega ástæða til þess að skoða þetta og það sem ég hef verið mest hugsi yfir er kannski það að staðreyndin skuli vera sú að fólk skuli vera að bíða mánuðum saman,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprengingar í höfuðborg Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22