Gefa lítið fyrir harða gagnrýni á umdeilda skopmynd af Serenu Williams Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. september 2018 21:06 Serena var mjög ósátt við dómara leiksins vísir/getty Ritstjórn ástralska dagblaðsins Herald Sun gefur lítið fyrir harða gagnrýni sem blaðið hefur fengið eftir að það birti umdeilda skopmynd af íþróttakonunni Serenu Williams. BBC greinir frá. Blaðið birti skopmyndina í gær en þar var gert grín að atviki sem átti sér stað á US Open tennismótinu í Bandaríkjunum um helgina. Þar varð Williams verulega ósátt við dómara úrslitaviðureign hennar og Naomi Osaka og lét hún dómarann heyra það. Orðaskipti hennar og dómarans hafa vakið mikla athygli en Williams hefur meðal annars sagt að ef hún væri karlmaður hefði dómarinn aldrei komið eins fram við hana og hann gerði í úrslitaviðureigninni.Well done on reducing one of the greatest sportswomen alive to racist and sexist tropes and turning a second great sportswoman into a faceless prop. https://t.co/YOxVMuTXEC — J.K. Rowling (@jk_rowling) September 10, 2018Í skopmyndinni má sjá Williams öskureiða, stappandi á tennisspaða hennar á meðan dómarinn spyr andstæðing hennar hvort hún sé ekki til í að leyfa Williams að vinna. Skopmyndin var meðal annars gagnrýnd af rithöfundinn J.K. Rowling sem sagði hana byggja á kynþáttafordómum og karlrembu.Skopmyndin umdeilda.Vísir/AFPÍ tísti varði Damon Johnston, ritstjóri blaðsins, ákvörðunina um að birta skopmyndina og sagði að eina markmið skopmyndarinnar væri að gagnrýna „slæma hegðun“ Williams á US Open.Þá birti Johnston mynd af forsíðu blaðsins sem kemur út á morgun. Þar má sjá aðra skopmynd eftir skopmyndahöfundinn Mark Knight undir fyrirsögninni „Velkomin í heim pólitískrar rétthugsunar.“ Í millifyrirsögn segir jafnframt: „Ef hinu sjálfsskipuðu gagnrýnendur Mark Knight fá sínu framgengt vegna skopmyndarinnar af Serenu Williams mun okkar nýja pólítískt rétthugsaða líf vera afar leiðinlegt.“Forsíðuna má sjá hér að neðan.Tomorrow's @theheraldsun front page tonight #auspol#springstpic.twitter.com/2nuLbKppku — damon johnston (@damonheraldsun) September 11, 2018 Tennis Tengdar fréttir Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis. 9. september 2018 10:00 Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun. 10. september 2018 08:00 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Sjá meira
Ritstjórn ástralska dagblaðsins Herald Sun gefur lítið fyrir harða gagnrýni sem blaðið hefur fengið eftir að það birti umdeilda skopmynd af íþróttakonunni Serenu Williams. BBC greinir frá. Blaðið birti skopmyndina í gær en þar var gert grín að atviki sem átti sér stað á US Open tennismótinu í Bandaríkjunum um helgina. Þar varð Williams verulega ósátt við dómara úrslitaviðureign hennar og Naomi Osaka og lét hún dómarann heyra það. Orðaskipti hennar og dómarans hafa vakið mikla athygli en Williams hefur meðal annars sagt að ef hún væri karlmaður hefði dómarinn aldrei komið eins fram við hana og hann gerði í úrslitaviðureigninni.Well done on reducing one of the greatest sportswomen alive to racist and sexist tropes and turning a second great sportswoman into a faceless prop. https://t.co/YOxVMuTXEC — J.K. Rowling (@jk_rowling) September 10, 2018Í skopmyndinni má sjá Williams öskureiða, stappandi á tennisspaða hennar á meðan dómarinn spyr andstæðing hennar hvort hún sé ekki til í að leyfa Williams að vinna. Skopmyndin var meðal annars gagnrýnd af rithöfundinn J.K. Rowling sem sagði hana byggja á kynþáttafordómum og karlrembu.Skopmyndin umdeilda.Vísir/AFPÍ tísti varði Damon Johnston, ritstjóri blaðsins, ákvörðunina um að birta skopmyndina og sagði að eina markmið skopmyndarinnar væri að gagnrýna „slæma hegðun“ Williams á US Open.Þá birti Johnston mynd af forsíðu blaðsins sem kemur út á morgun. Þar má sjá aðra skopmynd eftir skopmyndahöfundinn Mark Knight undir fyrirsögninni „Velkomin í heim pólitískrar rétthugsunar.“ Í millifyrirsögn segir jafnframt: „Ef hinu sjálfsskipuðu gagnrýnendur Mark Knight fá sínu framgengt vegna skopmyndarinnar af Serenu Williams mun okkar nýja pólítískt rétthugsaða líf vera afar leiðinlegt.“Forsíðuna má sjá hér að neðan.Tomorrow's @theheraldsun front page tonight #auspol#springstpic.twitter.com/2nuLbKppku — damon johnston (@damonheraldsun) September 11, 2018
Tennis Tengdar fréttir Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis. 9. september 2018 10:00 Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun. 10. september 2018 08:00 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Sjá meira
Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis. 9. september 2018 10:00
Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun. 10. september 2018 08:00
Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30