Lof mér að falla Hörður Ægisson skrifar 14. september 2018 07:00 Tvær tilfinningar ráða jafnan för á fjármálamarkaði. Græðgi og ótti. Við höfum orðið vitni að hvoru tveggja að undanförnu. Allt útlit er fyrir að á því verði framhald í skugga óvissu um stöðu og horfur á flugmarkaði. Miklar sveiflur hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn síðustu daga, ekki hvað síst í tengslum við fréttir af yfirstandandi skuldabréfaútboði WOW air, og þá hefur gengi krónunnar gagnvart evru lækkað um fimm prósent frá mánaðamótum. Sú gengisveiking kann þó að ganga til baka núna þegar Skúla Mogensen, forstjóra og eina hluthafa WOW air, virðist vera að takast – þvert á væntingar margra fyrr í vikunni – að tryggja langtímafjármögnun flugfélagsins. Sá áfangi, sem allir hljóta að fagna, ætti að róa taugar fjárfesta en kastljós þeirra gæti þá hins vegar þess í stað enn á ný beinst að Icelandair. Hvernig sem fer þá er líklega erfiður vetur í vændum. Fáum hefur dulist að gengi krónunnar hefur um langt skeið verið afar sterkt á alla hefðbundna mælikvarða. Fyrir því eru eðlilegar ástæður sem endurspegla undirliggjandi efnahagsaðstæður. Ævintýralegur vöxtur í ferðaþjónustu, sem hefur fylgt mikið gjaldeyrisinnstreymi, hefur átt sinn þátt í því að ýta undir þá gengisstyrkingu en meira kemur samt til. Gríðarmikill afgangur á fjármagnsjöfnuði frá árinu 2015 hefur ekki síður skipt máli. Þar spila meðal annars inn í fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum, hækkandi lánshæfismat ríkissjóðs sem hefur ýtt undir erlendar lántökur banka og fyrirtækja og einnig áður óþekktur áhugi alþjóðlegra fjárfesta á kaupum á íslenskum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum. Það var samt aðeins tímaspursmál hvenær sterkt gengi krónunnar, sem hefur verið til þess fallið að viðhalda meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, myndi fara að hægja á hinum ósjálfbæra vexti í ferðaþjónustu. Sú þróun, sem hófst fyrir nokkrum misserum, hefur aftur ýtt undir væntingar fjárfesta um að krónan kunni að vera undir þrýstingi á næstunni. Sú skoðun þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess, samhliða óvissu um horfur í ferðaþjónustu hér á landi, að lífeyrissjóðirnir eru í stórauknum mæli að fjárfesta erlendis, viðskiptaafgangurinn er að minnka hröðum skrefum en fjármagnsinnflæði í skráð hlutabréf og skuldabréf er á sama tíma að dragast verulega saman á milli ára. Þrátt fyrir nokkurra prósenta lækkun á gengi krónunnar á síðustu tveimur vikum, sem verður seint skilgreint sem einhvers konar gengisfall, þá er hún engu að síður um fimmtán prósentum sterkari en fyrir aðeins þremur árum. Kaupmáttur Íslendinga, mældur í erlendri mynt, hefur þannig sjaldnast verið meiri og Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Hin hliðin á þeim peningi, sem er síður æskileg, er þverrandi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs enda hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað margfalt meira hérlendis en í samanburði við okkar helstu samkeppnisríki á aðeins örfáum árum. Sú staða hefur þrengt verulega að rekstrarskilyrðum útflutningsatvinnuvega landsins, meðal annars flugfélaganna. Fari svo að krónan gefi eitthvað eftir á komandi misserum, sem margt bendir til, þá væri það tæpast einhver heimsendir heldur mögulega eftirsóknarverð þróun og til þess fallin að treysta stöðugleika í hagkerfinu til lengri tíma litið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Tvær tilfinningar ráða jafnan för á fjármálamarkaði. Græðgi og ótti. Við höfum orðið vitni að hvoru tveggja að undanförnu. Allt útlit er fyrir að á því verði framhald í skugga óvissu um stöðu og horfur á flugmarkaði. Miklar sveiflur hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn síðustu daga, ekki hvað síst í tengslum við fréttir af yfirstandandi skuldabréfaútboði WOW air, og þá hefur gengi krónunnar gagnvart evru lækkað um fimm prósent frá mánaðamótum. Sú gengisveiking kann þó að ganga til baka núna þegar Skúla Mogensen, forstjóra og eina hluthafa WOW air, virðist vera að takast – þvert á væntingar margra fyrr í vikunni – að tryggja langtímafjármögnun flugfélagsins. Sá áfangi, sem allir hljóta að fagna, ætti að róa taugar fjárfesta en kastljós þeirra gæti þá hins vegar þess í stað enn á ný beinst að Icelandair. Hvernig sem fer þá er líklega erfiður vetur í vændum. Fáum hefur dulist að gengi krónunnar hefur um langt skeið verið afar sterkt á alla hefðbundna mælikvarða. Fyrir því eru eðlilegar ástæður sem endurspegla undirliggjandi efnahagsaðstæður. Ævintýralegur vöxtur í ferðaþjónustu, sem hefur fylgt mikið gjaldeyrisinnstreymi, hefur átt sinn þátt í því að ýta undir þá gengisstyrkingu en meira kemur samt til. Gríðarmikill afgangur á fjármagnsjöfnuði frá árinu 2015 hefur ekki síður skipt máli. Þar spila meðal annars inn í fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum, hækkandi lánshæfismat ríkissjóðs sem hefur ýtt undir erlendar lántökur banka og fyrirtækja og einnig áður óþekktur áhugi alþjóðlegra fjárfesta á kaupum á íslenskum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum. Það var samt aðeins tímaspursmál hvenær sterkt gengi krónunnar, sem hefur verið til þess fallið að viðhalda meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, myndi fara að hægja á hinum ósjálfbæra vexti í ferðaþjónustu. Sú þróun, sem hófst fyrir nokkrum misserum, hefur aftur ýtt undir væntingar fjárfesta um að krónan kunni að vera undir þrýstingi á næstunni. Sú skoðun þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess, samhliða óvissu um horfur í ferðaþjónustu hér á landi, að lífeyrissjóðirnir eru í stórauknum mæli að fjárfesta erlendis, viðskiptaafgangurinn er að minnka hröðum skrefum en fjármagnsinnflæði í skráð hlutabréf og skuldabréf er á sama tíma að dragast verulega saman á milli ára. Þrátt fyrir nokkurra prósenta lækkun á gengi krónunnar á síðustu tveimur vikum, sem verður seint skilgreint sem einhvers konar gengisfall, þá er hún engu að síður um fimmtán prósentum sterkari en fyrir aðeins þremur árum. Kaupmáttur Íslendinga, mældur í erlendri mynt, hefur þannig sjaldnast verið meiri og Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Hin hliðin á þeim peningi, sem er síður æskileg, er þverrandi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs enda hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað margfalt meira hérlendis en í samanburði við okkar helstu samkeppnisríki á aðeins örfáum árum. Sú staða hefur þrengt verulega að rekstrarskilyrðum útflutningsatvinnuvega landsins, meðal annars flugfélaganna. Fari svo að krónan gefi eitthvað eftir á komandi misserum, sem margt bendir til, þá væri það tæpast einhver heimsendir heldur mögulega eftirsóknarverð þróun og til þess fallin að treysta stöðugleika í hagkerfinu til lengri tíma litið.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun