Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2018 13:41 Svavar Geir segir að þau á Urriðavelli hafi orðið meira vör við ref þetta sumarið en oftast áður. Svavar Geir Golfklúbburinn Oddur, sem á varnarþing á Urriðavelli sem er í Heiðmörk fyrir ofan Garðabæ, hefur auglýst laus pláss á sinni félagaskrá. Og það fylgdi svo þeirri sögu að í sumar hafi „nokkrir fallegir refir laumast í félagatalið og gert sig heimakomna og ef þeim fjölgar eitthvað þá gæti verið erfitt að komast að næsta sumar og því um að gera að skrá sig sem fyrst.“ Svavar Geir Svavarsson er skrifstofu- og markaðsstjóri klúbbsins og hann tók myndir af þessu fallega en umdeilda dýri. Að undanförnu hafa þeir séð talsvert mörg dýr á vellinum.Álykta mætti að refirnir fundi á þessum stað sem minnir á húsakynni Sameinuðu þjóðanna.Svavar Geir„Þeir eru voðalega líflegir. Það getur verið kyrrt og stillt hér á morgnana og þeir leika sér þá hér,“ segir Svavar Geir. Hann segir að þau hjá Oddi hafi orðið meira vör við refinn nú í sumar en oft áður. Þeir marka fótspor í bönkerana og grafa einnig eitt og annað matarkyns sem þeir komast yfir. Ekki er annað á Svavari Geir að heyra en þeir séu aufúsugestir. „Við viljum hafa sem mest dýralíf hér. Og viljum alls ekki láta lóga honum. En, hann ógnar reyndar rjúpunni. Hér er mikið af henni,“ segir Svavar Geir.Rakel segir rannsóknir Náttúrufræðistofnunar ekki benda til þess að refnum sé að fjölga.Rjúpan er friðuð á öllu Reykjanesi og hefur verið í áratugi. Því er ekki úr vegi að ætla að ref hafi fjölgað en hjá Náttúrufræðistofnun Íslands starfar Ragnheiður Rakel Hanson dýrafræðingur við verkefni sem stutt er af af Nýsköpunarsjóði námsmanna og hún segir svo ekki vera. Ekki samkvæmt síðustu talningu. „Við höfum einmitt verið að kortleggja útbreiðslu refs í kringum byggðina. Og þar sem byggðin er að færast meira út í þeirra heimasvæði er fólk farið að sjá miklu meira af þeim,“ segir Ragnheiður Rakel. Það er sem sagt svo að fólkið er að færa sig til refsins en ekki öfugt.Refirnir eru mest áberandi í morgunsárið þegar stillt er í Heiðmörk.Svavar Geir„Fólk sem er að leggja út æti fyrir hrafn og önnur dýr og þá sér refurinn það sem ókeypis máltíð. Gæti verið að lokka þá að. Ekki endilega að þeim sé að fjölga. Frekar að fólk verði meira vart við þá.“ Refastofninn er, að sögn Ragnheiðar, mjög stöðugur miðað við síðustu útreikninga. Refurinn er umdeilt dýr, og illa séður meðal bænda og annarra þeirra sem sjá hann sem skaðvald í öðru dýralífi.Hérna sést refur af flöt.Svavar Geir„Mér finnst þeir voðalega mikil krútt, finnst vænt um þá,“ segir Ragnheiður Rakel og vísar til rannsókna sinna á honum að undanförnu. Hún segir að refirnir á Urriðavelli, sem er staðsettur í næsta nágrenni við aðalstöðvar Náttúrufræðistofnunar í Garðabænum, sem getur að líta á meðfylgjandi myndum séu þrír yrðlingar og svo einn fullorðinn. Þess vegna eru þeir svona margir saman.Annar dekkri en hinn ljósari.Svavar GeirRefurinn er einfari að upplagi en stundum heldur tófan, eða kvendýrið, hópnum saman ef um er að ræða fjölskyldu. En, það snýr þá einkum að uppeldinu. „Þeir eru í Heiðmörk, við vitum það, og á þessu svæði. Costco-refurinn sem dæmi, þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk verður vart við þá.“Refirnir hoppa og skoppa í hrauninu.Svavar Geir Dýr Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Golfklúbburinn Oddur, sem á varnarþing á Urriðavelli sem er í Heiðmörk fyrir ofan Garðabæ, hefur auglýst laus pláss á sinni félagaskrá. Og það fylgdi svo þeirri sögu að í sumar hafi „nokkrir fallegir refir laumast í félagatalið og gert sig heimakomna og ef þeim fjölgar eitthvað þá gæti verið erfitt að komast að næsta sumar og því um að gera að skrá sig sem fyrst.“ Svavar Geir Svavarsson er skrifstofu- og markaðsstjóri klúbbsins og hann tók myndir af þessu fallega en umdeilda dýri. Að undanförnu hafa þeir séð talsvert mörg dýr á vellinum.Álykta mætti að refirnir fundi á þessum stað sem minnir á húsakynni Sameinuðu þjóðanna.Svavar Geir„Þeir eru voðalega líflegir. Það getur verið kyrrt og stillt hér á morgnana og þeir leika sér þá hér,“ segir Svavar Geir. Hann segir að þau hjá Oddi hafi orðið meira vör við refinn nú í sumar en oft áður. Þeir marka fótspor í bönkerana og grafa einnig eitt og annað matarkyns sem þeir komast yfir. Ekki er annað á Svavari Geir að heyra en þeir séu aufúsugestir. „Við viljum hafa sem mest dýralíf hér. Og viljum alls ekki láta lóga honum. En, hann ógnar reyndar rjúpunni. Hér er mikið af henni,“ segir Svavar Geir.Rakel segir rannsóknir Náttúrufræðistofnunar ekki benda til þess að refnum sé að fjölga.Rjúpan er friðuð á öllu Reykjanesi og hefur verið í áratugi. Því er ekki úr vegi að ætla að ref hafi fjölgað en hjá Náttúrufræðistofnun Íslands starfar Ragnheiður Rakel Hanson dýrafræðingur við verkefni sem stutt er af af Nýsköpunarsjóði námsmanna og hún segir svo ekki vera. Ekki samkvæmt síðustu talningu. „Við höfum einmitt verið að kortleggja útbreiðslu refs í kringum byggðina. Og þar sem byggðin er að færast meira út í þeirra heimasvæði er fólk farið að sjá miklu meira af þeim,“ segir Ragnheiður Rakel. Það er sem sagt svo að fólkið er að færa sig til refsins en ekki öfugt.Refirnir eru mest áberandi í morgunsárið þegar stillt er í Heiðmörk.Svavar Geir„Fólk sem er að leggja út æti fyrir hrafn og önnur dýr og þá sér refurinn það sem ókeypis máltíð. Gæti verið að lokka þá að. Ekki endilega að þeim sé að fjölga. Frekar að fólk verði meira vart við þá.“ Refastofninn er, að sögn Ragnheiðar, mjög stöðugur miðað við síðustu útreikninga. Refurinn er umdeilt dýr, og illa séður meðal bænda og annarra þeirra sem sjá hann sem skaðvald í öðru dýralífi.Hérna sést refur af flöt.Svavar Geir„Mér finnst þeir voðalega mikil krútt, finnst vænt um þá,“ segir Ragnheiður Rakel og vísar til rannsókna sinna á honum að undanförnu. Hún segir að refirnir á Urriðavelli, sem er staðsettur í næsta nágrenni við aðalstöðvar Náttúrufræðistofnunar í Garðabænum, sem getur að líta á meðfylgjandi myndum séu þrír yrðlingar og svo einn fullorðinn. Þess vegna eru þeir svona margir saman.Annar dekkri en hinn ljósari.Svavar GeirRefurinn er einfari að upplagi en stundum heldur tófan, eða kvendýrið, hópnum saman ef um er að ræða fjölskyldu. En, það snýr þá einkum að uppeldinu. „Þeir eru í Heiðmörk, við vitum það, og á þessu svæði. Costco-refurinn sem dæmi, þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk verður vart við þá.“Refirnir hoppa og skoppa í hrauninu.Svavar Geir
Dýr Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira