Ronaldo búinn að kaupa meirihluta í Real Valladolid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 11:30 Ronaldo með HM-bikarinn sem hann vann bæði 1994 og 2002. Vísir/Getty Ronaldo hefur keypt upp 51 prósent eignarhluta í spænska úrvalsdeildarliðinu Real Valladolid. Þessi fyrrum leikmaður Real Madrid, Barcelona og brasilíska landsliðsins keypti meirihluta í félaginu fyrir 30 milljón evrur. Ronaldo var á sínum tíma besti fótboltamaður í heimi og lengi markahæsti leikmaður HM frá upphafi.@ronaldo ya presume de la blanquivioleta #RealValladolidpic.twitter.com/CVT5ePqQD4 — Real Valladolid C.F. (@realvalladolid) September 3, 2018Meðal eiganda spænska félagsins eru forseti félagsins og fyrrum meirihluta eigandi, Carlos Suarez sem og Oscar Puente, borgarstjóri Valladolid. „Ég hef náð mér í mikla reynslu á mínum fótboltaferli og sú reyna hefur undirbúið mig fyrir að taka þetta skref núna. Fótboltinn er alltaf ástríða fyrir mig,“ sagði Ronaldo á blaðamannafundi þar sem kaup hans voru kynnt.BREAKING: Brazilian legend Ronaldo has purchased 51% of @LaLiga side @realvalladolidpic.twitter.com/pJkhfEYvGd — B/R Football (@brfootball) September 3, 2018 Carlos Suarez átti 66 prósent hluta í félaginu en var tilbúinn að selja Ronaldo stóran hluta af því. „Koma Ronaldo mun setja Real Valladolid á kortið og hjálpa félaginu að ná í hæfileikaríka leikmenn. Ég býð hann velkominn hingað,“ sagði Carlos Suarez. Diario de Valladolid hafði skrifað frétt um möguleg kaup Ronaldo síðasta vor og að þau myndu aðeins ganga í gegn ef liðið kæmist upp í La Liga sem það og gerði.BREAKING: Brazil and Real Madrid legend Ronaldo has purchased 51% of Real Valladolid. Full story: https://t.co/B936mZH4Dipic.twitter.com/NjkuP0e5kk — ESPN FC (@ESPNFC) September 3, 2018Skuldir Real Valladolid eru sagðar vera 25 milljónir evra. Ronaldo mun nú setjast í forsetastól Real Valladolid en Carlos Suarez verður í meira fulltrúahlutverki. Real Valladolid var mikið í fréttunum í síðustu viku þegar leikmenn Barcelona kvörtuðu yfir ástandinu á grasinu á leikvangi félagsins. Leikmenn Barca tóku þá upp heilu þökurnar. Ronaldo lék á sínum tíma 37 leiki með Barcelona í spænsku deildinni og 127 leiki með Real Madrid. Hann skoraði 34 deildarmörk fyrir Barca og 83 deildarmörk fyrir Real. Ronaldo var því alls með 117 mörk í aðeins 164 leikjum í spænsku deildinni. Ronaldo lék einnig með bæði Internazional og AC Milan og er sá eini sem hefur skorað fyrir bæði lið í Mílanó derby leiknum og El Clasico. Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira
Ronaldo hefur keypt upp 51 prósent eignarhluta í spænska úrvalsdeildarliðinu Real Valladolid. Þessi fyrrum leikmaður Real Madrid, Barcelona og brasilíska landsliðsins keypti meirihluta í félaginu fyrir 30 milljón evrur. Ronaldo var á sínum tíma besti fótboltamaður í heimi og lengi markahæsti leikmaður HM frá upphafi.@ronaldo ya presume de la blanquivioleta #RealValladolidpic.twitter.com/CVT5ePqQD4 — Real Valladolid C.F. (@realvalladolid) September 3, 2018Meðal eiganda spænska félagsins eru forseti félagsins og fyrrum meirihluta eigandi, Carlos Suarez sem og Oscar Puente, borgarstjóri Valladolid. „Ég hef náð mér í mikla reynslu á mínum fótboltaferli og sú reyna hefur undirbúið mig fyrir að taka þetta skref núna. Fótboltinn er alltaf ástríða fyrir mig,“ sagði Ronaldo á blaðamannafundi þar sem kaup hans voru kynnt.BREAKING: Brazilian legend Ronaldo has purchased 51% of @LaLiga side @realvalladolidpic.twitter.com/pJkhfEYvGd — B/R Football (@brfootball) September 3, 2018 Carlos Suarez átti 66 prósent hluta í félaginu en var tilbúinn að selja Ronaldo stóran hluta af því. „Koma Ronaldo mun setja Real Valladolid á kortið og hjálpa félaginu að ná í hæfileikaríka leikmenn. Ég býð hann velkominn hingað,“ sagði Carlos Suarez. Diario de Valladolid hafði skrifað frétt um möguleg kaup Ronaldo síðasta vor og að þau myndu aðeins ganga í gegn ef liðið kæmist upp í La Liga sem það og gerði.BREAKING: Brazil and Real Madrid legend Ronaldo has purchased 51% of Real Valladolid. Full story: https://t.co/B936mZH4Dipic.twitter.com/NjkuP0e5kk — ESPN FC (@ESPNFC) September 3, 2018Skuldir Real Valladolid eru sagðar vera 25 milljónir evra. Ronaldo mun nú setjast í forsetastól Real Valladolid en Carlos Suarez verður í meira fulltrúahlutverki. Real Valladolid var mikið í fréttunum í síðustu viku þegar leikmenn Barcelona kvörtuðu yfir ástandinu á grasinu á leikvangi félagsins. Leikmenn Barca tóku þá upp heilu þökurnar. Ronaldo lék á sínum tíma 37 leiki með Barcelona í spænsku deildinni og 127 leiki með Real Madrid. Hann skoraði 34 deildarmörk fyrir Barca og 83 deildarmörk fyrir Real. Ronaldo var því alls með 117 mörk í aðeins 164 leikjum í spænsku deildinni. Ronaldo lék einnig með bæði Internazional og AC Milan og er sá eini sem hefur skorað fyrir bæði lið í Mílanó derby leiknum og El Clasico.
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira