Pressa á Kim og Moon að ná árangri á þriðja fundi sínum Þórgýr Einar Albertsson skrifar 19. september 2018 06:45 Leiðtogarnir, Moon Jae-in og Kim Jong-un, horfa djúpt í augu hvor annars í Pjongjang í gær. Vísir/Getty Norður-Kórea Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, heimsótti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un í höfuðborginni Pjongjang í gær. Leiðtogarnir funduðu í gær og fara dagurinn í dag og morgundagurinn einnig í viðræður. Þetta er þriðji leiðtogafundur grannríkjanna á stuttum tíma, eftir að nokkur þíða komst í samskipti ríkjanna um áramótin. Norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA greindi frá heimsókninni í örstuttri frétt í gærmorgun þar sem fram kom að leiðtogarnir ætluðu að vinna að innleiðingu samkomulagsins sem náðist í landamærabænum Panmunjom í vor. Þar sammæltust Kim og Moon meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun skagans. Leiðtogarnir héldu sameiginlegan blaðamannafund í gær áður en þeir héldu til fundar í höfuðstöðvum norðurkóreska Verkamannaflokksins. Kim fór fögrum orðum um nágranna sinn, þakkaði honum fyrir hans hlut í að koma á viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Þökk sé viðræðunum við Bandaríkin að ástandið á svæðinu er orðið stöðugra og enn er búist við frekari árangri. Ég vil enn á ný tjá þakklæti mitt fyrir vinnu Moon forseta,“ sagði einræðisherrann og bætti því við að sér fyndist hann vera orðinn afar náinn suðurkóreska forsetanum, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Moon sagði ferlið allt byggjast á ákvörðun Kim. „Ég vil þakka Kim formanni fyrir viðleitni sína til að opna á nýja tíma. Við finnum fyrir þeirri miklu byrði, þeirri miklu ábyrgð, sem við höfum,“ sagði forsetinn. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo sagði gríðarlega pressu á Moon Jae-in að ná raunverulegum árangri í kjarnorkumálum. Þar að auki myndu leiðtogarnir ræða bætt samskipti og samstarf á sviði efnahagsmála. Chosun Ilbo benti á að fyrri fundir leiðtoganna, og einnig fundur Kims með Bandaríkjaforseta í júní, hefðu skilað loforðum um að kjarnorkuafvopnun væri markmið en litlum mælanlegum árangri öðrum en að kjarnorkuprófunarsvæði sem talið er að hafi ekki einu sinni verið í nothæfu ástandi lengur var sprengt upp. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Norður-Kórea Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, heimsótti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un í höfuðborginni Pjongjang í gær. Leiðtogarnir funduðu í gær og fara dagurinn í dag og morgundagurinn einnig í viðræður. Þetta er þriðji leiðtogafundur grannríkjanna á stuttum tíma, eftir að nokkur þíða komst í samskipti ríkjanna um áramótin. Norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA greindi frá heimsókninni í örstuttri frétt í gærmorgun þar sem fram kom að leiðtogarnir ætluðu að vinna að innleiðingu samkomulagsins sem náðist í landamærabænum Panmunjom í vor. Þar sammæltust Kim og Moon meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun skagans. Leiðtogarnir héldu sameiginlegan blaðamannafund í gær áður en þeir héldu til fundar í höfuðstöðvum norðurkóreska Verkamannaflokksins. Kim fór fögrum orðum um nágranna sinn, þakkaði honum fyrir hans hlut í að koma á viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Þökk sé viðræðunum við Bandaríkin að ástandið á svæðinu er orðið stöðugra og enn er búist við frekari árangri. Ég vil enn á ný tjá þakklæti mitt fyrir vinnu Moon forseta,“ sagði einræðisherrann og bætti því við að sér fyndist hann vera orðinn afar náinn suðurkóreska forsetanum, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Moon sagði ferlið allt byggjast á ákvörðun Kim. „Ég vil þakka Kim formanni fyrir viðleitni sína til að opna á nýja tíma. Við finnum fyrir þeirri miklu byrði, þeirri miklu ábyrgð, sem við höfum,“ sagði forsetinn. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo sagði gríðarlega pressu á Moon Jae-in að ná raunverulegum árangri í kjarnorkumálum. Þar að auki myndu leiðtogarnir ræða bætt samskipti og samstarf á sviði efnahagsmála. Chosun Ilbo benti á að fyrri fundir leiðtoganna, og einnig fundur Kims með Bandaríkjaforseta í júní, hefðu skilað loforðum um að kjarnorkuafvopnun væri markmið en litlum mælanlegum árangri öðrum en að kjarnorkuprófunarsvæði sem talið er að hafi ekki einu sinni verið í nothæfu ástandi lengur var sprengt upp.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira