Einkareknir fjölmiðlar verða styrktir í fyrsta skipti Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2018 19:30 Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði upp á 560 milljónir króna á ári og fjölmiðlar í einkarekstri styrktir sérstaklega samkvæmt aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í dag. Þá verður fjórðungur kostnaðar við útgáfu íslenskra bóka endurgreiddur af ríkinu. Aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, í dag miðar að því að efla hag íslenskunnar. Verja hana hvort sem er í bókum, fjölmiðlum eða í netheimum. Áætlað er að um 400 milljónir á ári fari til að greiða hluta kostnaðar ritstjórna einkarekinna fjölmiðla. Ríkisútvarpinu verður bannað að fá kostun á dagskrárliði og auglýsingatímar verða styttir úr átta mínútum á klukkustund í sex. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mun leggja fram frumvarp um þetta á Alþingi strax upp úr áramótum. „Og við erum að fara með það í opið samráð í nóvember. Umfang þessarar aðgerðar er tæpur milljarður þegar við tökum saman þennan beina stuðning. Tölurnar benda til þess að þegar við setjum inn þessa fjárhæð séum við komin á sama stað og Norðurlöndin. Svo erum við að reyna að jafna samkeppnisstöðuna varðandi auglýsingamarkaðinn,“ segir Lilja.Frá fundinum í Vigdísarhúsi í dag.Vísir/BjörnTöluverður stuðningur er við einkarekina fjölmiðla á hinum Norðurlöndunum en hann hefur enginn verið hér á landi. Ríkisútvarpið fær hins vegar 4,6 milljarða í meðgjöf frá ríkinu og tekur inn um tvo milljarða á ári með auglýsingum. Þá verður virðisaukaskattur á rafrænar áskriftir lækkaður úr 24 prósentum í 11 prósent. Ráðherra mun einnig leggja fram frumvarp um stuðning við útgáfu íslenskra bóka, sem felur í sér endurgreiðslu á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bókanna, í stað þess að fara þá leið að lækka eða afnema virðisaukaskatt á bókum. „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta þyrfti að ná yfir allar bækur (líka erlendar). Þá hefði aðgerðin orðið dýrari, ekki eins markviss. Þannig að við erum að fara nýja leið. Aðalatriðið er að við erum að ná markmiðinu sem ég er mjög ánægð með,“ segir Lilja. Auk þess verður gripið til aðgerða til að efla íslenskuna í netmiðlum, bæði talaða og skrifaða og menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir að kenslustundum í íslensku verði fjölgað, svo fátt eitt sé nefnt.Hér má sjá kynningu menntamálaráðherra í heild sinni. Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera "skrýtin“ 12. september 2018 18:38 Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Aðgerðir til að efla íslenskt mál Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnir í dag aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að styrkja íslenska tungu. 12. september 2018 06:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði upp á 560 milljónir króna á ári og fjölmiðlar í einkarekstri styrktir sérstaklega samkvæmt aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í dag. Þá verður fjórðungur kostnaðar við útgáfu íslenskra bóka endurgreiddur af ríkinu. Aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, í dag miðar að því að efla hag íslenskunnar. Verja hana hvort sem er í bókum, fjölmiðlum eða í netheimum. Áætlað er að um 400 milljónir á ári fari til að greiða hluta kostnaðar ritstjórna einkarekinna fjölmiðla. Ríkisútvarpinu verður bannað að fá kostun á dagskrárliði og auglýsingatímar verða styttir úr átta mínútum á klukkustund í sex. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mun leggja fram frumvarp um þetta á Alþingi strax upp úr áramótum. „Og við erum að fara með það í opið samráð í nóvember. Umfang þessarar aðgerðar er tæpur milljarður þegar við tökum saman þennan beina stuðning. Tölurnar benda til þess að þegar við setjum inn þessa fjárhæð séum við komin á sama stað og Norðurlöndin. Svo erum við að reyna að jafna samkeppnisstöðuna varðandi auglýsingamarkaðinn,“ segir Lilja.Frá fundinum í Vigdísarhúsi í dag.Vísir/BjörnTöluverður stuðningur er við einkarekina fjölmiðla á hinum Norðurlöndunum en hann hefur enginn verið hér á landi. Ríkisútvarpið fær hins vegar 4,6 milljarða í meðgjöf frá ríkinu og tekur inn um tvo milljarða á ári með auglýsingum. Þá verður virðisaukaskattur á rafrænar áskriftir lækkaður úr 24 prósentum í 11 prósent. Ráðherra mun einnig leggja fram frumvarp um stuðning við útgáfu íslenskra bóka, sem felur í sér endurgreiðslu á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bókanna, í stað þess að fara þá leið að lækka eða afnema virðisaukaskatt á bókum. „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta þyrfti að ná yfir allar bækur (líka erlendar). Þá hefði aðgerðin orðið dýrari, ekki eins markviss. Þannig að við erum að fara nýja leið. Aðalatriðið er að við erum að ná markmiðinu sem ég er mjög ánægð með,“ segir Lilja. Auk þess verður gripið til aðgerða til að efla íslenskuna í netmiðlum, bæði talaða og skrifaða og menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir að kenslustundum í íslensku verði fjölgað, svo fátt eitt sé nefnt.Hér má sjá kynningu menntamálaráðherra í heild sinni.
Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera "skrýtin“ 12. september 2018 18:38 Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Aðgerðir til að efla íslenskt mál Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnir í dag aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að styrkja íslenska tungu. 12. september 2018 06:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera "skrýtin“ 12. september 2018 18:38
Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26
Aðgerðir til að efla íslenskt mál Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnir í dag aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að styrkja íslenska tungu. 12. september 2018 06:30