Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2018 06:00 Öryrkjabandalagið hefur lengi mótmælt ýmiss konar skerðingum sem félagsmenn verða fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Tryggingastofnun hefur ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni á neinu stigi málsins. Ég kom alls staðar að lokuðum dyrum eða í besta falli hálfopnum. Ég væri fyrir löngu komin aftur á vinnumarkað ef samskiptin við Tryggingastofnun hefðu verið betri. Þetta hefur hamlað bata mínum rosalega mikið,“ segir Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna skerðinga á lífeyrisgreiðslum. Umboðsmaður skilaði nýverið áliti í máli Jóhönnu þar sem fallist var á sjónarmið hennar og Öryrkjabandalags Íslands sem aðstoðaði hana við málareksturinn sem tók tvö ár. Þar sem Jóhanna hafði búið að hluta til í Danmörku áður en hún fékk örorkumat árið 2013 átti hún ekki rétt á fullum bótum. Til að öðlast fullan rétt þarf viðkomandi að hafa búið í 40 ár á Íslandi á aldrinum 16 til 67 ára. Sé um skemmri tíma að ræða ræðst rétturinn af hlutfalli búsetu einstaklings á Íslandi. Tryggingastofnun reiknaði hlutfall búsetu Jóhönnu á Íslandi rúm 47 prósent sem þýddi að hún átti aðeins rétt á því hlutfalli af örorkulífeyri og tengdum bótum. Fékkst sú niðurstaða með því að framreikna búsetu Jóhönnu til 67 ára aldurs, í sömu hlutföllum og búsetan var fram að örorkumati. Samkvæmt áliti umboðsmanns er Tryggingastofnun ekki heimilt að framreikna búsetutíma með þessum hætti. Í tilfelli Jóhönnu ætti að reikna öll framtíðarár frá fyrsta örorkumati fram til 67 ára aldurs til búsetu á Íslandi. Eins og fyrr segir fékk Jóhanna örorkumat árið 2013 en hún var ósátt við að fá ekki metna örorku aftur í tímann. Svo fór að hún fékk það leiðrétt og miðaðist því upphaf örorku við árið 2011. Það þýddi hins vegar að búsetuhlutfall hennar á Íslandi minnkaði niður í tæp 22 prósent og þar með skertust lífeyrisgreiðslurnar enn frekar. Eftir það sá Jóhanna sér ekki fært að búa lengur á Íslandi og flutti aftur til Danmerkur 2014. Vegna ólíkra reglna um örorkumat átti hún engan rétt í Danmörku en tókst að komast aftur inn á vinnumarkað og fékk í fyrstu hlutastarf en hún er nú komin í fullt starf. „Það er rosalega gott að þetta mál hafi unnist en ég glími samt við áfallastreituröskun vegna þessa máls. Þetta er búið að vera langt ferli og hefur staðið í rauninni alveg frá 2013.“ Þrátt fyrir álit umboðsmanns segist Jóhanna ekki vilja flytja aftur til Íslands. „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
„Tryggingastofnun hefur ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni á neinu stigi málsins. Ég kom alls staðar að lokuðum dyrum eða í besta falli hálfopnum. Ég væri fyrir löngu komin aftur á vinnumarkað ef samskiptin við Tryggingastofnun hefðu verið betri. Þetta hefur hamlað bata mínum rosalega mikið,“ segir Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna skerðinga á lífeyrisgreiðslum. Umboðsmaður skilaði nýverið áliti í máli Jóhönnu þar sem fallist var á sjónarmið hennar og Öryrkjabandalags Íslands sem aðstoðaði hana við málareksturinn sem tók tvö ár. Þar sem Jóhanna hafði búið að hluta til í Danmörku áður en hún fékk örorkumat árið 2013 átti hún ekki rétt á fullum bótum. Til að öðlast fullan rétt þarf viðkomandi að hafa búið í 40 ár á Íslandi á aldrinum 16 til 67 ára. Sé um skemmri tíma að ræða ræðst rétturinn af hlutfalli búsetu einstaklings á Íslandi. Tryggingastofnun reiknaði hlutfall búsetu Jóhönnu á Íslandi rúm 47 prósent sem þýddi að hún átti aðeins rétt á því hlutfalli af örorkulífeyri og tengdum bótum. Fékkst sú niðurstaða með því að framreikna búsetu Jóhönnu til 67 ára aldurs, í sömu hlutföllum og búsetan var fram að örorkumati. Samkvæmt áliti umboðsmanns er Tryggingastofnun ekki heimilt að framreikna búsetutíma með þessum hætti. Í tilfelli Jóhönnu ætti að reikna öll framtíðarár frá fyrsta örorkumati fram til 67 ára aldurs til búsetu á Íslandi. Eins og fyrr segir fékk Jóhanna örorkumat árið 2013 en hún var ósátt við að fá ekki metna örorku aftur í tímann. Svo fór að hún fékk það leiðrétt og miðaðist því upphaf örorku við árið 2011. Það þýddi hins vegar að búsetuhlutfall hennar á Íslandi minnkaði niður í tæp 22 prósent og þar með skertust lífeyrisgreiðslurnar enn frekar. Eftir það sá Jóhanna sér ekki fært að búa lengur á Íslandi og flutti aftur til Danmerkur 2014. Vegna ólíkra reglna um örorkumat átti hún engan rétt í Danmörku en tókst að komast aftur inn á vinnumarkað og fékk í fyrstu hlutastarf en hún er nú komin í fullt starf. „Það er rosalega gott að þetta mál hafi unnist en ég glími samt við áfallastreituröskun vegna þessa máls. Þetta er búið að vera langt ferli og hefur staðið í rauninni alveg frá 2013.“ Þrátt fyrir álit umboðsmanns segist Jóhanna ekki vilja flytja aftur til Íslands. „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent