Bastarðar samtímans Sif Sigmarsdóttir skrifar 1. september 2018 09:00 Hugmyndafræði er eins og eðlisfræðiformúla búin til úr fiðurkoddum og kasmírull: x + y = klippt og skorin veröld þar sem íbúar sofa værum svefni á hverri einustu nóttu með höfuðið á handtíndum æðardún umvafnir vandlega ofinni voð og vissu um að hlutirnir eru sléttir og felldir, annað hvort svartir eða hvítir, og martraðir á borð við efa og óvissu eru efnislegur ómöguleiki. Hugmyndafræði er á yfirborðinu jafnkósí og uppbúið rúm í Ikea. En þeir sem hreiðra um sig í slíku kerfi fljóta þó gjarnan sofandi að feigðarósi.Auðlindir handa öllum Fyrir nokkrum vikum birtist í Fréttablaðinu grein um eignarhald á landi eftir Ögmund Jónasson, fyrrverandi þingmann og ráðherra. Í greininni spyr Ögmundur Samtök atvinnulífsins hvort ekki sé ráð að sameinast um að auðlindir Íslands á borð við land verði Íslendinga allra. Þeim til skemmtunar sem hafa gaman af ritdeilum beit Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á agnið og svaraði Ögmundi fullum hálsi. Halldór kveður það glapræði að færa land í hendur fjöldans. Vísar hann í kennisetningu um „harmleik almenninganna“ og segir: „Þegar eitthvað er í eigu allra hefur enginn hagsmuni af því að ganga vel um það.“ Nýlega kom út í Bretlandi ævisaga Geralds Grosvenor, sjötta hertogans af Westminster sem lést árið 2016. Grosvenor fjölskyldan hefur kynslóðum saman verið ein auðugasta fjölskylda Bretlands. Fjölskyldunafnið sem og auðæfin má rekja aftur um þúsund ár. Forfaðir Geralds, Normanninn Hugh „Le Grand Veneur“ (mikli veiðimaðurinn), var stór vexti og var því uppnefndur „Le Gros Veneur“ (feiti veiðimaðurinn). Hugh þessi var handgenginn Vilhjálmi 1. Englandskonungi, eða Vilhjálmi bastarði eins og hann er gjarnan kallaður, og að launum hlaut hann mikið land í Cheshire. Það var hins vegar árið 1677 þegar Thomas Grosvenor kvæntist hinni tólf ára Mary Davies, erfingja að votlendi sem síðar varð að fínustu hverfum Lundúna, Mayfair og Belgravia, að ríkidæmi fjölskyldunnar var tryggt. Þegar Gerald Grosvenor lést var hann einn stærsti landeigandi Bretlands og var hann talinn þriðji ríkasti maður landsins. Var viðskiptaveldi hans metið upp á 8,3 milljarða punda eða 1200 milljarða íslenskra króna. Hertoginn var góðvinur Karls Bretaprins og guðfaðir Vilhjálms Bretaprins. Eitt sinn spurði ákafur blaðamaður Financial Times hertogann hvaða ráð hann gæti gefið ungum athafnamönnum sem vildu leika eftir velgengni hans. Hertoginn svaraði: „Að eiga forföður sem var góðvinur Vilhjálms bastarðar.“Markaðurinn og eiginhagsmunir Árið 2007 fullyrti Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna og óþreytandi talsmaður hugmyndafræðinnar um hinn frjálsa markað, að lagasetningar á sviði fjármála væru svo gott sem óþarfar: „Stærstur hluti alþjóðlegra fjármálaviðskipta heimsins og þar af leiðandi viðskipta einstakra landa sér sjálfur um að setja sér leikreglur; markaðurinn virkar ... Við vitum ekki hvernig en hann virkar.“ Árið 2008, eftir að alþjóðlega efnahagskreppan brast á, varð Greenspan að éta ofan í sig orð sín: „Það voru mistök af minni hálfu að gera ráð fyrir að eiginhagsmunir stofnana á borð við banka væru betur til þess fallnir að vernda hluthafana.“ Eiginhagsmunir tryggja ekki neitt. Ef hagsmunir okkar stýrðu gjörðum okkar værum við öll í kjörþyngd með blóðþrýstinginn í lagi, viðbótarlífeyrissparnað skipulagðan í Excel, búin að plana fisk og salat í kvöldmatinn, afhenda börnunum bók í staðinn fyrir iPaddinn og að skræla gulrætur í kvöldsnarl á leiðinni í jóga á hjóli með aukalóð á fótunum. Það eina sem hugmyndafræði framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins tryggir er að góðvinir Vilhjálms bastarðar samtímans og afkomendur þeirra mega eiga von á góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Hugmyndafræði er eins og eðlisfræðiformúla búin til úr fiðurkoddum og kasmírull: x + y = klippt og skorin veröld þar sem íbúar sofa værum svefni á hverri einustu nóttu með höfuðið á handtíndum æðardún umvafnir vandlega ofinni voð og vissu um að hlutirnir eru sléttir og felldir, annað hvort svartir eða hvítir, og martraðir á borð við efa og óvissu eru efnislegur ómöguleiki. Hugmyndafræði er á yfirborðinu jafnkósí og uppbúið rúm í Ikea. En þeir sem hreiðra um sig í slíku kerfi fljóta þó gjarnan sofandi að feigðarósi.Auðlindir handa öllum Fyrir nokkrum vikum birtist í Fréttablaðinu grein um eignarhald á landi eftir Ögmund Jónasson, fyrrverandi þingmann og ráðherra. Í greininni spyr Ögmundur Samtök atvinnulífsins hvort ekki sé ráð að sameinast um að auðlindir Íslands á borð við land verði Íslendinga allra. Þeim til skemmtunar sem hafa gaman af ritdeilum beit Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á agnið og svaraði Ögmundi fullum hálsi. Halldór kveður það glapræði að færa land í hendur fjöldans. Vísar hann í kennisetningu um „harmleik almenninganna“ og segir: „Þegar eitthvað er í eigu allra hefur enginn hagsmuni af því að ganga vel um það.“ Nýlega kom út í Bretlandi ævisaga Geralds Grosvenor, sjötta hertogans af Westminster sem lést árið 2016. Grosvenor fjölskyldan hefur kynslóðum saman verið ein auðugasta fjölskylda Bretlands. Fjölskyldunafnið sem og auðæfin má rekja aftur um þúsund ár. Forfaðir Geralds, Normanninn Hugh „Le Grand Veneur“ (mikli veiðimaðurinn), var stór vexti og var því uppnefndur „Le Gros Veneur“ (feiti veiðimaðurinn). Hugh þessi var handgenginn Vilhjálmi 1. Englandskonungi, eða Vilhjálmi bastarði eins og hann er gjarnan kallaður, og að launum hlaut hann mikið land í Cheshire. Það var hins vegar árið 1677 þegar Thomas Grosvenor kvæntist hinni tólf ára Mary Davies, erfingja að votlendi sem síðar varð að fínustu hverfum Lundúna, Mayfair og Belgravia, að ríkidæmi fjölskyldunnar var tryggt. Þegar Gerald Grosvenor lést var hann einn stærsti landeigandi Bretlands og var hann talinn þriðji ríkasti maður landsins. Var viðskiptaveldi hans metið upp á 8,3 milljarða punda eða 1200 milljarða íslenskra króna. Hertoginn var góðvinur Karls Bretaprins og guðfaðir Vilhjálms Bretaprins. Eitt sinn spurði ákafur blaðamaður Financial Times hertogann hvaða ráð hann gæti gefið ungum athafnamönnum sem vildu leika eftir velgengni hans. Hertoginn svaraði: „Að eiga forföður sem var góðvinur Vilhjálms bastarðar.“Markaðurinn og eiginhagsmunir Árið 2007 fullyrti Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna og óþreytandi talsmaður hugmyndafræðinnar um hinn frjálsa markað, að lagasetningar á sviði fjármála væru svo gott sem óþarfar: „Stærstur hluti alþjóðlegra fjármálaviðskipta heimsins og þar af leiðandi viðskipta einstakra landa sér sjálfur um að setja sér leikreglur; markaðurinn virkar ... Við vitum ekki hvernig en hann virkar.“ Árið 2008, eftir að alþjóðlega efnahagskreppan brast á, varð Greenspan að éta ofan í sig orð sín: „Það voru mistök af minni hálfu að gera ráð fyrir að eiginhagsmunir stofnana á borð við banka væru betur til þess fallnir að vernda hluthafana.“ Eiginhagsmunir tryggja ekki neitt. Ef hagsmunir okkar stýrðu gjörðum okkar værum við öll í kjörþyngd með blóðþrýstinginn í lagi, viðbótarlífeyrissparnað skipulagðan í Excel, búin að plana fisk og salat í kvöldmatinn, afhenda börnunum bók í staðinn fyrir iPaddinn og að skræla gulrætur í kvöldsnarl á leiðinni í jóga á hjóli með aukalóð á fótunum. Það eina sem hugmyndafræði framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins tryggir er að góðvinir Vilhjálms bastarðar samtímans og afkomendur þeirra mega eiga von á góðu.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun