Cristiano Ronaldo yngri byrjar miklu betur hjá Juventus en pabbinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 15:30 Cristiano Ronaldo yngri og Cristiano Ronaldo eldri. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo er búinn að spila þrjá leiki með Juventus í Seríu A án þess að ná að skora. Allt aðra sögu er að segja af átta ára stráknum hans. Feðgarnir skiptu báðir yfir í Juventus í haust. Juventus keypti pabann á 99 milljónir punda frá Real Madrid og strákurinn fylgdi auðvitað með í kaupanum enda nýbúinn að halda upp á átta ára afmælið sitt. Cristiano Ronaldo eldri er enn markalaus þrátt fyrir þrjá leiki, 270 mínútur og 23 skot. Enginn leikmaður í fimm bestu deildum Evrópu hefur tekið fleiri skot án þess að skora. Í raun er Ronaldo þar með tíu skota forystu. Það vakti athygli á dögunum þegar Cristiano Ronaldo var að tala um strákinn og draum sinn um að hann yrði atvinnufótboltamaður eins og hann. Miðað við byrjun Cristiano Ronaldo yngri hjá Juventus þá eru góðar líkur á að sá draumur pabbans rætist. Cristiano Ronaldo yngri skoraði nefnilega fjögur mörk í fyrsta leiknum sínum með níu ára liði Juventus og eplið virðist ekki hafa fallið langt frá Eikinni. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Cristiano Ronaldo yngri spilar að sjálfsögðu í teyju númer sjö eins og faðir sinn.Cristiano Ronaldo Jr. scored 4 goals on his Juventus U9 debut pic.twitter.com/ZjfMrlYMty — Footy Jokes (@Footy_JokesOG) September 2, 2018Cristiano Ronaldo has taken more shots at goal without scoring (23)... Than any other player in Europe's Top 5 Leagues this season. 10 more than the next player.@Squawkapic.twitter.com/5oMgE72AqJ — SPORF (@Sporf) September 2, 2018 Cristiano Ronaldo eldri var upptekinn í vinnunni hjá Juventus og missti því af leiknum en stjúpmanna stráksins, Georgina Rodriguez, var með honum og lét pabbann örugglega vita fljótlega eftir leikinn. Markaskor stráksins í fyrsta leik hefur ekki vakið síður athygli en markaleysi pabbans. Nettröllin eru auðvitað komin á fullt í fyndnum samanburði á feðgunum enda ekkert nýtt að menn noti hvert tækifæri til að gagnrýna Cristiano Ronaldo eldri.BREAKING NEWS: Cristiano Ronaldo to leave Juventus for PSG to escape his son’s shadow after Cristiano Jr scored 4 goals on his Juventus U9 debut today!! pic.twitter.com/FkyuH9PKcg — Football Stuff (@FootbalIStuff) September 2, 2018Cristiano Ronaldo Jr with 4 Goals on his Debut. pic.twitter.com/ArlYl3mspf — Troll Football (@TrollFootball) September 2, 2018 Ítalski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Cristiano Ronaldo er búinn að spila þrjá leiki með Juventus í Seríu A án þess að ná að skora. Allt aðra sögu er að segja af átta ára stráknum hans. Feðgarnir skiptu báðir yfir í Juventus í haust. Juventus keypti pabann á 99 milljónir punda frá Real Madrid og strákurinn fylgdi auðvitað með í kaupanum enda nýbúinn að halda upp á átta ára afmælið sitt. Cristiano Ronaldo eldri er enn markalaus þrátt fyrir þrjá leiki, 270 mínútur og 23 skot. Enginn leikmaður í fimm bestu deildum Evrópu hefur tekið fleiri skot án þess að skora. Í raun er Ronaldo þar með tíu skota forystu. Það vakti athygli á dögunum þegar Cristiano Ronaldo var að tala um strákinn og draum sinn um að hann yrði atvinnufótboltamaður eins og hann. Miðað við byrjun Cristiano Ronaldo yngri hjá Juventus þá eru góðar líkur á að sá draumur pabbans rætist. Cristiano Ronaldo yngri skoraði nefnilega fjögur mörk í fyrsta leiknum sínum með níu ára liði Juventus og eplið virðist ekki hafa fallið langt frá Eikinni. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Cristiano Ronaldo yngri spilar að sjálfsögðu í teyju númer sjö eins og faðir sinn.Cristiano Ronaldo Jr. scored 4 goals on his Juventus U9 debut pic.twitter.com/ZjfMrlYMty — Footy Jokes (@Footy_JokesOG) September 2, 2018Cristiano Ronaldo has taken more shots at goal without scoring (23)... Than any other player in Europe's Top 5 Leagues this season. 10 more than the next player.@Squawkapic.twitter.com/5oMgE72AqJ — SPORF (@Sporf) September 2, 2018 Cristiano Ronaldo eldri var upptekinn í vinnunni hjá Juventus og missti því af leiknum en stjúpmanna stráksins, Georgina Rodriguez, var með honum og lét pabbann örugglega vita fljótlega eftir leikinn. Markaskor stráksins í fyrsta leik hefur ekki vakið síður athygli en markaleysi pabbans. Nettröllin eru auðvitað komin á fullt í fyndnum samanburði á feðgunum enda ekkert nýtt að menn noti hvert tækifæri til að gagnrýna Cristiano Ronaldo eldri.BREAKING NEWS: Cristiano Ronaldo to leave Juventus for PSG to escape his son’s shadow after Cristiano Jr scored 4 goals on his Juventus U9 debut today!! pic.twitter.com/FkyuH9PKcg — Football Stuff (@FootbalIStuff) September 2, 2018Cristiano Ronaldo Jr with 4 Goals on his Debut. pic.twitter.com/ArlYl3mspf — Troll Football (@TrollFootball) September 2, 2018
Ítalski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira