Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2018 06:00 Orkuveita Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Mikil ólga er meðal starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og dótturfyrirtækja vegna umræðu um hegðun þriggja stjórnenda þar innanhúss. Stjórnendurnir þrír hafa undanfarna daga ýmist verið sakaðir um kynferðislega áreitni í starfi eða kynferðisbrot áður en störf hófust. Starfsmannafundur hjá OR var haldinn í gær vegna máls Bjarna Más Júlíussonar, sem sagt var upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskvenna sinna og þeirrar stöðu sem upp er komin. Fréttablaðið hefur eftir starfsfólki sem sat fundinn að svör Sólrúnar Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR, hafi vakið nokkra furðu. Á fundinum var hún spurð út í hví ekkert hefði verið aðhafst vegna kvartana sem henni bárust varðandi háttsemi Bjarna Más. Svarið var á þann veg að engin formleg kvörtun hefði borist. Einn viðmælandi Fréttablaðsins hafði svo á orði að mögulega hefðu einhver viðvörunarljós átt að kvikna þegar óformlegar kvartanir voru orðnar fleiri en ein og fleiri en tvær. Sér í lagi í ljósi þess að innan OR er í gildi metnaðarfull og verðlaunuð jafnréttisstefna. „Markmið starfsmannafundarins var að fara yfir þá stöðu sem er komin upp í fyrirtækinu,“ sagði Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR. Aðspurður sagði hann að munur á formlegum og óformlegum kvörtunum og meðferð þeirra verði vafalaust skoðuð í úttekt sem OR hefur óskað eftir að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri á vinnustaðamenningu hjá OR. OR tilkynnti í gær að Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, hefði óskað eftir því við stjórnarformann fyrirtækisins að stíga tímabundið til hliðar meðan unnið væri að úttekt á vinnustaðamenningu þess. Ósk hans verður tekin fyrir á fundi stjórnarinnar sem haldinn verður á morgun. Fyrir helgi var sagt frá því að Bjarna Má hefði var sagt upp og samhliða var tilkynnt að Þórður Ásmundsson tæki við starfinu. Sagt var frá því í kvöldfréttum RÚV að á föstudag hafi stjórnendum OR borist tilkynning um að Þórður væri sakaður um kynferðisbrot og í kjölfarið var hætt við þá breytingu og Þórður sendur í leyfi. Hið meinta brot á að hafa átt sér stað áður en Þórður hóf störf hjá ON. Árið 2015 hlaut Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, skriflega áminningu vegna kynferðislegrar áreitni á árshátíð fyrirtækisins sama ár. Afrit af áminningunni var sent fjölmiðlum í gær. „Vegna fyrirspurna vil ég staðfesta að ég hlaut formlega áminningu vegna óviðeigandi kynferðislegrar áreitni á árshátíð fyrirtækisins fyrir 3 árum síðan. Ég hef iðrast þessa æ síðan. Ég fór strax í kjölfarið í áfengismeðferð og leitaði mér einnig viðeigandi aðstoðar,“ segir Ingvar í yfirlýsingu. Fréttablaðið reyndi ítrekað að ná í Brynhildi Davíðsdóttur stjórnarformann og Sólrúnu Kristjánsdóttur starfsmannastjóra í gær en án árangurs. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Mikil ólga er meðal starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og dótturfyrirtækja vegna umræðu um hegðun þriggja stjórnenda þar innanhúss. Stjórnendurnir þrír hafa undanfarna daga ýmist verið sakaðir um kynferðislega áreitni í starfi eða kynferðisbrot áður en störf hófust. Starfsmannafundur hjá OR var haldinn í gær vegna máls Bjarna Más Júlíussonar, sem sagt var upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskvenna sinna og þeirrar stöðu sem upp er komin. Fréttablaðið hefur eftir starfsfólki sem sat fundinn að svör Sólrúnar Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR, hafi vakið nokkra furðu. Á fundinum var hún spurð út í hví ekkert hefði verið aðhafst vegna kvartana sem henni bárust varðandi háttsemi Bjarna Más. Svarið var á þann veg að engin formleg kvörtun hefði borist. Einn viðmælandi Fréttablaðsins hafði svo á orði að mögulega hefðu einhver viðvörunarljós átt að kvikna þegar óformlegar kvartanir voru orðnar fleiri en ein og fleiri en tvær. Sér í lagi í ljósi þess að innan OR er í gildi metnaðarfull og verðlaunuð jafnréttisstefna. „Markmið starfsmannafundarins var að fara yfir þá stöðu sem er komin upp í fyrirtækinu,“ sagði Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR. Aðspurður sagði hann að munur á formlegum og óformlegum kvörtunum og meðferð þeirra verði vafalaust skoðuð í úttekt sem OR hefur óskað eftir að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri á vinnustaðamenningu hjá OR. OR tilkynnti í gær að Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, hefði óskað eftir því við stjórnarformann fyrirtækisins að stíga tímabundið til hliðar meðan unnið væri að úttekt á vinnustaðamenningu þess. Ósk hans verður tekin fyrir á fundi stjórnarinnar sem haldinn verður á morgun. Fyrir helgi var sagt frá því að Bjarna Má hefði var sagt upp og samhliða var tilkynnt að Þórður Ásmundsson tæki við starfinu. Sagt var frá því í kvöldfréttum RÚV að á föstudag hafi stjórnendum OR borist tilkynning um að Þórður væri sakaður um kynferðisbrot og í kjölfarið var hætt við þá breytingu og Þórður sendur í leyfi. Hið meinta brot á að hafa átt sér stað áður en Þórður hóf störf hjá ON. Árið 2015 hlaut Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, skriflega áminningu vegna kynferðislegrar áreitni á árshátíð fyrirtækisins sama ár. Afrit af áminningunni var sent fjölmiðlum í gær. „Vegna fyrirspurna vil ég staðfesta að ég hlaut formlega áminningu vegna óviðeigandi kynferðislegrar áreitni á árshátíð fyrirtækisins fyrir 3 árum síðan. Ég hef iðrast þessa æ síðan. Ég fór strax í kjölfarið í áfengismeðferð og leitaði mér einnig viðeigandi aðstoðar,“ segir Ingvar í yfirlýsingu. Fréttablaðið reyndi ítrekað að ná í Brynhildi Davíðsdóttur stjórnarformann og Sólrúnu Kristjánsdóttur starfsmannastjóra í gær en án árangurs.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01
Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16
Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25