Rétti forsetinn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. september 2018 07:00 Þegar kemur að kosningum hefur þjóðin ekki alltaf verið fundvís á besta kostinn. Það var hún þó sannarlega þegar hún valdi Guðna Th. Jóhannesson forseta sinn. Þar gerði hún óneitanlega vel. Hann hefur margt merkilegt til málanna að leggja og áherslur hans einkennast af mannúð – og ekki veitir af í harðneskjulegum heimi. Við þingsetningu á dögunum hélt forsetinn ræðu sem endurspeglar vel umhyggju hans fyrir fólki og hlýju í þess garð. Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? spurði forsetinn sem vill að sjónum sé í auknum mæli beint að lýðheilsu og forvörnum. Þannig, sagði hann, mætti auka heill og hamingju fólks og sennilega spara fé til lengri tíma. Vonandi hafa þingmenn meðtekið orð forsetans og vel færi á því að stjórnvöld settu áherslur hans ofarlega á blað. Þannig væri örugglega hægt að bjarga einhverjum mannslífum. Lífið, sem best væri að við litum á sem dýrmæta gjöf, getur orðið í huga of margra að ánauð og um leið líður fólki skelfilega illa. Þá er skylt að rétta fram hjálparhönd og það má ekki gerast of seint. Forsetinn var í ræðu sinni að fjalla um hluti sem skipta máli, en vék einnig orðum að því sem litlu skiptir og varaði við því að staldrað væri um of við „álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá“, eins og hann orðaði það. Hann vitnaði síðan í orð hins ástsæla Stefáns Karls Stefánssonar um mikilvægi þess að dusta vitleysuna í burtu. Þessi orð áttu einkar vel við í þingsal þar sem mönnum er sérlega lagið að eyða tíma sínum í tilgangslaust karp. Stundum er eins og litið sé á það sem sjálfsagðan hluta af starfinu. Sem er fremur dapurlegt þegar haft er í huga hversu miklu þingmenn gætu raunverulega áorkað beindu þeir kröftum sínum alfarið að verkefnum sem skipta máli fyrir land og þjóð. Þeir mættu oftar íhuga skyldu sína gagnvart fólkinu í landinu og sameinast í góðum verkum fremur en að berja hver á öðrum. Þetta var góð og áminnandi en um leið yfirlætislaus ræða frá forsetanum. Fleiri stjórnmálamenn en þingmenn Alþingis hefðu gott af að sitja undir slíkri ræðu og hvarflar þá hugurinn umsvifalaust til borgarfulltrúa Reykjavíkur. Forsetinn hefði örugglega margt uppbyggilegt við þá að segja. Þjóðin veit að sérhlífni er ekki einkenni á forseta vorum því hann er duglegur að bregða sér af bæ og gengur í alls kyns verkefni og iðulega sýnir sig að hann er hinn besti mannasættir. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hann mæti í Ráðhúsið og haldi þar litla en innihaldsríka tölu yfir borgarfulltrúum og bendi þeim á það að stöðugt karp er tímaeyðsla og að ekki sé til virðingar fallið að mæta pólitískum andstæðingum með skætingi. Skylda þeirra sé að takast á við þungvæg verkefni. Hinn ágæti forseti lýðveldisins er þeirrar gerðar að honum fer vel að beina stjórnmálamönnum á rétta braut. Ekki er vanþörf á. Þeir gleyma of oft að þeir hafa skyldur gagnvart landsmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Þegar kemur að kosningum hefur þjóðin ekki alltaf verið fundvís á besta kostinn. Það var hún þó sannarlega þegar hún valdi Guðna Th. Jóhannesson forseta sinn. Þar gerði hún óneitanlega vel. Hann hefur margt merkilegt til málanna að leggja og áherslur hans einkennast af mannúð – og ekki veitir af í harðneskjulegum heimi. Við þingsetningu á dögunum hélt forsetinn ræðu sem endurspeglar vel umhyggju hans fyrir fólki og hlýju í þess garð. Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? spurði forsetinn sem vill að sjónum sé í auknum mæli beint að lýðheilsu og forvörnum. Þannig, sagði hann, mætti auka heill og hamingju fólks og sennilega spara fé til lengri tíma. Vonandi hafa þingmenn meðtekið orð forsetans og vel færi á því að stjórnvöld settu áherslur hans ofarlega á blað. Þannig væri örugglega hægt að bjarga einhverjum mannslífum. Lífið, sem best væri að við litum á sem dýrmæta gjöf, getur orðið í huga of margra að ánauð og um leið líður fólki skelfilega illa. Þá er skylt að rétta fram hjálparhönd og það má ekki gerast of seint. Forsetinn var í ræðu sinni að fjalla um hluti sem skipta máli, en vék einnig orðum að því sem litlu skiptir og varaði við því að staldrað væri um of við „álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá“, eins og hann orðaði það. Hann vitnaði síðan í orð hins ástsæla Stefáns Karls Stefánssonar um mikilvægi þess að dusta vitleysuna í burtu. Þessi orð áttu einkar vel við í þingsal þar sem mönnum er sérlega lagið að eyða tíma sínum í tilgangslaust karp. Stundum er eins og litið sé á það sem sjálfsagðan hluta af starfinu. Sem er fremur dapurlegt þegar haft er í huga hversu miklu þingmenn gætu raunverulega áorkað beindu þeir kröftum sínum alfarið að verkefnum sem skipta máli fyrir land og þjóð. Þeir mættu oftar íhuga skyldu sína gagnvart fólkinu í landinu og sameinast í góðum verkum fremur en að berja hver á öðrum. Þetta var góð og áminnandi en um leið yfirlætislaus ræða frá forsetanum. Fleiri stjórnmálamenn en þingmenn Alþingis hefðu gott af að sitja undir slíkri ræðu og hvarflar þá hugurinn umsvifalaust til borgarfulltrúa Reykjavíkur. Forsetinn hefði örugglega margt uppbyggilegt við þá að segja. Þjóðin veit að sérhlífni er ekki einkenni á forseta vorum því hann er duglegur að bregða sér af bæ og gengur í alls kyns verkefni og iðulega sýnir sig að hann er hinn besti mannasættir. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hann mæti í Ráðhúsið og haldi þar litla en innihaldsríka tölu yfir borgarfulltrúum og bendi þeim á það að stöðugt karp er tímaeyðsla og að ekki sé til virðingar fallið að mæta pólitískum andstæðingum með skætingi. Skylda þeirra sé að takast á við þungvæg verkefni. Hinn ágæti forseti lýðveldisins er þeirrar gerðar að honum fer vel að beina stjórnmálamönnum á rétta braut. Ekki er vanþörf á. Þeir gleyma of oft að þeir hafa skyldur gagnvart landsmönnum.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun