55 starfsmenn á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2018 10:13 Kostnaðurinn við starfsmannahald í Ráðhúsinu hefur aukist um 400 prósent á umliðnum árum. visir/rakel Alls 55 starfsmenn starfa á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Aukinn kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur verið til umfjöllunar í sumar en hann hefur vaxið úr 157 milljónum í 800 milljónir á umliðnum tæpum áratug eða um 409,55 prósent. Í borgarráði í gær kom fram svar við fyrirspurn Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í minnihluta, um stöður og stöðuheiti, þá flokkað eftir sviðum, sem heyra undir Ráðhús Reykjavíkur og Höfðatorg.Vel í lagt í öllum samanburði Eyþór furðar sig á miklum vexti í starfsmannahaldi í samtali við Vísi og bendir til dæmis á til samanburðar að bara á skrifstofu borgarstjóra starfi 55 starfsmenn á meðan 75 starfsmenn starfa á skrifstofu skóla- og frístundasviðs sem sér um alla leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili í borginni. En undir það svið heyra 62 leikskólar með um 6000 börn.Eyþór segir að starfsmannahald hafi blásið út í Ráðhúsinu og kostaðurinn við það kominn uppúr öllu valdi.visir/vilhelm„Þá eru 39 frístundaheimili fyrir um 4100 börn, 24 félagsmiðstöðvar með 175.000 heimsóknir á ári, fjórar skólahljómsveitir þar sem 450 nemendur læra á hljóðfæri, Námsflokkar Reykjavíkur þar sem um 250 manns stunda nám og 1500 manns fá náms- og starfsráðgjöf. Undir sviðið heyra 4300 starfsmenn en um er að ræða eitt stærsta og viðamesta svið borgarinnar,“ segir Eyþór. Og er þá fátt eitt talið. Hann segir að miðað við þennan umfangsmikla rekstur skóla- og frístundasviðs hljóti að vakna sú spurning af hverju 75 starfsmenn geti sinnt þeim umfangsmikla rekstri á meðan 55 starfsmenn starfi á skrifstofu borgarstjóra?10 starfsmenn á mannréttindaskrifstofu en 8 á ÍT Enn fremur vekur Eyþór athygli á því að í þessum samanburði eru eingöngu átta starfsmenn sem starfa á íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar, sem annast allar sundlaugar, íþróttamiðstöðvar, skíðasvæði, Hitt húsið, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, ylströndina og margt fleira.Dagur B. Eggertsson í ræðustól í ráðhúsi Reykvíkinga.Vísir/Anton BrinkÁ sama tíma eru starfsmenn mannréttindastofu fjórðungi fleiri.Jafnframt verður það að teljast sérstakt að mannréttindaskrifstofan sé með 10 starfsmenn þegar að heilt svið á borð við íþrótta- og tómstundasvið kemst af með átta starfsmenn. „Það liggur fyrir í ljósi þessara svara að fara þurfi í gagngera endurskoðun á stjórnsýslunni með það að leiðarljósi að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu,“ segir Eyþór.Kostnaðurinn óútskýrður Eyþór segir kostnaðinn við skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hafa vaxið úr hófi fram, uppúr öllu valdi og sé kostnaður samfara því algerlega óútskýrður. „Til að mynda er ekki haldið verkbókhald á skrifstofunni en Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu þess efnis í borgarráði sem enn er óafgreidd í ráðinu,“ segir Eyþór. Hann telur borgarbúa eiga skýlausan rétt á því að fá upplýsingar um hvers vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara þurfi á 55 starfsmönnum að halda, með tilheyrandi auknum kostnaði, þegar stærstu svið borgarinnar eru með hlutfallslega færri starfsmenn.Vísir reyndi nú í morgun að ná tali af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra en án árangurs. Í tengdum skjölum hér neðar getur að líta svar við fyrirspurninni og nánari útlistun á starfsmannahaldi í Ráðhúsinu.Tengd skjölStöður í stjórnsýslu borgarinnar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Alls 55 starfsmenn starfa á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Aukinn kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur verið til umfjöllunar í sumar en hann hefur vaxið úr 157 milljónum í 800 milljónir á umliðnum tæpum áratug eða um 409,55 prósent. Í borgarráði í gær kom fram svar við fyrirspurn Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í minnihluta, um stöður og stöðuheiti, þá flokkað eftir sviðum, sem heyra undir Ráðhús Reykjavíkur og Höfðatorg.Vel í lagt í öllum samanburði Eyþór furðar sig á miklum vexti í starfsmannahaldi í samtali við Vísi og bendir til dæmis á til samanburðar að bara á skrifstofu borgarstjóra starfi 55 starfsmenn á meðan 75 starfsmenn starfa á skrifstofu skóla- og frístundasviðs sem sér um alla leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili í borginni. En undir það svið heyra 62 leikskólar með um 6000 börn.Eyþór segir að starfsmannahald hafi blásið út í Ráðhúsinu og kostaðurinn við það kominn uppúr öllu valdi.visir/vilhelm„Þá eru 39 frístundaheimili fyrir um 4100 börn, 24 félagsmiðstöðvar með 175.000 heimsóknir á ári, fjórar skólahljómsveitir þar sem 450 nemendur læra á hljóðfæri, Námsflokkar Reykjavíkur þar sem um 250 manns stunda nám og 1500 manns fá náms- og starfsráðgjöf. Undir sviðið heyra 4300 starfsmenn en um er að ræða eitt stærsta og viðamesta svið borgarinnar,“ segir Eyþór. Og er þá fátt eitt talið. Hann segir að miðað við þennan umfangsmikla rekstur skóla- og frístundasviðs hljóti að vakna sú spurning af hverju 75 starfsmenn geti sinnt þeim umfangsmikla rekstri á meðan 55 starfsmenn starfi á skrifstofu borgarstjóra?10 starfsmenn á mannréttindaskrifstofu en 8 á ÍT Enn fremur vekur Eyþór athygli á því að í þessum samanburði eru eingöngu átta starfsmenn sem starfa á íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar, sem annast allar sundlaugar, íþróttamiðstöðvar, skíðasvæði, Hitt húsið, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, ylströndina og margt fleira.Dagur B. Eggertsson í ræðustól í ráðhúsi Reykvíkinga.Vísir/Anton BrinkÁ sama tíma eru starfsmenn mannréttindastofu fjórðungi fleiri.Jafnframt verður það að teljast sérstakt að mannréttindaskrifstofan sé með 10 starfsmenn þegar að heilt svið á borð við íþrótta- og tómstundasvið kemst af með átta starfsmenn. „Það liggur fyrir í ljósi þessara svara að fara þurfi í gagngera endurskoðun á stjórnsýslunni með það að leiðarljósi að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu,“ segir Eyþór.Kostnaðurinn óútskýrður Eyþór segir kostnaðinn við skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hafa vaxið úr hófi fram, uppúr öllu valdi og sé kostnaður samfara því algerlega óútskýrður. „Til að mynda er ekki haldið verkbókhald á skrifstofunni en Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu þess efnis í borgarráði sem enn er óafgreidd í ráðinu,“ segir Eyþór. Hann telur borgarbúa eiga skýlausan rétt á því að fá upplýsingar um hvers vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara þurfi á 55 starfsmönnum að halda, með tilheyrandi auknum kostnaði, þegar stærstu svið borgarinnar eru með hlutfallslega færri starfsmenn.Vísir reyndi nú í morgun að ná tali af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra en án árangurs. Í tengdum skjölum hér neðar getur að líta svar við fyrirspurninni og nánari útlistun á starfsmannahaldi í Ráðhúsinu.Tengd skjölStöður í stjórnsýslu borgarinnar
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira