Tvöfaldur Ólympíumeistari lamaðist á æfingu: „Ég lærði að það er í lagi að gráta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2018 08:30 Kristina Vogel verður í hjólastól það sem að eftir er. vísir/getty Kristina Vogel er einn besti innanhúshjólreiðamaður seinni tíma en hún vann bæði gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og í Ríó árið 2016. Hún keppir ekki aftur í íþróttinni sem hún elskar því að hún varð fyrir skelfilegu slysi á æfingu í lok júní á þessu ári sem varð til þess að hún lamaðist og er nú í hjólastól. „Það stóra í þessu var að læra að það er í lagi að gráta. Ég var aldrei týpan sem að grét mikið, sérstaklega ekki þegar að ég vann gullverðlaunin. Ég grét aldrei,“ segir Vogel í viðtali við BBC.Vogel með gullið í Ríó.vísir/gettyMænan í sundur „Stór hluti fjölskyldu minnar og vina hafði aldrei séð mig gráta. En það er í lagi að gráta og líða illa út af þessu. Þetta er slæmt. Ég mun aldrei ganga aftur. Stundum hringi ég í vini mína og við grátum saman í nokkrar mínútur en svo þverra ég tárin og við höldum áfram,“ segir Vogel. Það var 26. júní á þessu ári á hefðbundinni æfingu í Cottbus í Þýskalandi sem að líf Kristinu Vogel breyttist að eilífu. Hraðinn í innanhúshjólreiðum er gífurlegur og lenti hún í árekstri við hollenskan hjólreiðagarp á 65 kílómetra hraða. Höggið varð til þess að mænan á Vogel klipptist í sundur við sjöunda hryggjarlið og afleiðingarnar hefðu vart getað verið verri.Kristina Vogel var ein sú besta.vísir/gettyAllt svart „Þetta var venjulegur dagur. Við vorum búin að undirbúa ýmislegt vegna afmælis Max Levys félaga míns. Ég var að æfa með öðrum liðsfélaga mínum, Pauline Grabosch. Hún var á undan mér, síðan fór hún af stað og síðan man ég ekki meira. Allt verður svart,“ segir Vogel. „Ég rankaði við mér á brautinni og hugsaði bara: „Andaðu, andaðu.“ Skórnir voru teknir af mér og ég fann ekki fyrir fótunum.“ „Ég missti mig ekkert. Ég bað Max Levy bara um að halda í höndina á mér. Ég var hræddari við að vera ein en að geta aldrei gengið aftur. Ég vildi bara að einhver væri hjá mér. Það er kannski svolítið heimskulegt, eða hvað?“ segir Kristina VogeL. Á mögnuðum ferli varð Kristna Vogel tvöfaldur Ólympíumeistari og þá vann hún ellefu heimsmeistaratitla. Aðrar íþróttir Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton dáinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Kristina Vogel er einn besti innanhúshjólreiðamaður seinni tíma en hún vann bæði gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og í Ríó árið 2016. Hún keppir ekki aftur í íþróttinni sem hún elskar því að hún varð fyrir skelfilegu slysi á æfingu í lok júní á þessu ári sem varð til þess að hún lamaðist og er nú í hjólastól. „Það stóra í þessu var að læra að það er í lagi að gráta. Ég var aldrei týpan sem að grét mikið, sérstaklega ekki þegar að ég vann gullverðlaunin. Ég grét aldrei,“ segir Vogel í viðtali við BBC.Vogel með gullið í Ríó.vísir/gettyMænan í sundur „Stór hluti fjölskyldu minnar og vina hafði aldrei séð mig gráta. En það er í lagi að gráta og líða illa út af þessu. Þetta er slæmt. Ég mun aldrei ganga aftur. Stundum hringi ég í vini mína og við grátum saman í nokkrar mínútur en svo þverra ég tárin og við höldum áfram,“ segir Vogel. Það var 26. júní á þessu ári á hefðbundinni æfingu í Cottbus í Þýskalandi sem að líf Kristinu Vogel breyttist að eilífu. Hraðinn í innanhúshjólreiðum er gífurlegur og lenti hún í árekstri við hollenskan hjólreiðagarp á 65 kílómetra hraða. Höggið varð til þess að mænan á Vogel klipptist í sundur við sjöunda hryggjarlið og afleiðingarnar hefðu vart getað verið verri.Kristina Vogel var ein sú besta.vísir/gettyAllt svart „Þetta var venjulegur dagur. Við vorum búin að undirbúa ýmislegt vegna afmælis Max Levys félaga míns. Ég var að æfa með öðrum liðsfélaga mínum, Pauline Grabosch. Hún var á undan mér, síðan fór hún af stað og síðan man ég ekki meira. Allt verður svart,“ segir Vogel. „Ég rankaði við mér á brautinni og hugsaði bara: „Andaðu, andaðu.“ Skórnir voru teknir af mér og ég fann ekki fyrir fótunum.“ „Ég missti mig ekkert. Ég bað Max Levy bara um að halda í höndina á mér. Ég var hræddari við að vera ein en að geta aldrei gengið aftur. Ég vildi bara að einhver væri hjá mér. Það er kannski svolítið heimskulegt, eða hvað?“ segir Kristina VogeL. Á mögnuðum ferli varð Kristna Vogel tvöfaldur Ólympíumeistari og þá vann hún ellefu heimsmeistaratitla.
Aðrar íþróttir Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton dáinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira