Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar 17. september 2018 07:00 Tillagan verður lögð fram á morgun. Fréttablaðið/Anton brink Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg. „Sonur minn gengur í Ísaksskóla. Skólinn er stórkostlegur og hefur ljóslega sannað gildi sitt. Þar sem skólinn er sjálfstætt starfandi greiðir borgin lægri fjárhæð með menntun nemenda hans en menntun barna í borgarreknum skólum. Foreldrar barna í Ísaksskóla, og öðrum sjálfstæðum skólum borgarinnar, verða því að greiða skólagjöld,“ ritar Hildur á Facebook-síðu sína þar sem hún greinir frá tillögunni.Skólagjöld í Ísaksskóla eru 210.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum sex til níu ára og tíu þúsund krónum lægri fyrir fimm ára börn. Eins er hægt að fá systkinaafslátt. „Þetta hefur í rauninni verið eitt af baráttumálum sjálfstæðra skóla í langan tíma. Í dag er rekstrarumhverfi þeirra erfitt því þeir fá ekki sömu fjárframlög og borgarreknu skólarnir og skólagjöldin duga ekki þannig að þeir standa í rauninni verr að vígi,“ segir Hildur. „Okkur þykir rétt að öll börn í borginni fái sama framlag með sinni menntun og það sé svo í höndum foreldra að velja í hvaða skóla barnið fer,“ segir hún. „Eins og staðan er í dag er það ekkert fyrir alla að borga skólagjöld með börnunum sínum.“ Aðspurð segist Hildur spennt að sjá hvernig tekið verði við tillögunni, sem líkt og fyrr segir verður lögð fram á morgun. „Innan borgarstjórnar eru margir sem aðhyllast hugmyndafræði um jöfn tækifæri fyrir börn og svo er kominn inn flokkur eins og Viðreisn sem talar fyrir því að styðja við sjálfstæða skóla. Þannig að ég bara vona að þetta fái góðan hljómgrunn,“ segir Hildur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg. „Sonur minn gengur í Ísaksskóla. Skólinn er stórkostlegur og hefur ljóslega sannað gildi sitt. Þar sem skólinn er sjálfstætt starfandi greiðir borgin lægri fjárhæð með menntun nemenda hans en menntun barna í borgarreknum skólum. Foreldrar barna í Ísaksskóla, og öðrum sjálfstæðum skólum borgarinnar, verða því að greiða skólagjöld,“ ritar Hildur á Facebook-síðu sína þar sem hún greinir frá tillögunni.Skólagjöld í Ísaksskóla eru 210.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum sex til níu ára og tíu þúsund krónum lægri fyrir fimm ára börn. Eins er hægt að fá systkinaafslátt. „Þetta hefur í rauninni verið eitt af baráttumálum sjálfstæðra skóla í langan tíma. Í dag er rekstrarumhverfi þeirra erfitt því þeir fá ekki sömu fjárframlög og borgarreknu skólarnir og skólagjöldin duga ekki þannig að þeir standa í rauninni verr að vígi,“ segir Hildur. „Okkur þykir rétt að öll börn í borginni fái sama framlag með sinni menntun og það sé svo í höndum foreldra að velja í hvaða skóla barnið fer,“ segir hún. „Eins og staðan er í dag er það ekkert fyrir alla að borga skólagjöld með börnunum sínum.“ Aðspurð segist Hildur spennt að sjá hvernig tekið verði við tillögunni, sem líkt og fyrr segir verður lögð fram á morgun. „Innan borgarstjórnar eru margir sem aðhyllast hugmyndafræði um jöfn tækifæri fyrir börn og svo er kominn inn flokkur eins og Viðreisn sem talar fyrir því að styðja við sjálfstæða skóla. Þannig að ég bara vona að þetta fái góðan hljómgrunn,“ segir Hildur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent