Minnisleysi lögreglu og sakborninga rætt í gær Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. september 2018 07:15 Verjendur Tryggva Rúnars og Kristjáns Viðars, Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttablaðið/ERNIR Málflutningi lauk í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í gær. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, fluttu mál sinna skjólstæðinga sem voru báðir sakfelldir fyrir aðild að Guðmundarmálinu. Verjendum varð tíðrætt um minnisleysi rannsóknaraðila málsins sem kvaddir voru til skýrslutöku um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. janúar 2016 þar sem þeir voru spurðir um upphaf rannsóknar Guðmundarmálsins fjörutíu árum áður, í desember 1975. Fulltrúi sakadómara hafi sagt að hann gæti ekki svarað því hvaðan orðrómurinn hefði komið. Hafi hann vitað það væri hann búinn að gleyma því. Lögreglumennirnir fyrrverandi mundu þetta hvorugur. Furðuðu verjendur sig á því að rannsóknaraðilar hefðu ekki munað hvað hleypti málinu af stað og hvers vegna grunur beindist að þeim sem að lokum voru dæmd fyrir málið. Vísaði Jón Magnússon til gagna sem sýndu að vitnisburður þáverandi refsifanga á Litla-Hrauni hefði sett málið af stað og hefði hann gengist við því sjálfur að hafa logið að rannsóknarmönnum til að sleppa úr fangelsi. Vitni sem gaf sig fram við lögreglu 2014 sagði umræddan mann hafa ekið á Guðmund Einarsson nóttina sem hann hvarf. Var hann handtekinn og yfirheyrður í kjölfarið. Verjendur Tryggva Rúnars og Alberts lýstu því hvað skjólstæðingum þeirra hefði gengið illa að muna þá atburði sem þeim var gefið að sök að hafa átt þátt í en hefðu engu að síður verið óhemju samvinnuþýðir og lagt sig alla fram við að aðstoða lögreglumennina sem þeir litu á sem vini sína meðan á einangrunarvist þeirra stóð. Verjandi Alberts lýsti því hvernig ólöglegum og óeðlilegum rannsóknaraðferðum hefði verið beitt til að hjálpa Alberti að muna eftir atburðum sem hann upplifði aldrei og vísaði þar til svokallaðra sefjunarfunda. Verjandi Tryggva Rúnars vísaði til játningaskýrslna hans þar sem hann skráði slagsmál sem hann mundi eftir og smávægileg afbrot. Skýrslunnar er getið í úrskurðum endurupptökunefndar. Hún er stíluð á tiltekinn rannsóknarlögreglumann, frá Tryggva Rúnari. Á forsíðu hennar er skrifuð þessi athugasemd: „P.s. það sem mér rifjast upp og ég festi á blað, til minnis hjá mér og verði vonandi til góðs í þessu leiðindamáli sem við getum kallað „mál minnisleysisins hjá mér“ og ég held að það megi fullyrði Kristjáni [sic].“ Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Enginn dómfelldu var viðstaddur nema Erla. Verjendur brýndu dómara til að leiðrétta mistök Hæstaréttar í málinu. 14. september 2018 06:00 Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00 Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. 14. september 2018 17:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Málflutningi lauk í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í gær. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, fluttu mál sinna skjólstæðinga sem voru báðir sakfelldir fyrir aðild að Guðmundarmálinu. Verjendum varð tíðrætt um minnisleysi rannsóknaraðila málsins sem kvaddir voru til skýrslutöku um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. janúar 2016 þar sem þeir voru spurðir um upphaf rannsóknar Guðmundarmálsins fjörutíu árum áður, í desember 1975. Fulltrúi sakadómara hafi sagt að hann gæti ekki svarað því hvaðan orðrómurinn hefði komið. Hafi hann vitað það væri hann búinn að gleyma því. Lögreglumennirnir fyrrverandi mundu þetta hvorugur. Furðuðu verjendur sig á því að rannsóknaraðilar hefðu ekki munað hvað hleypti málinu af stað og hvers vegna grunur beindist að þeim sem að lokum voru dæmd fyrir málið. Vísaði Jón Magnússon til gagna sem sýndu að vitnisburður þáverandi refsifanga á Litla-Hrauni hefði sett málið af stað og hefði hann gengist við því sjálfur að hafa logið að rannsóknarmönnum til að sleppa úr fangelsi. Vitni sem gaf sig fram við lögreglu 2014 sagði umræddan mann hafa ekið á Guðmund Einarsson nóttina sem hann hvarf. Var hann handtekinn og yfirheyrður í kjölfarið. Verjendur Tryggva Rúnars og Alberts lýstu því hvað skjólstæðingum þeirra hefði gengið illa að muna þá atburði sem þeim var gefið að sök að hafa átt þátt í en hefðu engu að síður verið óhemju samvinnuþýðir og lagt sig alla fram við að aðstoða lögreglumennina sem þeir litu á sem vini sína meðan á einangrunarvist þeirra stóð. Verjandi Alberts lýsti því hvernig ólöglegum og óeðlilegum rannsóknaraðferðum hefði verið beitt til að hjálpa Alberti að muna eftir atburðum sem hann upplifði aldrei og vísaði þar til svokallaðra sefjunarfunda. Verjandi Tryggva Rúnars vísaði til játningaskýrslna hans þar sem hann skráði slagsmál sem hann mundi eftir og smávægileg afbrot. Skýrslunnar er getið í úrskurðum endurupptökunefndar. Hún er stíluð á tiltekinn rannsóknarlögreglumann, frá Tryggva Rúnari. Á forsíðu hennar er skrifuð þessi athugasemd: „P.s. það sem mér rifjast upp og ég festi á blað, til minnis hjá mér og verði vonandi til góðs í þessu leiðindamáli sem við getum kallað „mál minnisleysisins hjá mér“ og ég held að það megi fullyrði Kristjáni [sic].“
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Enginn dómfelldu var viðstaddur nema Erla. Verjendur brýndu dómara til að leiðrétta mistök Hæstaréttar í málinu. 14. september 2018 06:00 Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00 Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. 14. september 2018 17:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Enginn dómfelldu var viðstaddur nema Erla. Verjendur brýndu dómara til að leiðrétta mistök Hæstaréttar í málinu. 14. september 2018 06:00
Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00
Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. 14. september 2018 17:00