Meistaradeildin hefst í kvöld með nýjum leiktímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2018 12:30 Sergio Ramos togar niður Mohamed Salah í úrslitaleiknum síðasta vor. Vísir/Getty Meistaradeildartímabilið hefst fyrir alvöru í kvöld þegar riðlakeppnin fer af stað með átta leikjum. Þeir munu hins vegar ekki fara fram á sama tíma eins og síðustu ár. Á því hefur orðið breyting. Leikirnir hafa undanfarin ár farið allir fram klukkan 18.45 (19.45 á vetrartíma) en UEFA ákvað að breyta því að skipta leikjum hvers dags upp í tvo hópa. Undantekningin undanfarin ár hafa verið leikir í Rússlandi, vegna tímamismunar, en núna geta aðdáendur Meistaradeildarinnar alltaf gengið að tveimur leikjum í þráðbeinni á bæði þriðjudegi og miðvikudegi.There's a big Champions League change that might have slipped under your radar.https://t.co/QmBAduMZNspic.twitter.com/CMGwG8JBgo — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2018Tveir leikir munu hefjast klukkan 16.55 á hverjum degi og restin af leikjunum verða síðan flautaðir á klukkan 19.00 að íslenskum tíma. Í kvöld verða leikir Internazionale-Tottenham og Barcelona-PSV klukkan 16.55 en hinir sex leikir dagsins hefjast klukkan 19.00. Stöð 2 Sport sýnir beint báða leikina í fyrri bálknum en í þeim seinni verða sýndir beint leikir Liverpool-PSG, Mónakó-Atletico Madrid og Club Brugge-Dortmund. Fimm leikir verða því í beinni á sportstöðvunum í kvöld. Manchester United er eina enska liðið sem mun aldrei spila snemma á deginum en tveir útileikir Tottenham (á móti Inter Milan og PSV Eindhoven) og einn útileikur hjá Manchester City (Hoffenheim) og Liverpool (Rauða stjarnan) verða spilaðir klukkan 17.00 (18.00 þegar breytt verður í vetrartíma). Manchester City, Manchester United, Liverpool og Tottenham spila aftur á móti alla heimaleiki í seinni bálknum, það er klukkan 19.00 eða 20.00 þegar vetrartíminn verður tekinn upp eftir 28. október. BBC tók saman hvaða leikir fara fram í fyrri bálknum á hverjum leikdegi Meistaradeildarinnar og má sjá þá hér fyrir neðan.Leikir í Meistaradeildinni sem fara fram klukkan 17.00 (klukkan 18.00 eftir 28. október)Fyrsta umferðÞriðjudagur 18. september B-riðill: Barcelona v PSV Eindhoven, Inter Milan v Tottenham HotspurMiðvikudagur 19. september E-riðill: Ajax v AEK Athens F-riðill: Shakhtar Donetsk v HoffenheimÖnnur umferðÞriðjudagur 2. október F-riðill: Hoffenheim v Manchester City H-riðill: Juventus v Young BoysMiðvikudagur 3. október C-riðill: Paris St-Germain v Red Star Belgrade D-riðill: Lokomotiv Moscow v SchalkeÞriðja umferðÞriðjudagur 23. október E-riðill: AEK Athens v Bayern Munich H-riðill: Young Boys v ValenciaMiðvikudagur 24. október A-riðill: Club Brugge v Monaco B-riðill: PSV Eindhoven v Tottenham HotspurFjórða umferðÞriðjudagur 6. nóvember A-riðill: Monaco v Club Brugge C-riðill: Red Star Belgrade v LiverpoolMiðvikudagur 7. nóvember G-riðill: CSKA Moscow v Roma H-riðill: Valencia v Young BoysFimmta umferðÞriðjudagur 27. nóvember E-riðill: AEK Athens v Ajax G-riðill: CSKA Moscow v Viktoria PlzenMiðvikudagur 28. nóvember A-riðill: Atletico Madrid v Monaco D-riðill: Lokomotiv Moscow v GalatasaraySjötta umferðÞriðjudagur 11. desember D-riðill: Galatasaray v Porto, Schalke v Lokomotiv MoscowMiðvikudagur 12. desember G-riðill: Real Madrid v CSKA Moscow, Viktoria Plzen v Roma Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira
Meistaradeildartímabilið hefst fyrir alvöru í kvöld þegar riðlakeppnin fer af stað með átta leikjum. Þeir munu hins vegar ekki fara fram á sama tíma eins og síðustu ár. Á því hefur orðið breyting. Leikirnir hafa undanfarin ár farið allir fram klukkan 18.45 (19.45 á vetrartíma) en UEFA ákvað að breyta því að skipta leikjum hvers dags upp í tvo hópa. Undantekningin undanfarin ár hafa verið leikir í Rússlandi, vegna tímamismunar, en núna geta aðdáendur Meistaradeildarinnar alltaf gengið að tveimur leikjum í þráðbeinni á bæði þriðjudegi og miðvikudegi.There's a big Champions League change that might have slipped under your radar.https://t.co/QmBAduMZNspic.twitter.com/CMGwG8JBgo — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2018Tveir leikir munu hefjast klukkan 16.55 á hverjum degi og restin af leikjunum verða síðan flautaðir á klukkan 19.00 að íslenskum tíma. Í kvöld verða leikir Internazionale-Tottenham og Barcelona-PSV klukkan 16.55 en hinir sex leikir dagsins hefjast klukkan 19.00. Stöð 2 Sport sýnir beint báða leikina í fyrri bálknum en í þeim seinni verða sýndir beint leikir Liverpool-PSG, Mónakó-Atletico Madrid og Club Brugge-Dortmund. Fimm leikir verða því í beinni á sportstöðvunum í kvöld. Manchester United er eina enska liðið sem mun aldrei spila snemma á deginum en tveir útileikir Tottenham (á móti Inter Milan og PSV Eindhoven) og einn útileikur hjá Manchester City (Hoffenheim) og Liverpool (Rauða stjarnan) verða spilaðir klukkan 17.00 (18.00 þegar breytt verður í vetrartíma). Manchester City, Manchester United, Liverpool og Tottenham spila aftur á móti alla heimaleiki í seinni bálknum, það er klukkan 19.00 eða 20.00 þegar vetrartíminn verður tekinn upp eftir 28. október. BBC tók saman hvaða leikir fara fram í fyrri bálknum á hverjum leikdegi Meistaradeildarinnar og má sjá þá hér fyrir neðan.Leikir í Meistaradeildinni sem fara fram klukkan 17.00 (klukkan 18.00 eftir 28. október)Fyrsta umferðÞriðjudagur 18. september B-riðill: Barcelona v PSV Eindhoven, Inter Milan v Tottenham HotspurMiðvikudagur 19. september E-riðill: Ajax v AEK Athens F-riðill: Shakhtar Donetsk v HoffenheimÖnnur umferðÞriðjudagur 2. október F-riðill: Hoffenheim v Manchester City H-riðill: Juventus v Young BoysMiðvikudagur 3. október C-riðill: Paris St-Germain v Red Star Belgrade D-riðill: Lokomotiv Moscow v SchalkeÞriðja umferðÞriðjudagur 23. október E-riðill: AEK Athens v Bayern Munich H-riðill: Young Boys v ValenciaMiðvikudagur 24. október A-riðill: Club Brugge v Monaco B-riðill: PSV Eindhoven v Tottenham HotspurFjórða umferðÞriðjudagur 6. nóvember A-riðill: Monaco v Club Brugge C-riðill: Red Star Belgrade v LiverpoolMiðvikudagur 7. nóvember G-riðill: CSKA Moscow v Roma H-riðill: Valencia v Young BoysFimmta umferðÞriðjudagur 27. nóvember E-riðill: AEK Athens v Ajax G-riðill: CSKA Moscow v Viktoria PlzenMiðvikudagur 28. nóvember A-riðill: Atletico Madrid v Monaco D-riðill: Lokomotiv Moscow v GalatasaraySjötta umferðÞriðjudagur 11. desember D-riðill: Galatasaray v Porto, Schalke v Lokomotiv MoscowMiðvikudagur 12. desember G-riðill: Real Madrid v CSKA Moscow, Viktoria Plzen v Roma
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira