Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 23:15 Flórens, séð úr geimnum. Mynd/ESA Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. The Guardian greinir frá.Búist er við að Flórens skelli af miklum krafti á Norður- og Suður-Karólínu á morgun eða föstudag en bæði alríkisyfirvöld sem og yfirvöld í ríkjunum hafa varað við því að fellibylurinn geti orðið einn sá öflugasti sem skollið hafi á austurströnd Bandaríkjanna.Kjarnorkuver á slóð FlórensarYfir milljón manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og miklar umferðartafir hafa myndast á umferðaræðum frá strandbæjum og öðrum svæðum þar sem talið er að fellibylurinn gangi á land.Þá eru minnst sex kjarnorkuver einnig staðsett á þeirri slóð sem búist er við að fellibylurinn fari eftir en búist er við að úrkoma nái allt að 914 millimetrum þegar mest lætur. Þá er einnig búist við að vindhraði geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Í kjarnorkuverunum sex eru sextán kjarnorkuofnar og segja yfirvöld að slökkt verði á þeim tveimur tímum áður en vindhraðinn eykst. Þá eru tveir kjarnorkuofnar í Brunswick í Norður-Karólínu sömu gerðar og voru í kjarnorkuverkinu í Fukushima í Japan sem sprakk árið 2011 eftir jarðskjálfta og mikla flóðbylgju sem honum fylgdi. Eftir slysið í Japan fyrirskipuðu eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum kjarnorkuverum að undirbúa ofna sína betur undir jarðskjálfta og flóð og segja talsmenn Duke Energy, sem reka kjarnorkuver í Norður-Karólínu, að sökum þess séu menn vel undirbúnir undir Flórens.Kolaaskan verður til þegar kol er brennt en í kolasöskunni má finna skaðleg efni á borð við kvikasilfur, blý og arsenik.Vísir/GettyÓttast að milljónir lítra af úrgangi frá svínabúum mengi drykkjarvatn Mesta hættun á mengun er samt sem áður talin vera frá úrgangi frá svínarækt og kolaverum. Menguð kolaaska er grafin í holum víða um ríkin og í Norður-Karólínu eru ríflega tvö þúsund svínabú þar sem ræktuð eru um níu milljón svín. Úrgangur frá svínunum flæðir frá svínabúunum í holur í grennd við búin og talið er að milljónir lítra af menguðum úrgangi megi finna í slíkum holum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna segir að fylgst verði grannt með gangi mála en samtök svínabúa í Norður-Karólínu segja að markvisst hafi verið unnið að því að minnka magnið af úrgangi sem geymt er í holunum í aðdraganda fellibylsins svo að meiri líkur séu á mengunin berist ekki í drykkjarvatn. Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. 10. september 2018 22:43 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. The Guardian greinir frá.Búist er við að Flórens skelli af miklum krafti á Norður- og Suður-Karólínu á morgun eða föstudag en bæði alríkisyfirvöld sem og yfirvöld í ríkjunum hafa varað við því að fellibylurinn geti orðið einn sá öflugasti sem skollið hafi á austurströnd Bandaríkjanna.Kjarnorkuver á slóð FlórensarYfir milljón manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og miklar umferðartafir hafa myndast á umferðaræðum frá strandbæjum og öðrum svæðum þar sem talið er að fellibylurinn gangi á land.Þá eru minnst sex kjarnorkuver einnig staðsett á þeirri slóð sem búist er við að fellibylurinn fari eftir en búist er við að úrkoma nái allt að 914 millimetrum þegar mest lætur. Þá er einnig búist við að vindhraði geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Í kjarnorkuverunum sex eru sextán kjarnorkuofnar og segja yfirvöld að slökkt verði á þeim tveimur tímum áður en vindhraðinn eykst. Þá eru tveir kjarnorkuofnar í Brunswick í Norður-Karólínu sömu gerðar og voru í kjarnorkuverkinu í Fukushima í Japan sem sprakk árið 2011 eftir jarðskjálfta og mikla flóðbylgju sem honum fylgdi. Eftir slysið í Japan fyrirskipuðu eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum kjarnorkuverum að undirbúa ofna sína betur undir jarðskjálfta og flóð og segja talsmenn Duke Energy, sem reka kjarnorkuver í Norður-Karólínu, að sökum þess séu menn vel undirbúnir undir Flórens.Kolaaskan verður til þegar kol er brennt en í kolasöskunni má finna skaðleg efni á borð við kvikasilfur, blý og arsenik.Vísir/GettyÓttast að milljónir lítra af úrgangi frá svínabúum mengi drykkjarvatn Mesta hættun á mengun er samt sem áður talin vera frá úrgangi frá svínarækt og kolaverum. Menguð kolaaska er grafin í holum víða um ríkin og í Norður-Karólínu eru ríflega tvö þúsund svínabú þar sem ræktuð eru um níu milljón svín. Úrgangur frá svínunum flæðir frá svínabúunum í holur í grennd við búin og talið er að milljónir lítra af menguðum úrgangi megi finna í slíkum holum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna segir að fylgst verði grannt með gangi mála en samtök svínabúa í Norður-Karólínu segja að markvisst hafi verið unnið að því að minnka magnið af úrgangi sem geymt er í holunum í aðdraganda fellibylsins svo að meiri líkur séu á mengunin berist ekki í drykkjarvatn.
Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. 10. september 2018 22:43 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15
Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. 10. september 2018 22:43