Stjórn HB Granda hf. hefur samþykkt samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Samningurinn var gerður 7. september síðastliðinn og hefur stjórnin ákveðið að leggja hann fyrir hluthafafund í félaginu til samþykktar. Kaupverð er 12,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HB Granda.
Sjá einnig: HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða
Ögurvík ehf. er útgerðarfélag sem gerir út Vigra RE 71, 2.157 tonna frystitogara. Ögurvík hefur rekið útgerð frá Reykjavík í meira en hálfa öld, en Vigri RE er eitt kvótahæsta fiskiskip íslenska flotans, að því er segir í tilkynningu. Rekstrartekjur Ögurvíkur á árinu 2017 voru 2.197 milljónir króna.
Þá segir jafnframt í tilkynningu að boðað verði til hluthafafundar innan skamms, þar sem kaup á Ögurvík verða lögð fyrir.
Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og verða kaupin fjármögnuð með eigin fé og lánsfjármagni. Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðs.
Stjórnin samþykkir kaup á Ögurvík

Tengdar fréttir

Hagnast um 900 milljónir við söluna
"Þetta eru skynsamleg kaup fyrir HB Granda,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, um kaup útgerðarinnar á Ögurvík af Brimi.

HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða
HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Seljandinn er útgerðarfélagið Brim.