Íslenski boltinn

Víkingur Ólafsvík eltir toppliðin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ejub og hans menn elta toppliðin.
Ejub og hans menn elta toppliðin. vísir/ernir
Víkingur Ólafsvík eltir toppliðin í Inkasso-deild karla, HK og ÍA, en Ólsarar unnu 2-0 sigur á Þór á heimavelli í dag.

Bæði mörkin skoraði Spánverjinn Gonzalo Zamorano Leaon. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu á 22. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik.

Það var svo á 73. mínútu er Gonzalo skoraði annað mark sitt og annað mark heimamanna. Þeir því með mikilvægan sigur í toppbaráttunni, 2-0.

Víkingur er með 38 stig í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir HK, sem er í öðru sætinu en efstu tvö liðin leika í Pepsi-deildinni að ári.

Þór er hins vegar um miðja deild, í fimmta sæti, með 34 stig og siglir lygnan sjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×