Draga breytingar á Skype til baka eftir megna óánægju Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2018 14:25 Hér ber að líta nýtt viðmót Skype. Skype Tæknirisinn Microsoft hefur tilkynnt að fjöldi breytinga sem gerðar voru á samskiptaforritinu Skype verði afturkallaðar. Skype fékk algjöra yfirhalningu í júní í fyrra og augljóst þótti að með breytingunum vildi Microsoft að forritið yrði meira í líkingu við Snapchat. Notendaviðmótinu var umturnað og eiginleikum forritsins fjölgað. Breytingarnar fóru öfugt ofan í notendur Skype sem kvörtuðu sáran yfir því að grunnnotkun forritsins, eins og símhringingar og skilaboðasendingar, varð flóknari en áður. „Það var óþarfi að breyta einhverju sem var ekki bilað,“ eins og haft er eftir einum pirruðum notanda á vef breska ríkisútvarpsins. Reiði notendanna varð meðal annars til þess að einkunn forritsins í smáforritsveitum á borð við App Store og Google Play lækkaði mikið - fór úr 4 stjörnum að meðaltali niður í tæplega 2. Microsoft hefur nú ákveðið að bregðast við gagnrýninni og að sögn Peter Skillman, yfirhönnuðar Skype, verður forritið einfaldað og margar „Snapchat-legar“ breytingar dregnar til baka. Áherslan verði framvegis á símhringingar og skilaboð, sem hafa frá upphafi verið aðalsmerki Skype. Forritið leit dagsins ljós árið 2003 en Microsoft festi kaup á því árið 2011. Það hefur átt í vök að verjast eftir að fleiri samskiptaforrit, á borð við Facebook Messenger og WhatsApp, fóru að bjóða upp á sambærilega þjónustu og Skype. Samskiptaforrit eru gjörn á að herma eftir eiginleikum hvers annars. Sem dæmi má nefna að Instragram, Messenger og Skype hafa öll tekið upp „stories“-eiginleika, sem Snapchat kynnti fyrst til sögunnar.Hér að neðan má sjá myndband sem BBC tók saman um óánægju Skype-notenda. Tækni Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft hefur tilkynnt að fjöldi breytinga sem gerðar voru á samskiptaforritinu Skype verði afturkallaðar. Skype fékk algjöra yfirhalningu í júní í fyrra og augljóst þótti að með breytingunum vildi Microsoft að forritið yrði meira í líkingu við Snapchat. Notendaviðmótinu var umturnað og eiginleikum forritsins fjölgað. Breytingarnar fóru öfugt ofan í notendur Skype sem kvörtuðu sáran yfir því að grunnnotkun forritsins, eins og símhringingar og skilaboðasendingar, varð flóknari en áður. „Það var óþarfi að breyta einhverju sem var ekki bilað,“ eins og haft er eftir einum pirruðum notanda á vef breska ríkisútvarpsins. Reiði notendanna varð meðal annars til þess að einkunn forritsins í smáforritsveitum á borð við App Store og Google Play lækkaði mikið - fór úr 4 stjörnum að meðaltali niður í tæplega 2. Microsoft hefur nú ákveðið að bregðast við gagnrýninni og að sögn Peter Skillman, yfirhönnuðar Skype, verður forritið einfaldað og margar „Snapchat-legar“ breytingar dregnar til baka. Áherslan verði framvegis á símhringingar og skilaboð, sem hafa frá upphafi verið aðalsmerki Skype. Forritið leit dagsins ljós árið 2003 en Microsoft festi kaup á því árið 2011. Það hefur átt í vök að verjast eftir að fleiri samskiptaforrit, á borð við Facebook Messenger og WhatsApp, fóru að bjóða upp á sambærilega þjónustu og Skype. Samskiptaforrit eru gjörn á að herma eftir eiginleikum hvers annars. Sem dæmi má nefna að Instragram, Messenger og Skype hafa öll tekið upp „stories“-eiginleika, sem Snapchat kynnti fyrst til sögunnar.Hér að neðan má sjá myndband sem BBC tók saman um óánægju Skype-notenda.
Tækni Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira