Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2018 16:05 Hér má sjá gengi krónunnar gagnvart evru síðustu 12 mánuði. Vísir/Keldan/Vilhelm Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. Seðlabankinn beitti ákveðnum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag en Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri á skrifstofu Seðlabankans, segir í samtali við Vísi að það hafi verið gert í samræmi við yfirlýsingar peningastefnunefndar. Hann segir ekki hægt að upplýsa frekar um aðgerðirnar á þessu stigi. Hann minnir á, og vísar í vinnureglur Seðlabankans í því samhengi, að tölur og aðrar upplýsingar um aðgerðir Seðlabankans eru birtar á vef bankans tveimur dögum eftir aðgerðir.Óvissa með WOW Air gæti haft áhrif Óvissa með stöðuna á WOW Air gæti hafa haft þau áhrif að fjárfestar sem voru farnir að hugsa sér til hreyfings fóru með fjármagn úr landi, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Hann segir í samtali við Vísi að undanfarnar vikur og mánuði hafi byggst upp væntingar þess efnis að þegar hápunkti ferðamannatímans væri náð þá myndi hægja á gjaldeyrisflæði frá þeim geira og að umhverfi krónunnar gæti þyngst.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.VísirOfan í það koma fréttir af óvissunni varðandi flugfélagið WOW Air og fleira í þeim dúr sem magna enn frekar upp óvissuna um hvert stefnir allra næstu vikur og mánuði. „Svo virðist koma að því núna eftir mánaðarmótin. Það kemur alltaf mikið gjaldeyrisinnflæði frá öðrum sem þurfa að selja gjaldeyri til að borga laun og kostnað. Þegar það var frá þá var eins og markaðurinn hefði ákveðið að núna væri þessi tími runninn upp, þar sem eitthvað lát yrði á gjaldeyrisinnflæðinu hvort sem það gengur til baka eða ekki,“ segir Jón Bjarki.Þrýstingur á krónuna fann farveg Eftir því sem lengra leið og þessi skoðun verður almennari byggðist smám saman upp þrýstingur á krónuna sem finnur farveg í síðustu viku og fram að deginum í dag. Hann segir að töluvert hafi verið um gjaldeyriskaup en bendir á að svona miklar krónuhreyfingar þurfi ekki mikla veltu því markaðurinn á Íslandi sé grunnur. Hins vegar hafi verið allmikil hreyfing á millibankamarkaði, sem er innbyrðis gjaldeyrismarkaður íslensku bankanna, en Jón Bjarki bendir á að fáir séu um hituna á gjaldeyrismarkaði í dag.Haustið og veturinn lítur vel út Jón Bjarki segir of snemmt að segja til um hvort þessi veiking sé komin til að vera. Hafa verði í huga að þó háannatími ferðaþjónustunnar sé að líða þá sé árið í ár metár þegar kemur að fjölda ferðamanna og þeir muni halda áfram að koma í stórum stíl. Haustið og veturinn virðist líta ágætlega út þó það sé ekki mikill vöxtur. „Það eru ekki teikn um einhvern verulegan samdrátt eða slíkt og það þýðir auðvitað að það er koma gjaldeyrisflæði frá þeim geira og í vaxandi mæli reyndar frá sjávarútvegi líka þar sem hefur árað nokkuð vel,“ segir Jón Bjarki. Hann segir innbyggt í gjaldeyrismarkað Íslendinga einhverskonar dempun. Þegar svona umtalsverð hreyfing verður þá hugsi menn sig um hvort það sé rétti tíminn til að kaupa erlendar eignir strax í kjölfarið. „Á sama tíma og landið verður svolítið ódýrara og ákjósanlegri kostur, bæði fyrir þá sem vilja fjárfesta inn í landið og þá sem hingað vilja koma.“Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Seðlabankinn beitti ákveðnum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag.VÍSIR/ANTON BRINKUndirstöðurnar traustar Hann minnir á að undirstöðurnar á íslenska markaðinum séu traustar en getur ekki sagt til um hvort þessi gildi sem krónan er í núna séu einhverskonar jafnvægisgildi eða hvort hún muni veikjast eða styrkjast. „Það sem ég veit að þau eru að minnsta kosti töluvert nær jafnvægi. Krónan var sterk fyrir þessa hreyfingu en ekki fram úr hófi sterk. Hún var ekki komin á þann stað að útflutningsgreinarnar ættu mjög erfitt uppdráttar. Að við værum komin í mjög mikinn viðskiptahalla eða þessi teikn um að gengið sé mjög mikið frá jafnvæginu. Ef eitthvað er þá hjálpar hreyfingin núna til að færa hagkerfið okkar nær einhverskonar jafnvægi gagnvart útlöndum,“ segir Jón Bjarki og bendir á að Ísland í dag sé í raun lánadrottinn en ekki skuldari. „Stoðir hagkerfisins eru allt aðrar en var þegar við vorum að fá fjármagnsflótta og mikið gengisfall hér á árum áður. Seðlabankinn er með mjög myndarlegan gjaldeyrisforða sem er hugsaður til að milda snarpar hreyfingar ef þær verða umtalsverðar á stuttum tíma.“ Segir hann forðann um fimm milljarða evra og sé hann settur í samhengi við utanríkisviðskipti og skammtímaskuldir þá dugi hann til að afstýra skelli.Hefur áhrif á þá sem höfðu hugsað sér til hreyfings Hann segir að ef veiking krónunnar gangi ekki til baka á nokkrum vikum muni þessa staða birtast í verðlagi á matvöru og bensíni í október. Enn sé of snemmt að segja til um það því þessi veiking gæti gengið til baka fyrir þann tíma. Spurður hvort að það sé tilfellið að fjárfestar séu að flytja fjármagn úr landi vegna ótta við stöðu Wow Air segir Jón Bjarki að mögulega valdi sú óvissa því að þeir sem voru farnir að hugsa sér til hreyfings hafi ákveðið að ríða á vaðið. „En það er ekki þannig að menn séu að hlaupa til í stórum stíl og losa fé til að fara með það erlendis. Markaðurinn er ekki það stór og hreyfingar ekki það miklar að það væri líkleg skýring. Og mér heyrist það ekki í kringum mig og aftur minni ég á að við erum með miklu styrkari stoðir varðandi gjaldeyrismarkaðinn og greinin er þrátt fyrir allt í vexti þó hann sé orðinn hægur.“ Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Verjast fregna af gengi útboðs Engar upplýsingar fást um gengi skuldabréfaútboðs WOW air þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 11. september 2018 06:00 Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. Seðlabankinn beitti ákveðnum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag en Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri á skrifstofu Seðlabankans, segir í samtali við Vísi að það hafi verið gert í samræmi við yfirlýsingar peningastefnunefndar. Hann segir ekki hægt að upplýsa frekar um aðgerðirnar á þessu stigi. Hann minnir á, og vísar í vinnureglur Seðlabankans í því samhengi, að tölur og aðrar upplýsingar um aðgerðir Seðlabankans eru birtar á vef bankans tveimur dögum eftir aðgerðir.Óvissa með WOW Air gæti haft áhrif Óvissa með stöðuna á WOW Air gæti hafa haft þau áhrif að fjárfestar sem voru farnir að hugsa sér til hreyfings fóru með fjármagn úr landi, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Hann segir í samtali við Vísi að undanfarnar vikur og mánuði hafi byggst upp væntingar þess efnis að þegar hápunkti ferðamannatímans væri náð þá myndi hægja á gjaldeyrisflæði frá þeim geira og að umhverfi krónunnar gæti þyngst.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.VísirOfan í það koma fréttir af óvissunni varðandi flugfélagið WOW Air og fleira í þeim dúr sem magna enn frekar upp óvissuna um hvert stefnir allra næstu vikur og mánuði. „Svo virðist koma að því núna eftir mánaðarmótin. Það kemur alltaf mikið gjaldeyrisinnflæði frá öðrum sem þurfa að selja gjaldeyri til að borga laun og kostnað. Þegar það var frá þá var eins og markaðurinn hefði ákveðið að núna væri þessi tími runninn upp, þar sem eitthvað lát yrði á gjaldeyrisinnflæðinu hvort sem það gengur til baka eða ekki,“ segir Jón Bjarki.Þrýstingur á krónuna fann farveg Eftir því sem lengra leið og þessi skoðun verður almennari byggðist smám saman upp þrýstingur á krónuna sem finnur farveg í síðustu viku og fram að deginum í dag. Hann segir að töluvert hafi verið um gjaldeyriskaup en bendir á að svona miklar krónuhreyfingar þurfi ekki mikla veltu því markaðurinn á Íslandi sé grunnur. Hins vegar hafi verið allmikil hreyfing á millibankamarkaði, sem er innbyrðis gjaldeyrismarkaður íslensku bankanna, en Jón Bjarki bendir á að fáir séu um hituna á gjaldeyrismarkaði í dag.Haustið og veturinn lítur vel út Jón Bjarki segir of snemmt að segja til um hvort þessi veiking sé komin til að vera. Hafa verði í huga að þó háannatími ferðaþjónustunnar sé að líða þá sé árið í ár metár þegar kemur að fjölda ferðamanna og þeir muni halda áfram að koma í stórum stíl. Haustið og veturinn virðist líta ágætlega út þó það sé ekki mikill vöxtur. „Það eru ekki teikn um einhvern verulegan samdrátt eða slíkt og það þýðir auðvitað að það er koma gjaldeyrisflæði frá þeim geira og í vaxandi mæli reyndar frá sjávarútvegi líka þar sem hefur árað nokkuð vel,“ segir Jón Bjarki. Hann segir innbyggt í gjaldeyrismarkað Íslendinga einhverskonar dempun. Þegar svona umtalsverð hreyfing verður þá hugsi menn sig um hvort það sé rétti tíminn til að kaupa erlendar eignir strax í kjölfarið. „Á sama tíma og landið verður svolítið ódýrara og ákjósanlegri kostur, bæði fyrir þá sem vilja fjárfesta inn í landið og þá sem hingað vilja koma.“Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Seðlabankinn beitti ákveðnum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag.VÍSIR/ANTON BRINKUndirstöðurnar traustar Hann minnir á að undirstöðurnar á íslenska markaðinum séu traustar en getur ekki sagt til um hvort þessi gildi sem krónan er í núna séu einhverskonar jafnvægisgildi eða hvort hún muni veikjast eða styrkjast. „Það sem ég veit að þau eru að minnsta kosti töluvert nær jafnvægi. Krónan var sterk fyrir þessa hreyfingu en ekki fram úr hófi sterk. Hún var ekki komin á þann stað að útflutningsgreinarnar ættu mjög erfitt uppdráttar. Að við værum komin í mjög mikinn viðskiptahalla eða þessi teikn um að gengið sé mjög mikið frá jafnvæginu. Ef eitthvað er þá hjálpar hreyfingin núna til að færa hagkerfið okkar nær einhverskonar jafnvægi gagnvart útlöndum,“ segir Jón Bjarki og bendir á að Ísland í dag sé í raun lánadrottinn en ekki skuldari. „Stoðir hagkerfisins eru allt aðrar en var þegar við vorum að fá fjármagnsflótta og mikið gengisfall hér á árum áður. Seðlabankinn er með mjög myndarlegan gjaldeyrisforða sem er hugsaður til að milda snarpar hreyfingar ef þær verða umtalsverðar á stuttum tíma.“ Segir hann forðann um fimm milljarða evra og sé hann settur í samhengi við utanríkisviðskipti og skammtímaskuldir þá dugi hann til að afstýra skelli.Hefur áhrif á þá sem höfðu hugsað sér til hreyfings Hann segir að ef veiking krónunnar gangi ekki til baka á nokkrum vikum muni þessa staða birtast í verðlagi á matvöru og bensíni í október. Enn sé of snemmt að segja til um það því þessi veiking gæti gengið til baka fyrir þann tíma. Spurður hvort að það sé tilfellið að fjárfestar séu að flytja fjármagn úr landi vegna ótta við stöðu Wow Air segir Jón Bjarki að mögulega valdi sú óvissa því að þeir sem voru farnir að hugsa sér til hreyfings hafi ákveðið að ríða á vaðið. „En það er ekki þannig að menn séu að hlaupa til í stórum stíl og losa fé til að fara með það erlendis. Markaðurinn er ekki það stór og hreyfingar ekki það miklar að það væri líkleg skýring. Og mér heyrist það ekki í kringum mig og aftur minni ég á að við erum með miklu styrkari stoðir varðandi gjaldeyrismarkaðinn og greinin er þrátt fyrir allt í vexti þó hann sé orðinn hægur.“
Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Verjast fregna af gengi útboðs Engar upplýsingar fást um gengi skuldabréfaútboðs WOW air þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 11. september 2018 06:00 Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57
Verjast fregna af gengi útboðs Engar upplýsingar fást um gengi skuldabréfaútboðs WOW air þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 11. september 2018 06:00
Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45