Forseti Líberíu spilaði með landsliðinu 51 árs gamall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 08:00 George Weah, forseti Líberíu og fyrirliði fótboltalandsliðs þjóðarinna í gær. Vísir/Getty George Weah átti magnaðan knattspyrnuferil og hefur verið forseti Líberíu síðan fyrr á þessu ári. Hann er hins vegar enn að bæta við landsleikjum. George Weah lék í gær með líberíska landsliðinu í vináttulandsleik á móti Nígeríu í Monrovia. Þessi fyrrum frábæri knattspyrnumaður fékk sérstaka kveðjustund með landsliðinu en leikurinn var fullgildur landsleikur. He was named FIFA World Player of the Year back in 1995 At the age of 51, Liberia’s George Weah returned to international action in a friendly against Nigeria yesterday pic.twitter.com/gEZEZzFJTT — FIFA.com (@FIFAcom) September 12, 2018Það var ekki eins og George Weah hafi rétt kíkt inná í nokkrar mínútur. Hann var í byrjunarliðinu, með fyrirliðabandið og spilaði í 79 mínútur. Nígería vann leikinn 2-1. Nígeríska landsliðið skoraði markið sitt úr vítaspyrnu en þá var George Weah farinn af velli.Former World Player of the Year George Weah has put his boots back on. The Liberia president played in an international friendly for his country at the age of 51.https://t.co/IqdaoGxa0kpic.twitter.com/41ECGFeWC2 — BBC Sport (@BBCSport) September 12, 2018Þetta verður þó væntanlega síðasti landsleikurinn hjá George Weah en líberíska knattspyrnusambandið setti hann upp til að formlega setja treyju George Weah (númer 14) upp á vegg. George Weah spilaði alltaf í númer fjórtán en hann átti frábæran feril og var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu fyrstur Afríkumanna. Weah lék meðal annars með liðum Mónakó, Paris Saint-Germain og AC Milan auk þess að reyna líka fyrir sér hjá ensku liðunum Chelsea og Manchester City.FACT OF THE DAY: George Weah is the only serving world leader to have scored in three competitive fixtures against Gillingham. You're welcome. pic.twitter.com/hLiVOcR9cE — Match of the Day (@BBCMOTD) September 12, 2018George Weah tók við sem forseti Líberíu í janúar síðastliðnum og auðvitað fékk hann mikið lófaklapp þegar hann var tekinn af velli á 79. mínútu. Nígería tefldi fram sterku liði í leiknum en þar á meðal voru Leicester City leikmennirnir Wilfred Ndidi og Kelechi Iheanacho. Þetta var landsleikur númer 61 hjá George Weah en sá fyrsti síðan árið 2007. Hann skoraði 22 mörk fyrir landsliðið sitt. Fótbolti Líbería Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
George Weah átti magnaðan knattspyrnuferil og hefur verið forseti Líberíu síðan fyrr á þessu ári. Hann er hins vegar enn að bæta við landsleikjum. George Weah lék í gær með líberíska landsliðinu í vináttulandsleik á móti Nígeríu í Monrovia. Þessi fyrrum frábæri knattspyrnumaður fékk sérstaka kveðjustund með landsliðinu en leikurinn var fullgildur landsleikur. He was named FIFA World Player of the Year back in 1995 At the age of 51, Liberia’s George Weah returned to international action in a friendly against Nigeria yesterday pic.twitter.com/gEZEZzFJTT — FIFA.com (@FIFAcom) September 12, 2018Það var ekki eins og George Weah hafi rétt kíkt inná í nokkrar mínútur. Hann var í byrjunarliðinu, með fyrirliðabandið og spilaði í 79 mínútur. Nígería vann leikinn 2-1. Nígeríska landsliðið skoraði markið sitt úr vítaspyrnu en þá var George Weah farinn af velli.Former World Player of the Year George Weah has put his boots back on. The Liberia president played in an international friendly for his country at the age of 51.https://t.co/IqdaoGxa0kpic.twitter.com/41ECGFeWC2 — BBC Sport (@BBCSport) September 12, 2018Þetta verður þó væntanlega síðasti landsleikurinn hjá George Weah en líberíska knattspyrnusambandið setti hann upp til að formlega setja treyju George Weah (númer 14) upp á vegg. George Weah spilaði alltaf í númer fjórtán en hann átti frábæran feril og var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu fyrstur Afríkumanna. Weah lék meðal annars með liðum Mónakó, Paris Saint-Germain og AC Milan auk þess að reyna líka fyrir sér hjá ensku liðunum Chelsea og Manchester City.FACT OF THE DAY: George Weah is the only serving world leader to have scored in three competitive fixtures against Gillingham. You're welcome. pic.twitter.com/hLiVOcR9cE — Match of the Day (@BBCMOTD) September 12, 2018George Weah tók við sem forseti Líberíu í janúar síðastliðnum og auðvitað fékk hann mikið lófaklapp þegar hann var tekinn af velli á 79. mínútu. Nígería tefldi fram sterku liði í leiknum en þar á meðal voru Leicester City leikmennirnir Wilfred Ndidi og Kelechi Iheanacho. Þetta var landsleikur númer 61 hjá George Weah en sá fyrsti síðan árið 2007. Hann skoraði 22 mörk fyrir landsliðið sitt.
Fótbolti Líbería Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira