Tólfti mánuðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 3. september 2018 07:00 Óumdeilt er að menntun og þekking eru undirstaða góðra lífskjara. Opinber framlög til menntamála eru því fjárfesting í hagsæld framtíðarinnar. Það sama gildir um þann kostnað sem einstaklingar taka á sig til að afla sér menntunar en hann getur verið umtalsverður. Fæstir háskólanemar eru í þeirri stöðu að hafa fjárhagslega bakhjarla sem kosta þá til náms og greiða framfærslu þeirra á námstímanum og fjármagna því framfærslu sína með lántöku. Námslán eru verðtryggð og bera 1% vexti. Fólk sem fer í langt nám skuldar oft margar milljónir í námslán þegar það útskrifast. Þegar námi lýkur þarf það að greiða tæplega 4% af tekjum sínum í afborganir af lánunum (þau sem tóku lán fyrir árið 2005 greiða tæplega 5%). Þetta þýðir að fólk þarf að verja fjárhæð sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári í afborganir af námslánum. Það reynist mörgum þung byrði. Opinberar tölur sýna að hvergi í Evrópu er ávinningur einstaklinga af háskólanámi minni en hér á landi. Vissulega er það svo að laun háskólafólks eru að meðaltali hærri en þeirra sem hafa minni menntun. En meðaltöl segja ekki allt. Þegar tekjur þessara hópa eru bornar saman þarf að hafa í huga að háskólafólk fær í raun bara greidd laun ellefu mánuði á ári. Á næsta ári losna kjarasamningar þorra stéttarfélaga innan BHM. Stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að liðka fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Eitt af því sem ríkisvaldið getur gert til að greiða fyrir samningum við háskólamenntað fólk er að breyta reglum þannig að árlegar afborganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem myndar andlag við útreikning bóta í almannatryggingakerfinu, s.s. barnabóta og vaxtabóta. Með þessu væru stjórnvöld að sýna í verki að þau vilji að fólk afli sér menntunar og stuðli þannig að hagsæld og góðum lífskjörum í landinu til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Óumdeilt er að menntun og þekking eru undirstaða góðra lífskjara. Opinber framlög til menntamála eru því fjárfesting í hagsæld framtíðarinnar. Það sama gildir um þann kostnað sem einstaklingar taka á sig til að afla sér menntunar en hann getur verið umtalsverður. Fæstir háskólanemar eru í þeirri stöðu að hafa fjárhagslega bakhjarla sem kosta þá til náms og greiða framfærslu þeirra á námstímanum og fjármagna því framfærslu sína með lántöku. Námslán eru verðtryggð og bera 1% vexti. Fólk sem fer í langt nám skuldar oft margar milljónir í námslán þegar það útskrifast. Þegar námi lýkur þarf það að greiða tæplega 4% af tekjum sínum í afborganir af lánunum (þau sem tóku lán fyrir árið 2005 greiða tæplega 5%). Þetta þýðir að fólk þarf að verja fjárhæð sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári í afborganir af námslánum. Það reynist mörgum þung byrði. Opinberar tölur sýna að hvergi í Evrópu er ávinningur einstaklinga af háskólanámi minni en hér á landi. Vissulega er það svo að laun háskólafólks eru að meðaltali hærri en þeirra sem hafa minni menntun. En meðaltöl segja ekki allt. Þegar tekjur þessara hópa eru bornar saman þarf að hafa í huga að háskólafólk fær í raun bara greidd laun ellefu mánuði á ári. Á næsta ári losna kjarasamningar þorra stéttarfélaga innan BHM. Stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að liðka fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Eitt af því sem ríkisvaldið getur gert til að greiða fyrir samningum við háskólamenntað fólk er að breyta reglum þannig að árlegar afborganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem myndar andlag við útreikning bóta í almannatryggingakerfinu, s.s. barnabóta og vaxtabóta. Með þessu væru stjórnvöld að sýna í verki að þau vilji að fólk afli sér menntunar og stuðli þannig að hagsæld og góðum lífskjörum í landinu til framtíðar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun