Umdeildar leiguþyrlur fá grænt ljós frá áhöfnum Gæslunnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. september 2018 07:15 Super Puma af þeirri gerð sem leysa á tvær núverandi þyrlur Landhelgisgæslunnar af hólmi. „Ég býst við að Landhelgisgæslan taki þessar þyrlur,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Landhelgisgæslan samdi í maí um að fá til sín nýrri gerð af Airbus Super Puma H225 þyrlum í stað tveggja eldri sem hér eru. Gerðin sem er væntanleg á ekki upp á pallborðið í Bretlandi og Noregi eftir mannskæð slys í þessum löndum 2009 og 2016. Eftir að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu um miðjan júlí kallaði Ingvar eftir því að Landhelgisgæslan endurmæti stöðuna. Walter Erhart, þyrluflugstjóri og staðgengill flugrekstrarstjóra, segir að þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar hafi á dögunum fengið ítarlega kynningu á eiginleikum og getu Super Puma H225 þyrlanna. „Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um komu þeirra en ég yrði mjög ánægður ef svo yrði. Að kynningu lokinni var ekki annað að sjá og heyra en að áhafnarmeðlimir teldu komu vélanna vera ákaflega heillavænlegt skref fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Walter.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Menn náttúrlega hrukku í kút þegar þetta gerðist í Suður-Kóreu en það blasir núna við að það er allt önnur atburðarás þar. Við vitum að þetta var ekki gírkassinn sem gaf sig – það er alveg á hreinu,“ segir Ingvar. Slysin í Noregi og Skotlandi eru einmitt rakin til galla í gírkassa. Ingvar segir orsökina hafa verið slit í legum gírkassans. Tvö fyrirtæki hafi framleitt legurnar og Airbus hafi hætt viðskiptum við það fyrirtæki sem framleiddi legurnar sem voru í þyrlunum sem fórust. „Airbus er hreinlega búið að taka þessa legu úr umferð og þar með eru menn í raun og veru búnir að leysa þetta vandamál,“ segir Ingvar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í júlí telur rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi, sem skilaði skýrslu um slysið 2016, að Airbus þyrfti að endurhanna gírkassann. „Rökstuðningurinn að baki þeirri tillögu er dálítið í uppástungustíl,“ segir Ingvar um þetta. Ingvar og Walter minna á að Flugöryggisstofnun Evrópu og eftirlitsaðilar allra landa hafi gefið óskert leyfi til flugs á þyrlunum. „Það er ekkert á borðinu sem vefengir eða truflar það mat og mér heyrist að flugmenn Gæslunnar séu sáttir við farveginn sem málið er í. Og fyrir okkar leyti þá berum við alveg fullt traust til tæknistjóra og flugrekstrarstjóra Gæslunnar um að taka ákvarðanir í þessa veru,“ segir formaður flugöryggisnefndar FÍA. Ekki fékkst staðfest í gær hjá Landhelgisgæslunni hvort endanleg ákvörðun hefði verið tekin um að leigja umræddar þyrlur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
„Ég býst við að Landhelgisgæslan taki þessar þyrlur,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Landhelgisgæslan samdi í maí um að fá til sín nýrri gerð af Airbus Super Puma H225 þyrlum í stað tveggja eldri sem hér eru. Gerðin sem er væntanleg á ekki upp á pallborðið í Bretlandi og Noregi eftir mannskæð slys í þessum löndum 2009 og 2016. Eftir að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu um miðjan júlí kallaði Ingvar eftir því að Landhelgisgæslan endurmæti stöðuna. Walter Erhart, þyrluflugstjóri og staðgengill flugrekstrarstjóra, segir að þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar hafi á dögunum fengið ítarlega kynningu á eiginleikum og getu Super Puma H225 þyrlanna. „Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um komu þeirra en ég yrði mjög ánægður ef svo yrði. Að kynningu lokinni var ekki annað að sjá og heyra en að áhafnarmeðlimir teldu komu vélanna vera ákaflega heillavænlegt skref fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Walter.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Menn náttúrlega hrukku í kút þegar þetta gerðist í Suður-Kóreu en það blasir núna við að það er allt önnur atburðarás þar. Við vitum að þetta var ekki gírkassinn sem gaf sig – það er alveg á hreinu,“ segir Ingvar. Slysin í Noregi og Skotlandi eru einmitt rakin til galla í gírkassa. Ingvar segir orsökina hafa verið slit í legum gírkassans. Tvö fyrirtæki hafi framleitt legurnar og Airbus hafi hætt viðskiptum við það fyrirtæki sem framleiddi legurnar sem voru í þyrlunum sem fórust. „Airbus er hreinlega búið að taka þessa legu úr umferð og þar með eru menn í raun og veru búnir að leysa þetta vandamál,“ segir Ingvar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í júlí telur rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi, sem skilaði skýrslu um slysið 2016, að Airbus þyrfti að endurhanna gírkassann. „Rökstuðningurinn að baki þeirri tillögu er dálítið í uppástungustíl,“ segir Ingvar um þetta. Ingvar og Walter minna á að Flugöryggisstofnun Evrópu og eftirlitsaðilar allra landa hafi gefið óskert leyfi til flugs á þyrlunum. „Það er ekkert á borðinu sem vefengir eða truflar það mat og mér heyrist að flugmenn Gæslunnar séu sáttir við farveginn sem málið er í. Og fyrir okkar leyti þá berum við alveg fullt traust til tæknistjóra og flugrekstrarstjóra Gæslunnar um að taka ákvarðanir í þessa veru,“ segir formaður flugöryggisnefndar FÍA. Ekki fékkst staðfest í gær hjá Landhelgisgæslunni hvort endanleg ákvörðun hefði verið tekin um að leigja umræddar þyrlur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira