Ísland tapar stigum Þorvaldur Gylfason skrifar 13. september 2018 07:00 Reykjavík – Lýðræði á nú undir högg að sækja víða um heim, einnig í nálægum löndum þar sem sízt skyldi. Ógnin blasir við í Bandaríkjunum og einnig sums staðar í Evrópu. Þetta gerðist ekki í einu vetfangi heldur smám saman. Stjórnmálamenn og flokkar daðra nú sumir opinskátt við fasisma og dásama einræðisseggi. Sums staðar hafa slíkir menn og flokkar náð völdum, t.d. í Póllandi og Ungverjalandi. Annars staðar sækja þeir í sig veðrið í stjórnarandstöðu, jafnvel í Svíþjóð. Sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar í Bandaríkjunum senda frá sér bók eftir bók til að vara fólk við. Hér eru fjórar slíkar frá 2014-2018:Um harðstjórn (Timothy Snyder í Yale-háskóla, On Tyranny),Lýðræði í Bandaríkjunum? (Benjamin Page í Northwestern-háskóla og Martin Gilens í Princeton-háskóla, Democracy in America?),Hvernig lýðræðisríki líða undir lok (Steven Levitsky og Daniel Ziblatt í Harvard-háskóla, How Democracies Die) ogFólkið andspænis lýðræðinu: Hvers vegna frelsi okkar er í hættu og hvernig við getum staðið vörð um það (Yascha Mounk í Harvard-háskóla, The People vs. Democracy: Why Our Freedom Is in Danger and How to Save It).Finnar og Norðmenn með fullt hús stigaMörgum kann að bregða við vitnisburði framangreindra höfunda og annarra um hnignun lýðræðis í Bandaríkjunum sem margir hafa litið á sem forusturíki hins frjálsa heims. Skýrslur Freedom House í Bandaríkjunum, óháðrar stofnunar sem hefur fylgzt með lýðræði um allan heim og kortlagt það samfleytt frá 1972, sýna þó að þessi hnignun hefur átt sér aðdraganda. Frá aldamótum hefur Bandaríkin vantað talsvert upp á fullt hús stiga (100) á lýðræðiskvarða Freedom House þar eð talsvert skortir þar á óskoruð stjórnmála- og borgararéttindi. Frá 2010 til 2018 lækkaði lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna úr 94 í 86 (Pólland fær 85). Noregur hefur alltaf fengið fullt hús stiga, 100, og einnig Finnland frá 2005. Svíar duttu niður í 99 stig 2014 og 2015 vegna óblíðrar meðferðar á flóttamönnum. Danir hafa nú 97 stig af sömu ástæðu og Hollendingar 99. Ástralía og Nýja-Sjáland hafa 98 stig þar eð frumbyggjar landanna þykja ekki búa við sömu réttindi og aðrir borgarar.Fimm ástæðurÍsland hafði fullt hús stiga hjá Freedom House 2004-2009 og datt af ótilgreindum ástæðum niður í 99 stig eftir hrun 2010-2012, fékk síðan aftur 100 stig 2013, 2014 og 2016 og hefur síðan þá fallið niður í 19. sæti listans með 95 stig. Þau hjá Freedom House tilgreina fimm ástæður þess að Ísland tapar stigum:Of náið samband stjórnmálamanna við ýmsa viðskiptahagsmuni.Ónógar varnir gegn spillingu.Ónógt gegnsæi (formaður Sjálfstæðisflokksins er nefndur sérstaklega í skýrslunni).Ónógt frelsi fjölmiðla (lögbannið gegn Stundinni er nefnt sérstaklega og formaður Sjálfstæðisflokksins einnig í því sambandi).Ill meðferð á flóttamönnum.Stjórnarskrá í salti Til samanburðar hafa Finnland, Noregur og Svíþjóð 100 stig á lýðræðislista Freedom House. Holland og Kanada hafa 99 stig, Lúxemborg og Úrúgvæ 98 eins og Ástralía og Nýja-Sjáland. Danmörk, Portúgal og San Marínó hafa 97 stig, Andorra, Barbados, Írland, Japan og Sviss 96 og Belgía og Ísland 95. Ætla má að Ísland færist lengra niður listann þegar þau hjá Freedom House kynnast Alþingi betur og komast að því að þingið hefur m.a. látið undir höfuð leggjast að rannsaka einkavæðingu bankanna og staðfesta nýju stjórnarskrána sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi hélt 2012. Fólkið í landinu þarf að vakna – aftur! – og taka í taumana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Reykjavík – Lýðræði á nú undir högg að sækja víða um heim, einnig í nálægum löndum þar sem sízt skyldi. Ógnin blasir við í Bandaríkjunum og einnig sums staðar í Evrópu. Þetta gerðist ekki í einu vetfangi heldur smám saman. Stjórnmálamenn og flokkar daðra nú sumir opinskátt við fasisma og dásama einræðisseggi. Sums staðar hafa slíkir menn og flokkar náð völdum, t.d. í Póllandi og Ungverjalandi. Annars staðar sækja þeir í sig veðrið í stjórnarandstöðu, jafnvel í Svíþjóð. Sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar í Bandaríkjunum senda frá sér bók eftir bók til að vara fólk við. Hér eru fjórar slíkar frá 2014-2018:Um harðstjórn (Timothy Snyder í Yale-háskóla, On Tyranny),Lýðræði í Bandaríkjunum? (Benjamin Page í Northwestern-háskóla og Martin Gilens í Princeton-háskóla, Democracy in America?),Hvernig lýðræðisríki líða undir lok (Steven Levitsky og Daniel Ziblatt í Harvard-háskóla, How Democracies Die) ogFólkið andspænis lýðræðinu: Hvers vegna frelsi okkar er í hættu og hvernig við getum staðið vörð um það (Yascha Mounk í Harvard-háskóla, The People vs. Democracy: Why Our Freedom Is in Danger and How to Save It).Finnar og Norðmenn með fullt hús stigaMörgum kann að bregða við vitnisburði framangreindra höfunda og annarra um hnignun lýðræðis í Bandaríkjunum sem margir hafa litið á sem forusturíki hins frjálsa heims. Skýrslur Freedom House í Bandaríkjunum, óháðrar stofnunar sem hefur fylgzt með lýðræði um allan heim og kortlagt það samfleytt frá 1972, sýna þó að þessi hnignun hefur átt sér aðdraganda. Frá aldamótum hefur Bandaríkin vantað talsvert upp á fullt hús stiga (100) á lýðræðiskvarða Freedom House þar eð talsvert skortir þar á óskoruð stjórnmála- og borgararéttindi. Frá 2010 til 2018 lækkaði lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna úr 94 í 86 (Pólland fær 85). Noregur hefur alltaf fengið fullt hús stiga, 100, og einnig Finnland frá 2005. Svíar duttu niður í 99 stig 2014 og 2015 vegna óblíðrar meðferðar á flóttamönnum. Danir hafa nú 97 stig af sömu ástæðu og Hollendingar 99. Ástralía og Nýja-Sjáland hafa 98 stig þar eð frumbyggjar landanna þykja ekki búa við sömu réttindi og aðrir borgarar.Fimm ástæðurÍsland hafði fullt hús stiga hjá Freedom House 2004-2009 og datt af ótilgreindum ástæðum niður í 99 stig eftir hrun 2010-2012, fékk síðan aftur 100 stig 2013, 2014 og 2016 og hefur síðan þá fallið niður í 19. sæti listans með 95 stig. Þau hjá Freedom House tilgreina fimm ástæður þess að Ísland tapar stigum:Of náið samband stjórnmálamanna við ýmsa viðskiptahagsmuni.Ónógar varnir gegn spillingu.Ónógt gegnsæi (formaður Sjálfstæðisflokksins er nefndur sérstaklega í skýrslunni).Ónógt frelsi fjölmiðla (lögbannið gegn Stundinni er nefnt sérstaklega og formaður Sjálfstæðisflokksins einnig í því sambandi).Ill meðferð á flóttamönnum.Stjórnarskrá í salti Til samanburðar hafa Finnland, Noregur og Svíþjóð 100 stig á lýðræðislista Freedom House. Holland og Kanada hafa 99 stig, Lúxemborg og Úrúgvæ 98 eins og Ástralía og Nýja-Sjáland. Danmörk, Portúgal og San Marínó hafa 97 stig, Andorra, Barbados, Írland, Japan og Sviss 96 og Belgía og Ísland 95. Ætla má að Ísland færist lengra niður listann þegar þau hjá Freedom House kynnast Alþingi betur og komast að því að þingið hefur m.a. látið undir höfuð leggjast að rannsaka einkavæðingu bankanna og staðfesta nýju stjórnarskrána sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi hélt 2012. Fólkið í landinu þarf að vakna – aftur! – og taka í taumana.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar