Vannýttar borholur notaðar til sjóbaða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. september 2018 20:30 Með nýju baðlóni á Húsavíkurhöfða er vonast eftir að ferðamenn dvelji lengur á Húsavík en það hefur verið ein helsta áskorun ferðaþjónustunnar á svæðinu. Vatnið kemur úr tveimur borholum sem ekki tókst að nýta sökum sjávarseltu. Í desember á síðasta ári hófust framkvæmdir við uppbyggingu baðstaðar á Húsavíkurhöfða en jarðhiti svæðisins hefur lengi verið þekktur og jafnvel nýttur til baða og þvotta fyrr á tímum. Nú níu mánuðum síðar hefur 600 fermetra þjónustuhús með búninga- og veitingaaðstöðu verið reist og fimm hundruð fermetra útisvæði með nokkrum baðlaugum. Stefnt var að því að opna í júní en framkvæmdir drógust um rúma tvo mánuði en opnað var formlega nú í lok ágúst. Upp úr miðri síðustu öld hófst leit að heitu vatni til húshitunnar á svæðinu en tvær borholur sem gáfu af sér heitan sjó sem reyndist of steinefnaríkar fyrir hitaveitukerfi. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri Sjóbaðanna, GeoSeaVísir/Eva„Þetta eru gamlar holur sem aldrei hafa verið nýttar út af seltu. Þetta er einn þriðji af seltu sjávar,“ sagði Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri Sjóbaðanna, GeoSea. Af þeim ástæðum er vatnið talið einstaklega heilsusamlegt til baða og áratugum síðar hófust tilraunir með að nýta hann á þann hátt. Gamalt ostakar sem flutt var á höfðann í þeim tilgangi sem naut mikilla vinsælda. Í dag er aðstaðan með glæsilegasta móti. Byggingin er hönnuð af Basalt arkitektar með útsýni yfir Skjálfanda, Kinnarfjöll og allt norður að heimskautsbaug. „Þetta er 30°c heitt vatn sem kemur úr Eimskipsholunni svokölluðu og svo er þetta 102°c heitt vatn sem við tökum úr Ostakarsholunni og skeytum þeim saman og fáum passlegan 37°c til 42°c hérna, en mismunandi eftir pottum,“ segir Sigurjón. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein í samfélaginu á Húsavík og ein helsta áskorun ferðaþjónustuaðila hefur verið að halda ferðamönnum á svæðinu en meðal dvalartími hvers og eins hefur að jafnaði verið undir fimm klukkustundum. „Hingað til hafa þeir ekki stoppa lengi hér á svæðinu en núna vonumst við til að þeir taki eina til tvær nætur og nýti þjónustuna sem er í boði og til staðar meira,“ segir Sigurjón. Ferðamennska á Íslandi Orkumál Tengdar fréttir Fyrsta skóflustungan að sjóböðum við Húsavík tekin Verða lónin fyllt með heitum sjó sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfðanum. 14. september 2016 10:04 Sjóböðin á Húsavíkurhöfða opnuð á föstudaginn Framkvæmdin kostar um 500 til 600 milljónir króna. 29. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Með nýju baðlóni á Húsavíkurhöfða er vonast eftir að ferðamenn dvelji lengur á Húsavík en það hefur verið ein helsta áskorun ferðaþjónustunnar á svæðinu. Vatnið kemur úr tveimur borholum sem ekki tókst að nýta sökum sjávarseltu. Í desember á síðasta ári hófust framkvæmdir við uppbyggingu baðstaðar á Húsavíkurhöfða en jarðhiti svæðisins hefur lengi verið þekktur og jafnvel nýttur til baða og þvotta fyrr á tímum. Nú níu mánuðum síðar hefur 600 fermetra þjónustuhús með búninga- og veitingaaðstöðu verið reist og fimm hundruð fermetra útisvæði með nokkrum baðlaugum. Stefnt var að því að opna í júní en framkvæmdir drógust um rúma tvo mánuði en opnað var formlega nú í lok ágúst. Upp úr miðri síðustu öld hófst leit að heitu vatni til húshitunnar á svæðinu en tvær borholur sem gáfu af sér heitan sjó sem reyndist of steinefnaríkar fyrir hitaveitukerfi. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri Sjóbaðanna, GeoSeaVísir/Eva„Þetta eru gamlar holur sem aldrei hafa verið nýttar út af seltu. Þetta er einn þriðji af seltu sjávar,“ sagði Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri Sjóbaðanna, GeoSea. Af þeim ástæðum er vatnið talið einstaklega heilsusamlegt til baða og áratugum síðar hófust tilraunir með að nýta hann á þann hátt. Gamalt ostakar sem flutt var á höfðann í þeim tilgangi sem naut mikilla vinsælda. Í dag er aðstaðan með glæsilegasta móti. Byggingin er hönnuð af Basalt arkitektar með útsýni yfir Skjálfanda, Kinnarfjöll og allt norður að heimskautsbaug. „Þetta er 30°c heitt vatn sem kemur úr Eimskipsholunni svokölluðu og svo er þetta 102°c heitt vatn sem við tökum úr Ostakarsholunni og skeytum þeim saman og fáum passlegan 37°c til 42°c hérna, en mismunandi eftir pottum,“ segir Sigurjón. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein í samfélaginu á Húsavík og ein helsta áskorun ferðaþjónustuaðila hefur verið að halda ferðamönnum á svæðinu en meðal dvalartími hvers og eins hefur að jafnaði verið undir fimm klukkustundum. „Hingað til hafa þeir ekki stoppa lengi hér á svæðinu en núna vonumst við til að þeir taki eina til tvær nætur og nýti þjónustuna sem er í boði og til staðar meira,“ segir Sigurjón.
Ferðamennska á Íslandi Orkumál Tengdar fréttir Fyrsta skóflustungan að sjóböðum við Húsavík tekin Verða lónin fyllt með heitum sjó sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfðanum. 14. september 2016 10:04 Sjóböðin á Húsavíkurhöfða opnuð á föstudaginn Framkvæmdin kostar um 500 til 600 milljónir króna. 29. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að sjóböðum við Húsavík tekin Verða lónin fyllt með heitum sjó sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfðanum. 14. september 2016 10:04
Sjóböðin á Húsavíkurhöfða opnuð á föstudaginn Framkvæmdin kostar um 500 til 600 milljónir króna. 29. ágúst 2018 11:30