Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. september 2018 23:15 Hér má sjá Flórens, lengst til vinstri, en á eftir henni koma Ísak og Helena. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera „skrímsli“. Fastlega er gert ráð fyrir því að Flórens gangi á land seint á fimmtudaginn en fellibylurinn hefur safnað krafti á leið sinni yfir Atlantshafið. Alls er búið að fyrirskipa 1,4 milljónum íbúa í Virginíu og Norður- og Suður-Karólínu að yfirgefa heimili sín. Búist er við að Flórens fylgi gífurlegt úrhelli auk þess sem óttast er að sjór muni flæða upp á land en auk ríkjanna þriggja sem minnst var á hér fyrir ofan hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Maryland og Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna.Hér má sjá kort af áætlaðri slóð fellibylsins „Þessi stormur er skrímsli,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu á blaðamannafundi í dag er hann hvatti þá sem búa við ströndina að flýja fellibylinn áður en hann næði landi. „Þetta er mjög hættulegur, lífshættulegur og sögulegur fellibylur“. Flórens telst nú vera fellibylur að styrkleika fjögur, en mest geta fellibylir náð styrkleika fimm. Vonir eru þó bundnar við að að fellibylurinn muni veikjast áður en hann nær landi. Þó er gert ráð fyrir að vindstyrkur geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Hefur Trump heitið því að engu verðu til sparað til þess að bregðast við fellibylnum sem Trump sagði að væri bæði „ótrúlega stór og ótrúlega blautur.“The safety of American people is my absolute highest priority. Heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! https://t.co/YP7ssITwW9pic.twitter.com/LZIUCgdPTH — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2018 Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera „skrímsli“. Fastlega er gert ráð fyrir því að Flórens gangi á land seint á fimmtudaginn en fellibylurinn hefur safnað krafti á leið sinni yfir Atlantshafið. Alls er búið að fyrirskipa 1,4 milljónum íbúa í Virginíu og Norður- og Suður-Karólínu að yfirgefa heimili sín. Búist er við að Flórens fylgi gífurlegt úrhelli auk þess sem óttast er að sjór muni flæða upp á land en auk ríkjanna þriggja sem minnst var á hér fyrir ofan hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Maryland og Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna.Hér má sjá kort af áætlaðri slóð fellibylsins „Þessi stormur er skrímsli,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu á blaðamannafundi í dag er hann hvatti þá sem búa við ströndina að flýja fellibylinn áður en hann næði landi. „Þetta er mjög hættulegur, lífshættulegur og sögulegur fellibylur“. Flórens telst nú vera fellibylur að styrkleika fjögur, en mest geta fellibylir náð styrkleika fimm. Vonir eru þó bundnar við að að fellibylurinn muni veikjast áður en hann nær landi. Þó er gert ráð fyrir að vindstyrkur geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Hefur Trump heitið því að engu verðu til sparað til þess að bregðast við fellibylnum sem Trump sagði að væri bæði „ótrúlega stór og ótrúlega blautur.“The safety of American people is my absolute highest priority. Heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! https://t.co/YP7ssITwW9pic.twitter.com/LZIUCgdPTH — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2018
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira