Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Björn Berg Gunnarsson skrifar 28. júlí 2025 07:00 Björn Berg Gunnarsson fagnar umræðunni um sparnað. Vísir/Vilhelm Spurning barst frá þrjátíu og tveggja ára karlmanni: Ef maður var heppinn og gat fest húsnæðislán í frekar lágum vöxtum (segjum 5% óverðtryggt), er þá rétt skilið að fyrst lánið er á lægri vöxtum en vextir á sparnaðarreikningum (segjum 7%) þá er alltaf betra að leggja peninginn in á sparnað heldur en inn á lánið? Pælingin væri þá að byrja að borga aukalega inn á lánið um leið og vextirnir losna og verða hærri en vextir sparnaðarreikningsins. Er þetta svo einfalt eða þarf að huga að fleiri breytum? Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Þar gefst lesendum kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni. Takk fyrir afar áhugaverða spurningu. Þetta er einmitt ekki svo einfalt og það þarf sannarlega að huga að fleiri breytum. Samanburðurinn Á blaði virðist samanburðurinn einfaldur. Okkur bjóðast um 7% vextir á bankabókum í dag og enn hærri á ríkisskuldabréfum. Þar sem um fastvaxtalán er að ræða er ekki hætta á að vextir þess hækki þar til vextirnir losna. Þetta ætti að segja okkur að ef um minniháttar fjárhæð er að ræða og engar tekjutengdar bætur eru þegnar kæmi betur út að ávaxta spariféð enn um sinn en að greiða inn á lánið. Það mætti svo taka þær vangaveltur enn lengra og bera langtímaávöxtun hlutabréfa saman við fasta vexti í núverandi lánaumhverfi. Ef vextirnir eru rétt að losna væri jafnvel hægt að festa þá að nýju á um 8% vöxtum, sem er lægra en þau ca. 10% sem vel dreift alþjóðlegt eignasafn hlutabréfa hefur skilað undanfarna áratugi. Ekki gleyma áhættunni Ef dæmið væri svona einfalt væri eins hægt að velta því upp hvort það væri ekki óábyrgt að veðsetja ekki íbúðina eða húsið upp í rjáfur til þess að kaupa hlutabréf eða leggja peninga inn á bankabók. En við gerum það ekki vegna þess að þegar við göngum það langt komum við auga á áhættuþáttinn. Öryggi er verðmætt, rétt eins og vextir og þegar við skuldsetjum okkur erum við alltaf að taka einhverja áhættu. Okkur hættir til að treysta því ýmist að núverandi ástand verði varanlegt eða að ekkert geti farið úrskeiðis og þegar slík rökvilla byrgir okkur sýn vanmetum við gjarnan áhættu og samanburður verður villandi. Muntu greiða inn á lánið síðar? En hvernig læt ég? Vextirnir eru fastir og það ætti nú ekki að vera mikil hætta á bankabókum þessa dagana. Þá leggur þú peningana bara fyrir, bíður til loka fastvaxtatímabilsins og greiðir þá inn á höfuðstólinn eða endurfjármagnar í lægri lánsfjárhæð. Eða hvað? Muntu greiða inn á lánið þegar þar að kemur? Ég hef ekki rekist á íslenskar rannsóknir á þessu áhugaverða viðfangsefni, en vestanhafs hefur nokkrum sinnum verið skoðað hvort fólk standi í raun við stóru orðin. Hvað gerir fólk sem lofað hefur sjálfu sér að greiða aukalega inn á húsnæðislán? Því mistekst. Fæstir greiða inn á lánin, hvort sem litið er á einfaldar fyrirætlanir um viðbótargreiðslur eða markmið um að gera lán upp að fullu yfir skemmri tíma. Reynt hefur verið að rekja þessar áhugaverðu niðurstöður til hegðunar fólks og mats á verðmæti í samhengi við tímasetningar. Við viljum, eða metum meira verðmæti í að nota peninga strax í stað þess að geyma þá og verja með arðbærari hætti síðar meir. Við virðumst auk þess vanmeta áhrif freistinga og þess að eitthvað geti komið upp á. Hvað viltu þá gera? Tölurnar hvetja þig til að geyma féð á bankabókinni enn um sinn, en reynslan segir okkur að þér farnist sennilega, til lengri tíma, betur með því að greiða inn á skuldina í dag. Vissulega þarf að taka tillit til mögulegs uppgreiðslukostnaðar en reynslan segir okkur sömuleiðis að fólk sem greitt hefur aukalega inn á lán sé líklegra til að gera það aftur, sem er afar jákvætt. Þann lærdóm sem ég hef dregið af því að ræða við mikinn fjölda fólks um húsnæðislán þeirra mætti að mestu sjóða niður í tvennt: Annars vegar sér fólk ekki eftir því að hafa greitt niður lán, nema þegar það misskilur verðtryggingu. Hins vegar snúast fjármál öðru fremur um hegðun, viðhorf og nálgun en tölur á blaði. Það er hollt og einfalt að temja sér það viðhorf að vilja ryðja burt lánum og greiða aukalega inn á þau þegar færi gefst. Það er áhættulítið, hvetjandi, einfalt í framkvæmd og hentugt fyrir þá sem vilja feta leiðina að heilbrigðari heimilisfjármálum. Björn Berg Gunnarsson Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Ef maður var heppinn og gat fest húsnæðislán í frekar lágum vöxtum (segjum 5% óverðtryggt), er þá rétt skilið að fyrst lánið er á lægri vöxtum en vextir á sparnaðarreikningum (segjum 7%) þá er alltaf betra að leggja peninginn in á sparnað heldur en inn á lánið? Pælingin væri þá að byrja að borga aukalega inn á lánið um leið og vextirnir losna og verða hærri en vextir sparnaðarreikningsins. Er þetta svo einfalt eða þarf að huga að fleiri breytum? Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Þar gefst lesendum kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni. Takk fyrir afar áhugaverða spurningu. Þetta er einmitt ekki svo einfalt og það þarf sannarlega að huga að fleiri breytum. Samanburðurinn Á blaði virðist samanburðurinn einfaldur. Okkur bjóðast um 7% vextir á bankabókum í dag og enn hærri á ríkisskuldabréfum. Þar sem um fastvaxtalán er að ræða er ekki hætta á að vextir þess hækki þar til vextirnir losna. Þetta ætti að segja okkur að ef um minniháttar fjárhæð er að ræða og engar tekjutengdar bætur eru þegnar kæmi betur út að ávaxta spariféð enn um sinn en að greiða inn á lánið. Það mætti svo taka þær vangaveltur enn lengra og bera langtímaávöxtun hlutabréfa saman við fasta vexti í núverandi lánaumhverfi. Ef vextirnir eru rétt að losna væri jafnvel hægt að festa þá að nýju á um 8% vöxtum, sem er lægra en þau ca. 10% sem vel dreift alþjóðlegt eignasafn hlutabréfa hefur skilað undanfarna áratugi. Ekki gleyma áhættunni Ef dæmið væri svona einfalt væri eins hægt að velta því upp hvort það væri ekki óábyrgt að veðsetja ekki íbúðina eða húsið upp í rjáfur til þess að kaupa hlutabréf eða leggja peninga inn á bankabók. En við gerum það ekki vegna þess að þegar við göngum það langt komum við auga á áhættuþáttinn. Öryggi er verðmætt, rétt eins og vextir og þegar við skuldsetjum okkur erum við alltaf að taka einhverja áhættu. Okkur hættir til að treysta því ýmist að núverandi ástand verði varanlegt eða að ekkert geti farið úrskeiðis og þegar slík rökvilla byrgir okkur sýn vanmetum við gjarnan áhættu og samanburður verður villandi. Muntu greiða inn á lánið síðar? En hvernig læt ég? Vextirnir eru fastir og það ætti nú ekki að vera mikil hætta á bankabókum þessa dagana. Þá leggur þú peningana bara fyrir, bíður til loka fastvaxtatímabilsins og greiðir þá inn á höfuðstólinn eða endurfjármagnar í lægri lánsfjárhæð. Eða hvað? Muntu greiða inn á lánið þegar þar að kemur? Ég hef ekki rekist á íslenskar rannsóknir á þessu áhugaverða viðfangsefni, en vestanhafs hefur nokkrum sinnum verið skoðað hvort fólk standi í raun við stóru orðin. Hvað gerir fólk sem lofað hefur sjálfu sér að greiða aukalega inn á húsnæðislán? Því mistekst. Fæstir greiða inn á lánin, hvort sem litið er á einfaldar fyrirætlanir um viðbótargreiðslur eða markmið um að gera lán upp að fullu yfir skemmri tíma. Reynt hefur verið að rekja þessar áhugaverðu niðurstöður til hegðunar fólks og mats á verðmæti í samhengi við tímasetningar. Við viljum, eða metum meira verðmæti í að nota peninga strax í stað þess að geyma þá og verja með arðbærari hætti síðar meir. Við virðumst auk þess vanmeta áhrif freistinga og þess að eitthvað geti komið upp á. Hvað viltu þá gera? Tölurnar hvetja þig til að geyma féð á bankabókinni enn um sinn, en reynslan segir okkur að þér farnist sennilega, til lengri tíma, betur með því að greiða inn á skuldina í dag. Vissulega þarf að taka tillit til mögulegs uppgreiðslukostnaðar en reynslan segir okkur sömuleiðis að fólk sem greitt hefur aukalega inn á lán sé líklegra til að gera það aftur, sem er afar jákvætt. Þann lærdóm sem ég hef dregið af því að ræða við mikinn fjölda fólks um húsnæðislán þeirra mætti að mestu sjóða niður í tvennt: Annars vegar sér fólk ekki eftir því að hafa greitt niður lán, nema þegar það misskilur verðtryggingu. Hins vegar snúast fjármál öðru fremur um hegðun, viðhorf og nálgun en tölur á blaði. Það er hollt og einfalt að temja sér það viðhorf að vilja ryðja burt lánum og greiða aukalega inn á þau þegar færi gefst. Það er áhættulítið, hvetjandi, einfalt í framkvæmd og hentugt fyrir þá sem vilja feta leiðina að heilbrigðari heimilisfjármálum.
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Þar gefst lesendum kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni.
Björn Berg Gunnarsson Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira