Fátt betra en hljóð stund í garðinum með mold undir nöglunum 19. september 2018 10:30 Eva Dögg. Fréttablaðið/Ernir Eva Dögg Guðmundsdóttir var ráðin markaðsstjóri Creditinfo í vor en hún hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum. Eva segir að ein helsta áskorunin í starfinu sé að finna jafnvægið á milli þess að beita rökhugsun og að hlusta á innsæið.Hver eru þín helstu áhugamál?Ég á stóra fjölskyldu og heimilið er sprelllifandi og fjörugt. Ég nýt þess að vera með börnunum en á sama tíma veit ég fátt betra en að eiga hljóða stund í garðinum og fá mold undir neglurnar. Ég á fimm börn og mikið af pottaplöntum sem ég hef mikla unun af að fylgjast með og sjá vaxa og dafna. Það er mér líka mikilvægt að ferðast og víkka sjóndeildarhringinn. Ég byrjaði að ferðast mikið í menntaskóla og flutti út strax eftir stúdentspróf. Þannig að þó ég búi á Íslandi í dag og ali börnin mín upp hér þarf ég á stærri heimi að halda. Hvernig er morgunrútínan þín?Hún er svolítið mismunandi. Þegar börnin á heimilinu eru fimm snýst allt um að koma þeim af stað. Þegar þeir eru hins vegar bara tveir eru lætin aðeins minni. Ég er þó með eina reglu. Þegar morgnarnir eru hvað hektískastir heima fyrir og stórir dagar fram undan í vinnunni reyni ég að stoppa á leiðinni í vinnuna og kaupa mér góðan kaffibolla og eitthvað með honum og jarðtengja aðeins áður en ég byrja daginn. Hvaða ráðstefnu eða fyrirlestur sóttirðu síðast? Ég sótti frábæran fund hjá Íslandsbanka á vegum Nordic Finance Innov ation.Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Ég er mikill bókaormur en næ ekki að lesa eins mikið og mig langar í augnablikinu. Ég er með nokkrar góðar í gangi, The Ministry of Utmost Happiness eftir Arundhati Roy er á náttborðinu og byrjar mjög vel. Power eftir Naomi Alderman sömuleiðis. Ég er líka með bækurnar How Not to Be Wrong – The Power of Mathemat ical Thinking eftir Jordan Ellenberg og Happiness eftir heimspekinginn Frédéric Lenoir á leslistanum. Þær bíða þolinmóðar eftir mér í bókahillunni heima. Annars hef ég gripið til þess ráðs að lesa meira af ljóðum þegar tíminn er af skornum skammti og á mér eitt uppáhalds, sem ég las einmitt í síðustu viku, eftir Margaret Atwood – Half Hanged Mary.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu?Að ná að hlusta á innsæið. Jafnvægið í að beita rökhugsun án þess að kæfa innsæið. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu? Sennilega að velja rétt og hafa úthald til að fylgja því vali eftir. Það er mikið umbreytingatímabil í gangi í fjármálaheiminum og því fjölmörg tækifæri sem bjóðast. Það þarf að hafa kjark til að velja þau tækifæri sem vinna á áfram með og fylgja þeim eftir.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér hjá Creditinfo á næstu árum?Við eins og aðrir þurfum að velja rétt og taka góðar ákvarðanir. Credit info Group er með starfsemi í fjórum heimsálfum og þökk sé gögnum og lausnum frá okkur hefur um 1 milljarður einstaklinga og fyrirtækja aðgang að lánsfé. Opnun nýrra markaða og umbreytingartímabilið sem er í fullum gangi hefur verið hluti af árangri félagsins en við þurfum líka að segja nei við einhverjum tækifærum sem bjóðast og skerpa fókusinn enn frekar. Ef þú þyrftir að velja allt annan starfsframa, hver yrði hann?Mig hefur alltaf langað til að geta skrifað. Eða málað … Ég ætlaði líka alltaf að verða læknir eða lögfræðingur og einkaspæjari. Væri til í þetta allt saman! Svo á ég mér draum um að fara einhvern tímann í doktorsnám í stærðfræði og heimspeki. Ætla mér að róa öllum árum að því að láta hann rætast í einhverri mynd.Hvar sérðu þig eftir tíu ár?Ég sé mig eiginlega fyrir mér á sama stað eftir tíu ár. Á þeim tíma verður morgunrútínan samt aðeins önnur, pottablómin fleiri og bækurnar sem bíða á bókahillunni orðnar aðrar. Ég er forvitin og geri mikla kröfu um að ég læri eitthvað alls staðar sem ég kem. Hlakka til að sjá hvert það leiðir mig á tíu árum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Eva Dögg Guðmundsdóttir var ráðin markaðsstjóri Creditinfo í vor en hún hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum. Eva segir að ein helsta áskorunin í starfinu sé að finna jafnvægið á milli þess að beita rökhugsun og að hlusta á innsæið.Hver eru þín helstu áhugamál?Ég á stóra fjölskyldu og heimilið er sprelllifandi og fjörugt. Ég nýt þess að vera með börnunum en á sama tíma veit ég fátt betra en að eiga hljóða stund í garðinum og fá mold undir neglurnar. Ég á fimm börn og mikið af pottaplöntum sem ég hef mikla unun af að fylgjast með og sjá vaxa og dafna. Það er mér líka mikilvægt að ferðast og víkka sjóndeildarhringinn. Ég byrjaði að ferðast mikið í menntaskóla og flutti út strax eftir stúdentspróf. Þannig að þó ég búi á Íslandi í dag og ali börnin mín upp hér þarf ég á stærri heimi að halda. Hvernig er morgunrútínan þín?Hún er svolítið mismunandi. Þegar börnin á heimilinu eru fimm snýst allt um að koma þeim af stað. Þegar þeir eru hins vegar bara tveir eru lætin aðeins minni. Ég er þó með eina reglu. Þegar morgnarnir eru hvað hektískastir heima fyrir og stórir dagar fram undan í vinnunni reyni ég að stoppa á leiðinni í vinnuna og kaupa mér góðan kaffibolla og eitthvað með honum og jarðtengja aðeins áður en ég byrja daginn. Hvaða ráðstefnu eða fyrirlestur sóttirðu síðast? Ég sótti frábæran fund hjá Íslandsbanka á vegum Nordic Finance Innov ation.Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Ég er mikill bókaormur en næ ekki að lesa eins mikið og mig langar í augnablikinu. Ég er með nokkrar góðar í gangi, The Ministry of Utmost Happiness eftir Arundhati Roy er á náttborðinu og byrjar mjög vel. Power eftir Naomi Alderman sömuleiðis. Ég er líka með bækurnar How Not to Be Wrong – The Power of Mathemat ical Thinking eftir Jordan Ellenberg og Happiness eftir heimspekinginn Frédéric Lenoir á leslistanum. Þær bíða þolinmóðar eftir mér í bókahillunni heima. Annars hef ég gripið til þess ráðs að lesa meira af ljóðum þegar tíminn er af skornum skammti og á mér eitt uppáhalds, sem ég las einmitt í síðustu viku, eftir Margaret Atwood – Half Hanged Mary.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu?Að ná að hlusta á innsæið. Jafnvægið í að beita rökhugsun án þess að kæfa innsæið. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu? Sennilega að velja rétt og hafa úthald til að fylgja því vali eftir. Það er mikið umbreytingatímabil í gangi í fjármálaheiminum og því fjölmörg tækifæri sem bjóðast. Það þarf að hafa kjark til að velja þau tækifæri sem vinna á áfram með og fylgja þeim eftir.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér hjá Creditinfo á næstu árum?Við eins og aðrir þurfum að velja rétt og taka góðar ákvarðanir. Credit info Group er með starfsemi í fjórum heimsálfum og þökk sé gögnum og lausnum frá okkur hefur um 1 milljarður einstaklinga og fyrirtækja aðgang að lánsfé. Opnun nýrra markaða og umbreytingartímabilið sem er í fullum gangi hefur verið hluti af árangri félagsins en við þurfum líka að segja nei við einhverjum tækifærum sem bjóðast og skerpa fókusinn enn frekar. Ef þú þyrftir að velja allt annan starfsframa, hver yrði hann?Mig hefur alltaf langað til að geta skrifað. Eða málað … Ég ætlaði líka alltaf að verða læknir eða lögfræðingur og einkaspæjari. Væri til í þetta allt saman! Svo á ég mér draum um að fara einhvern tímann í doktorsnám í stærðfræði og heimspeki. Ætla mér að róa öllum árum að því að láta hann rætast í einhverri mynd.Hvar sérðu þig eftir tíu ár?Ég sé mig eiginlega fyrir mér á sama stað eftir tíu ár. Á þeim tíma verður morgunrútínan samt aðeins önnur, pottablómin fleiri og bækurnar sem bíða á bókahillunni orðnar aðrar. Ég er forvitin og geri mikla kröfu um að ég læri eitthvað alls staðar sem ég kem. Hlakka til að sjá hvert það leiðir mig á tíu árum
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira