Vannýttar borholur notaðar til sjóbaða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. september 2018 20:30 Með nýju baðlóni á Húsavíkurhöfða er vonast eftir að ferðamenn dvelji lengur á Húsavík en það hefur verið ein helsta áskorun ferðaþjónustunnar á svæðinu. Vatnið kemur úr tveimur borholum sem ekki tókst að nýta sökum sjávarseltu. Í desember á síðasta ári hófust framkvæmdir við uppbyggingu baðstaðar á Húsavíkurhöfða en jarðhiti svæðisins hefur lengi verið þekktur og jafnvel nýttur til baða og þvotta fyrr á tímum. Nú níu mánuðum síðar hefur 600 fermetra þjónustuhús með búninga- og veitingaaðstöðu verið reist og fimm hundruð fermetra útisvæði með nokkrum baðlaugum. Stefnt var að því að opna í júní en framkvæmdir drógust um rúma tvo mánuði en opnað var formlega nú í lok ágúst. Upp úr miðri síðustu öld hófst leit að heitu vatni til húshitunnar á svæðinu en tvær borholur sem gáfu af sér heitan sjó sem reyndist of steinefnaríkar fyrir hitaveitukerfi. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri Sjóbaðanna, GeoSeaVísir/Eva„Þetta eru gamlar holur sem aldrei hafa verið nýttar út af seltu. Þetta er einn þriðji af seltu sjávar,“ sagði Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri Sjóbaðanna, GeoSea. Af þeim ástæðum er vatnið talið einstaklega heilsusamlegt til baða og áratugum síðar hófust tilraunir með að nýta hann á þann hátt. Gamalt ostakar sem flutt var á höfðann í þeim tilgangi sem naut mikilla vinsælda. Í dag er aðstaðan með glæsilegasta móti. Byggingin er hönnuð af Basalt arkitektar með útsýni yfir Skjálfanda, Kinnarfjöll og allt norður að heimskautsbaug. „Þetta er 30°c heitt vatn sem kemur úr Eimskipsholunni svokölluðu og svo er þetta 102°c heitt vatn sem við tökum úr Ostakarsholunni og skeytum þeim saman og fáum passlegan 37°c til 42°c hérna, en mismunandi eftir pottum,“ segir Sigurjón. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein í samfélaginu á Húsavík og ein helsta áskorun ferðaþjónustuaðila hefur verið að halda ferðamönnum á svæðinu en meðal dvalartími hvers og eins hefur að jafnaði verið undir fimm klukkustundum. „Hingað til hafa þeir ekki stoppa lengi hér á svæðinu en núna vonumst við til að þeir taki eina til tvær nætur og nýti þjónustuna sem er í boði og til staðar meira,“ segir Sigurjón. Ferðamennska á Íslandi Orkumál Tengdar fréttir Fyrsta skóflustungan að sjóböðum við Húsavík tekin Verða lónin fyllt með heitum sjó sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfðanum. 14. september 2016 10:04 Sjóböðin á Húsavíkurhöfða opnuð á föstudaginn Framkvæmdin kostar um 500 til 600 milljónir króna. 29. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Með nýju baðlóni á Húsavíkurhöfða er vonast eftir að ferðamenn dvelji lengur á Húsavík en það hefur verið ein helsta áskorun ferðaþjónustunnar á svæðinu. Vatnið kemur úr tveimur borholum sem ekki tókst að nýta sökum sjávarseltu. Í desember á síðasta ári hófust framkvæmdir við uppbyggingu baðstaðar á Húsavíkurhöfða en jarðhiti svæðisins hefur lengi verið þekktur og jafnvel nýttur til baða og þvotta fyrr á tímum. Nú níu mánuðum síðar hefur 600 fermetra þjónustuhús með búninga- og veitingaaðstöðu verið reist og fimm hundruð fermetra útisvæði með nokkrum baðlaugum. Stefnt var að því að opna í júní en framkvæmdir drógust um rúma tvo mánuði en opnað var formlega nú í lok ágúst. Upp úr miðri síðustu öld hófst leit að heitu vatni til húshitunnar á svæðinu en tvær borholur sem gáfu af sér heitan sjó sem reyndist of steinefnaríkar fyrir hitaveitukerfi. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri Sjóbaðanna, GeoSeaVísir/Eva„Þetta eru gamlar holur sem aldrei hafa verið nýttar út af seltu. Þetta er einn þriðji af seltu sjávar,“ sagði Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri Sjóbaðanna, GeoSea. Af þeim ástæðum er vatnið talið einstaklega heilsusamlegt til baða og áratugum síðar hófust tilraunir með að nýta hann á þann hátt. Gamalt ostakar sem flutt var á höfðann í þeim tilgangi sem naut mikilla vinsælda. Í dag er aðstaðan með glæsilegasta móti. Byggingin er hönnuð af Basalt arkitektar með útsýni yfir Skjálfanda, Kinnarfjöll og allt norður að heimskautsbaug. „Þetta er 30°c heitt vatn sem kemur úr Eimskipsholunni svokölluðu og svo er þetta 102°c heitt vatn sem við tökum úr Ostakarsholunni og skeytum þeim saman og fáum passlegan 37°c til 42°c hérna, en mismunandi eftir pottum,“ segir Sigurjón. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein í samfélaginu á Húsavík og ein helsta áskorun ferðaþjónustuaðila hefur verið að halda ferðamönnum á svæðinu en meðal dvalartími hvers og eins hefur að jafnaði verið undir fimm klukkustundum. „Hingað til hafa þeir ekki stoppa lengi hér á svæðinu en núna vonumst við til að þeir taki eina til tvær nætur og nýti þjónustuna sem er í boði og til staðar meira,“ segir Sigurjón.
Ferðamennska á Íslandi Orkumál Tengdar fréttir Fyrsta skóflustungan að sjóböðum við Húsavík tekin Verða lónin fyllt með heitum sjó sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfðanum. 14. september 2016 10:04 Sjóböðin á Húsavíkurhöfða opnuð á föstudaginn Framkvæmdin kostar um 500 til 600 milljónir króna. 29. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að sjóböðum við Húsavík tekin Verða lónin fyllt með heitum sjó sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfðanum. 14. september 2016 10:04
Sjóböðin á Húsavíkurhöfða opnuð á föstudaginn Framkvæmdin kostar um 500 til 600 milljónir króna. 29. ágúst 2018 11:30