Heilbrigðiskerfi þjóðarinnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 19. september 2018 07:00 Kerfisbreytingar er tískuorð íslenskrar stjórnmálaumræðu. Nógu óljós merkimiði til að hægt sé að hengja á flest mál sem manni sjálfum hugnast – og stilla þeim sem andsnúin eru upp sem afturhaldi. Merkimiðinn er líka hengdur á mál sem ekki er endilega víst að njóti almennrar hylli ef þau væru einfaldlega kölluð sínu rétta nafni. Mælingar hafa sýnt það mörg undanfarin ár að mikill meirihluti almennings vill að lögð sé áhersla á uppbyggingu opinbers heilbrigðiskerfis. Er það ákall um kerfisbreytingu? Svari hver sem vill. Heilbrigðisráðherra vinnur nú að heildarstefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Það er þarft verk, því fátt snertir okkur meira en heilbrigðiskerfið og það er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkissjóðs. Á sama tíma og ákall er um vönduð vinnubrögð eigum við því að fagna þessari heildarskoðun sem er löngu tímabær. Markmiðið er að svara því hvernig heilbrigðisþjónusta við viljum að sé í boði á Íslandi, hverjir veiti hana og þá hvar, hvenær og ótal fleiri spurningum, til dæmis því hver hlutur sjúklinga á að vera í kostnaði. Einnig á hún að tryggja að þau stórauknu framlög til heilbrigðismála sem ríkisstjórnin stendur fyrir nýtist sem best. Það er ekki að gamni sínu gert að fara í þessa vinnu; fjölmargar skýrslur og greiningar sýna hve brotakennt heilbrigðiskerfið okkar er. Úttekt erlendra spekinga á vegum McKinsey sem skoðuðu Landspítalann 2016 er eitt dæmi. Annað er nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands, þar sem kallað er eftir að gerðar séu breytingar á kaupum á heilbrigðisþjónustu og þær byggi á heildstæðri stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur stigið það þarfa skref að hefja vinnu við endurmat á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Svandís er að bregðast við skýrum vilja almennings og athugasemdum virtra aðila með því að stefna að kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Ég styð hana í því þarfa verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Kerfisbreytingar er tískuorð íslenskrar stjórnmálaumræðu. Nógu óljós merkimiði til að hægt sé að hengja á flest mál sem manni sjálfum hugnast – og stilla þeim sem andsnúin eru upp sem afturhaldi. Merkimiðinn er líka hengdur á mál sem ekki er endilega víst að njóti almennrar hylli ef þau væru einfaldlega kölluð sínu rétta nafni. Mælingar hafa sýnt það mörg undanfarin ár að mikill meirihluti almennings vill að lögð sé áhersla á uppbyggingu opinbers heilbrigðiskerfis. Er það ákall um kerfisbreytingu? Svari hver sem vill. Heilbrigðisráðherra vinnur nú að heildarstefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Það er þarft verk, því fátt snertir okkur meira en heilbrigðiskerfið og það er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkissjóðs. Á sama tíma og ákall er um vönduð vinnubrögð eigum við því að fagna þessari heildarskoðun sem er löngu tímabær. Markmiðið er að svara því hvernig heilbrigðisþjónusta við viljum að sé í boði á Íslandi, hverjir veiti hana og þá hvar, hvenær og ótal fleiri spurningum, til dæmis því hver hlutur sjúklinga á að vera í kostnaði. Einnig á hún að tryggja að þau stórauknu framlög til heilbrigðismála sem ríkisstjórnin stendur fyrir nýtist sem best. Það er ekki að gamni sínu gert að fara í þessa vinnu; fjölmargar skýrslur og greiningar sýna hve brotakennt heilbrigðiskerfið okkar er. Úttekt erlendra spekinga á vegum McKinsey sem skoðuðu Landspítalann 2016 er eitt dæmi. Annað er nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands, þar sem kallað er eftir að gerðar séu breytingar á kaupum á heilbrigðisþjónustu og þær byggi á heildstæðri stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur stigið það þarfa skref að hefja vinnu við endurmat á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Svandís er að bregðast við skýrum vilja almennings og athugasemdum virtra aðila með því að stefna að kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Ég styð hana í því þarfa verki.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun