Gengið styrkist og Icelandair fellur Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2018 12:42 Ætla má að vendingarnar í Kauphöllinni tengist fregnum af skuldafjárútboði WOW Air. Fréttablaðið/Stefán Íslenska krónan hefur styrkst umtalsvert gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum í dag. Til að mynda hefur styrking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal numið um 1,5 prósentum það sem af er degi, og rúmum 2 prósentum gagnvart sænsku krónunni. Þá hefur dagurinn verið nokkuð grænn í Kauphöllinni, að frátaldri lækkun á hlutabréfaverði í Icelandair. Í hádeginu hafði verð í bréfum félagsins fallið um næstum 4 prósent. Eftir hækkun í upphafi vikunnar hafa bréf í Icelandair fallið tvo daga í röð og nemur heilsárslækkunin nú rúmum 50 prósentum.Sjá einnig: Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Ætla má að þessi þróun, gengisstyrking krónunnar og lækkun Icelandair, sé beintengd fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air. Meðfram mikilli svartsýni í garð útboðsins í upphafi vikunnar lækkaði gengi íslensku krónunnar. WOW Air flytur um þriðjung ferðamanna til landsins, með meðfylgjandi gjaldeyri, og óttinn við fall flugfélagsins kann þannig að hafa haft áhrif á framtíðarhorfur krónunnar. Á sama tíma hækkaði hlutabréfaverð í Icelandair, enda myndi brotthvarf WOW Air óneitanlega minnka samkeppnina á íslenskum flugmarkaði. Eftir því sem frekari fregnir berast af skuldafjárútboðinu, eins og til að mynda frétt Fréttablaðsins í morgun um að WOW air sé á lokametrunum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn, hefur þessi þróun snúist við. Gengi krónunnar hefur styrkst tvo daga í röð og gengi Icelandair fallið samhliða. Örla fór á þessari þróun strax á miðvikudag. Þá hækkuðu bréf í Icelandair fyrir hádegi en síðan gekk hækkunin til alveg til baka fyrir lokun markaða. Búist er við formlegri yfirlýsingu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðsins í lok vikunnar. Tengdar fréttir Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær. 14. september 2018 10:49 Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Íslenska krónan hefur styrkst umtalsvert gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum í dag. Til að mynda hefur styrking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal numið um 1,5 prósentum það sem af er degi, og rúmum 2 prósentum gagnvart sænsku krónunni. Þá hefur dagurinn verið nokkuð grænn í Kauphöllinni, að frátaldri lækkun á hlutabréfaverði í Icelandair. Í hádeginu hafði verð í bréfum félagsins fallið um næstum 4 prósent. Eftir hækkun í upphafi vikunnar hafa bréf í Icelandair fallið tvo daga í röð og nemur heilsárslækkunin nú rúmum 50 prósentum.Sjá einnig: Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Ætla má að þessi þróun, gengisstyrking krónunnar og lækkun Icelandair, sé beintengd fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air. Meðfram mikilli svartsýni í garð útboðsins í upphafi vikunnar lækkaði gengi íslensku krónunnar. WOW Air flytur um þriðjung ferðamanna til landsins, með meðfylgjandi gjaldeyri, og óttinn við fall flugfélagsins kann þannig að hafa haft áhrif á framtíðarhorfur krónunnar. Á sama tíma hækkaði hlutabréfaverð í Icelandair, enda myndi brotthvarf WOW Air óneitanlega minnka samkeppnina á íslenskum flugmarkaði. Eftir því sem frekari fregnir berast af skuldafjárútboðinu, eins og til að mynda frétt Fréttablaðsins í morgun um að WOW air sé á lokametrunum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn, hefur þessi þróun snúist við. Gengi krónunnar hefur styrkst tvo daga í röð og gengi Icelandair fallið samhliða. Örla fór á þessari þróun strax á miðvikudag. Þá hækkuðu bréf í Icelandair fyrir hádegi en síðan gekk hækkunin til alveg til baka fyrir lokun markaða. Búist er við formlegri yfirlýsingu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðsins í lok vikunnar.
Tengdar fréttir Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær. 14. september 2018 10:49 Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær. 14. september 2018 10:49
Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05
Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43