Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2018 18:30 Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Með breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna árið 2017 var Fiskistofu veitt heimild til aukins eftirlits með vigtun sjávarafla. Fram kom að ef kæmi í ljós við eftirlit verulegt frávik á hlutfalli íss í afla skips miðað við meðaltal íshlutfalls í fyrri löndunum ætti Fiskistofa að fylgjast með allri vigtun viðkomandi í allt að sex vikur. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að fyrir tveimur árum hafi mælst mikill munur á ísprósentu. „Þá sýndi það sig að það gat verið allt að þrjátíu prósenta minni ís þegar eftirlitsmaður var viðstaddur en þegar hann var það ekki,“ segir Þorsteinn. Hann segir að með breytingu á lögunum sem heimiluðu meira eftirlit hafi þetta breyst til batnaðar. „Frá því á síðasta ári hefur mestur munurinn verið um sex til átta prósent. Þá er dreifingin nálægt því að vera í núllinu þar sem sumir eru undir og sumir yfir. Við teljum okkur því sjá ágætis árangur,“ segir hann. Fiskistofa birtir vigtuni aflans á 2 mánaða fresti á vef sínum. Gögn stofnunarinnar á vigtun þorsks frá mars til apríl í ár sýna mismun á milli vigtanna hjá níu aðilum. Samtals getur verið um að ræða aflaverðmæti uppá ríflega tuttugu og fjórar milljónir króna fyrir þennan tíma samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn segir að mismunurinn geti haft eðlilegar skýringar. „Ég tek það skýrt fram að það geta verið alveg eðlilegar skýringar á mismunandi ísprósentu og við könnum það alltaf. En freistingin kann að vera sú að telja hluta af aflanum sem ís og þá fær vinnslan ákveðinn afla sem ekki skráist sem slíkur. Ef svo er þá verður útgerðin af því, sjómenn og ríkisvaldið. Hann segir mikilvægt að fylgjast með því um gríðarlega fjármuni geti verið um að ræða. „Það eru miklir hagsmunir í húfi. Kar af fiski lítur ekki út fyrir að vera einhver rosalegur fjársjóður en þarna eru mikil verðmæti og þess vegna er það okkar hlutverk að fylgjast með að rétt sé að þessu staðið,“ segir Þorsteinn að lokum. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Með breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna árið 2017 var Fiskistofu veitt heimild til aukins eftirlits með vigtun sjávarafla. Fram kom að ef kæmi í ljós við eftirlit verulegt frávik á hlutfalli íss í afla skips miðað við meðaltal íshlutfalls í fyrri löndunum ætti Fiskistofa að fylgjast með allri vigtun viðkomandi í allt að sex vikur. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að fyrir tveimur árum hafi mælst mikill munur á ísprósentu. „Þá sýndi það sig að það gat verið allt að þrjátíu prósenta minni ís þegar eftirlitsmaður var viðstaddur en þegar hann var það ekki,“ segir Þorsteinn. Hann segir að með breytingu á lögunum sem heimiluðu meira eftirlit hafi þetta breyst til batnaðar. „Frá því á síðasta ári hefur mestur munurinn verið um sex til átta prósent. Þá er dreifingin nálægt því að vera í núllinu þar sem sumir eru undir og sumir yfir. Við teljum okkur því sjá ágætis árangur,“ segir hann. Fiskistofa birtir vigtuni aflans á 2 mánaða fresti á vef sínum. Gögn stofnunarinnar á vigtun þorsks frá mars til apríl í ár sýna mismun á milli vigtanna hjá níu aðilum. Samtals getur verið um að ræða aflaverðmæti uppá ríflega tuttugu og fjórar milljónir króna fyrir þennan tíma samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn segir að mismunurinn geti haft eðlilegar skýringar. „Ég tek það skýrt fram að það geta verið alveg eðlilegar skýringar á mismunandi ísprósentu og við könnum það alltaf. En freistingin kann að vera sú að telja hluta af aflanum sem ís og þá fær vinnslan ákveðinn afla sem ekki skráist sem slíkur. Ef svo er þá verður útgerðin af því, sjómenn og ríkisvaldið. Hann segir mikilvægt að fylgjast með því um gríðarlega fjármuni geti verið um að ræða. „Það eru miklir hagsmunir í húfi. Kar af fiski lítur ekki út fyrir að vera einhver rosalegur fjársjóður en þarna eru mikil verðmæti og þess vegna er það okkar hlutverk að fylgjast með að rétt sé að þessu staðið,“ segir Þorsteinn að lokum.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira