Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2018 11:59 Rannsóknarstöð þessi hefur meðal annars unnið að rannsóknum á taugaeitrinu sem notað var í árásinni á Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í Salisbury í mars. Vísir/AP Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. Rannsóknarstöð þessi hefur meðal annars unnið að rannsóknum á taugaeitrinu sem notað var í árásinni á Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í Salisbury í mars. Rússarnir tveir lentu á ratsjám yfirvalda í mars, samkvæmt embættismönnum í Sviss. Þá hófst sameiginleg rannsókn Hollendinga, Svisslendinga og Breta. New York Times segir rannsakendur hafa komist að því að njósnararnir hafi ætlað sér að ráðast á rannsóknarstöðina og þeir hafi verið gómaðir í Hollandi með búnað til tölvuárása.Þeim var svo vikið frá Hollandi. Rannsóknarstofan sem um ræðir heyrir undir Varnarmálaráðuneyti Sviss en er notuð af fjölmörgum alþjóðlegum stofnunum og þar á meðal Sameinuðu þjóðunum. Hún var ein af tveimur stöðvum sem Efnavopnastofnunin notaði til að greina eitrið sem notað var í Salisbury. Komist var að þeirri niðurstöðu að um taugaeitrið Novichok hefði verið að ræða, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Rannsóknarstofan hefur einnig verið notuð til að greina sýni frá Sýrlandi úr efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, nærri Damascus árið 2013. Rúmlega þúsund manns dóu í árásinni en Rússar hafa staðið við bakið á Assad í átökunum þar í landi. Talsmaður rannsóknarstofunnar segir hana hafa orðið fyrir nokkrum tölvuárásum að undanförnu. Hins vegar sé tölvukerfi þeirra öruggt. Holland Rússland Sviss Taugaeitursárás í Bretlandi Tölvuárásir Tengdar fréttir Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Rússar reiðir yfir ásökunum Breta Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segir rangt að Pútín beri ábyrgð á eitrun fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu, eins og yfirvöld Bretlands segja. 6. september 2018 14:28 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. Rannsóknarstöð þessi hefur meðal annars unnið að rannsóknum á taugaeitrinu sem notað var í árásinni á Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í Salisbury í mars. Rússarnir tveir lentu á ratsjám yfirvalda í mars, samkvæmt embættismönnum í Sviss. Þá hófst sameiginleg rannsókn Hollendinga, Svisslendinga og Breta. New York Times segir rannsakendur hafa komist að því að njósnararnir hafi ætlað sér að ráðast á rannsóknarstöðina og þeir hafi verið gómaðir í Hollandi með búnað til tölvuárása.Þeim var svo vikið frá Hollandi. Rannsóknarstofan sem um ræðir heyrir undir Varnarmálaráðuneyti Sviss en er notuð af fjölmörgum alþjóðlegum stofnunum og þar á meðal Sameinuðu þjóðunum. Hún var ein af tveimur stöðvum sem Efnavopnastofnunin notaði til að greina eitrið sem notað var í Salisbury. Komist var að þeirri niðurstöðu að um taugaeitrið Novichok hefði verið að ræða, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Rannsóknarstofan hefur einnig verið notuð til að greina sýni frá Sýrlandi úr efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, nærri Damascus árið 2013. Rúmlega þúsund manns dóu í árásinni en Rússar hafa staðið við bakið á Assad í átökunum þar í landi. Talsmaður rannsóknarstofunnar segir hana hafa orðið fyrir nokkrum tölvuárásum að undanförnu. Hins vegar sé tölvukerfi þeirra öruggt.
Holland Rússland Sviss Taugaeitursárás í Bretlandi Tölvuárásir Tengdar fréttir Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Rússar reiðir yfir ásökunum Breta Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segir rangt að Pútín beri ábyrgð á eitrun fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu, eins og yfirvöld Bretlands segja. 6. september 2018 14:28 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48
Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34
Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35
Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17
Rússar reiðir yfir ásökunum Breta Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segir rangt að Pútín beri ábyrgð á eitrun fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu, eins og yfirvöld Bretlands segja. 6. september 2018 14:28