Varkár bjartsýni um loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2018 15:00 Á meðal gagnrýni á aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er að ekki sé boðuð kerfisbreyting á núverandi samgönguháttum Íslendinga, aðeins aðlögun á núverandi kerfi að minni losun. Vísir/Vilhelm Umhverfisverndarsinnar og fulltrúar borgaryfirvalda eru á meðal þeirra sem fagna nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í gær. Sumir þeirra setja þó fyrirvara við að aðgerðirnar feli ekki í sér raunverulega kerfisbreytingu sem þörf sé á varðandi samgöngur og neyslu. Rúmum átta mánuðum eftir að upphaflega átti að ljúka við hana var aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum kynnt í gær. Í henni er að finna 34 aðgerðir sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni, fyrst og fremst í samgöngum, og binda kolefni með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Í samgönguhluta áætlunarinnar er meðal annars lagt til að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði óheimilar frá árinu 2030 og að áfram verði stuðlað að orkuskiptum í samgöngum, þar á meðal með uppbyggingu innviða og ívilnana fyrir rafbíla og aðrar bifreiðar sem ganga fyrir hreinni orku.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, pírati, er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Ekki raunverulega bylting nema ferðamátunum verði breytt Þó að einnig sé lagt til að vistvænar samgöngur verði efldar í áætluninni segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, athyglisvert að samgöngur fái í raun ekki stærri sess í henni. Svo virðist sem að áfram eigi að miða við að fólk fari ferða sínum á bílum eins og áður, en nú með rafmagni. „Það er engin raunveruleg samgöngubylting að fara að verða líkt og ríkisstjórnin hefur boðað í samgöngumálum þegar eina sem við breytum er orkugjafi bílanna. Bylting felst í því að breyta ferðavenjum, breyta því hvernig við ferðumst og hvaða ferðamáta við notum. Það er raunveruleg bylting,“ segir hún. Sigurborg Ósk bendir á að framleiðslu rafbíla fylgi losun gróðurhúsalofttegunda og að þeir taki ekki minna pláss á götunum eða þurfi færri bílastæði en bensín- og dísilbílar. Borgir og þjóðir í kringum okkur sé þegar komnar með hlutfall annarra ferðamáta en bíla upp í 50-60%. Í Reykjavík sé hlutfall bílaumferðar hins vegar enn í um 75%. Því stefni borgaryfirvöld á metnaðarfyllri markmið um að auka hlutfall vistvænna samgöngumáta, meðal annars með stórsókn í lagningu hjólastíga og þéttingu byggðar til að borgarbúar hafi raunhæft val. „Í raun ættum við sem þjóð að vera að ræða hvernig við ætlum að gera þessa hluti. Ekki hvort við ætlum að gera þá heldur hvernig. Viljum við vera þjóð sem hjólum mikið, viljum við vera rafmagnshjóla þjóð eða þjóð sem leggur mikla áherslu á að ganga?“ segir Sigurborg Ósk sem telur tillögurnar í aðgerðaáætluninni að öðru leyti góðar og gildar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fagnaði aðgerðaáætluninni á Twitter en lagði einnig áherslu á breyttar ferðavenjur til að draga úr umferð.Ég hrósaði loftslagskafla stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Drögin að lofstslagsáætlun eru framsækin og spennandi. Styrkjum samt áherslur á breyttar ferðavenjur (dregur úr umferð) og aðgerðir til að draga úr úrgangi. Verður slagur - en borgin er til! https://t.co/bjhAWAuVJ1— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) September 10, 2018 Aðlaga kerfi neyslu sem hefur brugðist Í svipaðan streng tekur Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Áætlun ríkisstjórnarinnar sé fínasta byrjun og margar tillögurnar séu góðar en ganga þurfi mun lengra ef aðgerðirnar eiga að skila alvöru árangri. „Það er gott að vera komin loksins með áætlun og eitthvað plan til þess að vinna eftir,“ segir Auður Anna. Hún gagnrýnir hins vegar að í áætlunina skorti aðgerðir sem taki á neyslu sem sé uppspretta stórs hluta losunar gróðurhúsalofttegunda. Draga þurfi úr kjötneyslu og notkun á alls kyns vörum til að koma böndum á losunina. Sumar tillögurnar séu jafnvel neysluhvetjandi eins og þær sem varða rafbíla. Engar tillögur að kerfisbreytingum sé að finna í áætluninni eins og forsætisráðherra hafi lofað. „Þetta eru í raun bara tillögur að því hvernig við getum lagað kerfið sem við nú þegar erum með að því að losa minna. Það er bara verið að aðlaga þetta kerfi sem við erum með sem er búið að bregðast okkur,“ segir Auður Anna.Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.Þá bendir hún á að ekkert sé fjallað um losun sem er komin til vegna bygginga. Kolefnisfótspor þeirra geti verið afar stórt, ekki síst steinsteypubygginga eins og þeirra sem tíðkast hér á landi. Aðeins er fjallað um breytingar á byggingarreglugerðum til að hægt sé að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla við byggingar. Auður Anna leggur þó áherslu á að í áætluninni felist ágæt fyrstu skref til aðgerða í loftslagsmálum. „Þetta er frábær byrjun þó að það sé margt sem má gagnrýna,“ segir hún.Metnaðarfyllsta plaggið til þessa Stærsti hluti þeirra 6,8 milljarða króna sem ríkisstjórnin ætlar að leggja í loftslagsmál á næstu fimm árum rennur til kolefnisbindingar og endurheimtar votlendis. Áætlað hefur verið að meginþorri losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi komi frá framræstu votlendi. Óljóst er að hversu miklu leyti hægt verður að telja endurheimt votlendis fram upp í skuldbindingar Íslands gagnvart Parísarsáttmálanum en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að aðgerðirnar í votlendismálum væru fyrst og fremst hugsaðar til að ná markmiði ríkisstjórnarinnar um að gera Ísland kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðs, segir að áætlun ríkisstjórnarinnar hafi farið fram úr sínum vonum og að hún sé skref í rétta átt.Eyþór Eðvarðsson, formaður stjórnar Votlendissjóðs, fagnar aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar.Stöð 2„Þetta er það metnaðarfyllsta sem við höfum séð hingað til frá ríkisstjórn sem segist ætla að fara að gera eitthvað,“ segir hann. Svo virðist sem að búið sé að fjármagna aðgerðirnar sem lagðar eru fram og lýsir hann sérstakri ánægju með þann sess sem endurheimt votlendis fái í þeim. Hvetur hann til þess að stjórnvöld fylgi eftir samstarfi við bændur til að gefa þeim hvata til þess að endurheimta votlendi á jörðum sínum. „Ég vona bara að stóra samtalið verði tekið með landeigendum sem eiga þetta land, votlendið er með stærsta hlutann af þekktu losuninni, þannig að bændur komi vel út úr þessu og við náum sátt um stóran hluta af loftslagsvanda Íslands. Það verður að gerast,“ segir Eyþór.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Gætu þurft að kaupa losunarheimildir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að stóru fréttirnar í loftslagsáætluninni sé fyrirhugað bann við nýskráningum bensín- og dísilbíla frá 2030. Það sé jákvætt skref en hann telur að einhverjir áningarstaðir hljóti að þurfa að vera á þeirri leið til að hægt verði að stöðva söluna algerlega eftir tólf ár. Þá segir hann ekki skýrt í áætluninni hvernig stjórnvöld hyggist ná markmiðum Parísarsamkomulagsins nákvæmlega, þó að fram hafi komið í máli ráðherra að hún væri í raun aðeins fyrsta útgáfan sem ætti eftir að uppfæra síðar. Þannig bendir Árni á að í aðgerðum til að fasa út notkun svartolíu á skipum við strendur Ísland sé ekki kveðið á um nákvæmara markmið en að ná fram hlutfallslegri minnkun. Enn liggur heldur ekki fyrir hvaða hlutdeild Íslands fær í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40% samdrátt í losun á fyrsta tímabili Parísarsamkomulagsins. Hugi Ólafsson, samningamaður Íslands, sagði Vísi í gær að vonir standi til að viðræðum um hlutdeildina ljúki fyrir árslok. Árni telur líklegt að krafan til Íslands verði vel yfir 30% samdráttur í losun. Ísland hafi hins vegar aukið losun sína á Kýótótímabilinu og þannig hafi safnast upp vandi sem ekki hafi verið tekið á. „Þá er þetta orðið svolítið mikið vegna þess hvað við erum mikið frammúr í dag. Þá held ég að lausnin sú að Ísland verði að kaupa losunarheimildir,“ segir hann. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Segir aðgerðaáætlun byltingu í fjármögnun loftslagsmála Forsætisráðherra segir einbeittan pólitískan vilja til loftslagaaðgerða. Fjármálaráðherra talaði um að orkuskipti gætu tryggt efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. 10. september 2018 16:40 „Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. 10. september 2018 20:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Umhverfisverndarsinnar og fulltrúar borgaryfirvalda eru á meðal þeirra sem fagna nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í gær. Sumir þeirra setja þó fyrirvara við að aðgerðirnar feli ekki í sér raunverulega kerfisbreytingu sem þörf sé á varðandi samgöngur og neyslu. Rúmum átta mánuðum eftir að upphaflega átti að ljúka við hana var aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum kynnt í gær. Í henni er að finna 34 aðgerðir sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni, fyrst og fremst í samgöngum, og binda kolefni með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Í samgönguhluta áætlunarinnar er meðal annars lagt til að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði óheimilar frá árinu 2030 og að áfram verði stuðlað að orkuskiptum í samgöngum, þar á meðal með uppbyggingu innviða og ívilnana fyrir rafbíla og aðrar bifreiðar sem ganga fyrir hreinni orku.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, pírati, er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Ekki raunverulega bylting nema ferðamátunum verði breytt Þó að einnig sé lagt til að vistvænar samgöngur verði efldar í áætluninni segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, athyglisvert að samgöngur fái í raun ekki stærri sess í henni. Svo virðist sem að áfram eigi að miða við að fólk fari ferða sínum á bílum eins og áður, en nú með rafmagni. „Það er engin raunveruleg samgöngubylting að fara að verða líkt og ríkisstjórnin hefur boðað í samgöngumálum þegar eina sem við breytum er orkugjafi bílanna. Bylting felst í því að breyta ferðavenjum, breyta því hvernig við ferðumst og hvaða ferðamáta við notum. Það er raunveruleg bylting,“ segir hún. Sigurborg Ósk bendir á að framleiðslu rafbíla fylgi losun gróðurhúsalofttegunda og að þeir taki ekki minna pláss á götunum eða þurfi færri bílastæði en bensín- og dísilbílar. Borgir og þjóðir í kringum okkur sé þegar komnar með hlutfall annarra ferðamáta en bíla upp í 50-60%. Í Reykjavík sé hlutfall bílaumferðar hins vegar enn í um 75%. Því stefni borgaryfirvöld á metnaðarfyllri markmið um að auka hlutfall vistvænna samgöngumáta, meðal annars með stórsókn í lagningu hjólastíga og þéttingu byggðar til að borgarbúar hafi raunhæft val. „Í raun ættum við sem þjóð að vera að ræða hvernig við ætlum að gera þessa hluti. Ekki hvort við ætlum að gera þá heldur hvernig. Viljum við vera þjóð sem hjólum mikið, viljum við vera rafmagnshjóla þjóð eða þjóð sem leggur mikla áherslu á að ganga?“ segir Sigurborg Ósk sem telur tillögurnar í aðgerðaáætluninni að öðru leyti góðar og gildar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fagnaði aðgerðaáætluninni á Twitter en lagði einnig áherslu á breyttar ferðavenjur til að draga úr umferð.Ég hrósaði loftslagskafla stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Drögin að lofstslagsáætlun eru framsækin og spennandi. Styrkjum samt áherslur á breyttar ferðavenjur (dregur úr umferð) og aðgerðir til að draga úr úrgangi. Verður slagur - en borgin er til! https://t.co/bjhAWAuVJ1— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) September 10, 2018 Aðlaga kerfi neyslu sem hefur brugðist Í svipaðan streng tekur Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Áætlun ríkisstjórnarinnar sé fínasta byrjun og margar tillögurnar séu góðar en ganga þurfi mun lengra ef aðgerðirnar eiga að skila alvöru árangri. „Það er gott að vera komin loksins með áætlun og eitthvað plan til þess að vinna eftir,“ segir Auður Anna. Hún gagnrýnir hins vegar að í áætlunina skorti aðgerðir sem taki á neyslu sem sé uppspretta stórs hluta losunar gróðurhúsalofttegunda. Draga þurfi úr kjötneyslu og notkun á alls kyns vörum til að koma böndum á losunina. Sumar tillögurnar séu jafnvel neysluhvetjandi eins og þær sem varða rafbíla. Engar tillögur að kerfisbreytingum sé að finna í áætluninni eins og forsætisráðherra hafi lofað. „Þetta eru í raun bara tillögur að því hvernig við getum lagað kerfið sem við nú þegar erum með að því að losa minna. Það er bara verið að aðlaga þetta kerfi sem við erum með sem er búið að bregðast okkur,“ segir Auður Anna.Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.Þá bendir hún á að ekkert sé fjallað um losun sem er komin til vegna bygginga. Kolefnisfótspor þeirra geti verið afar stórt, ekki síst steinsteypubygginga eins og þeirra sem tíðkast hér á landi. Aðeins er fjallað um breytingar á byggingarreglugerðum til að hægt sé að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla við byggingar. Auður Anna leggur þó áherslu á að í áætluninni felist ágæt fyrstu skref til aðgerða í loftslagsmálum. „Þetta er frábær byrjun þó að það sé margt sem má gagnrýna,“ segir hún.Metnaðarfyllsta plaggið til þessa Stærsti hluti þeirra 6,8 milljarða króna sem ríkisstjórnin ætlar að leggja í loftslagsmál á næstu fimm árum rennur til kolefnisbindingar og endurheimtar votlendis. Áætlað hefur verið að meginþorri losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi komi frá framræstu votlendi. Óljóst er að hversu miklu leyti hægt verður að telja endurheimt votlendis fram upp í skuldbindingar Íslands gagnvart Parísarsáttmálanum en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að aðgerðirnar í votlendismálum væru fyrst og fremst hugsaðar til að ná markmiði ríkisstjórnarinnar um að gera Ísland kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðs, segir að áætlun ríkisstjórnarinnar hafi farið fram úr sínum vonum og að hún sé skref í rétta átt.Eyþór Eðvarðsson, formaður stjórnar Votlendissjóðs, fagnar aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar.Stöð 2„Þetta er það metnaðarfyllsta sem við höfum séð hingað til frá ríkisstjórn sem segist ætla að fara að gera eitthvað,“ segir hann. Svo virðist sem að búið sé að fjármagna aðgerðirnar sem lagðar eru fram og lýsir hann sérstakri ánægju með þann sess sem endurheimt votlendis fái í þeim. Hvetur hann til þess að stjórnvöld fylgi eftir samstarfi við bændur til að gefa þeim hvata til þess að endurheimta votlendi á jörðum sínum. „Ég vona bara að stóra samtalið verði tekið með landeigendum sem eiga þetta land, votlendið er með stærsta hlutann af þekktu losuninni, þannig að bændur komi vel út úr þessu og við náum sátt um stóran hluta af loftslagsvanda Íslands. Það verður að gerast,“ segir Eyþór.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Gætu þurft að kaupa losunarheimildir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að stóru fréttirnar í loftslagsáætluninni sé fyrirhugað bann við nýskráningum bensín- og dísilbíla frá 2030. Það sé jákvætt skref en hann telur að einhverjir áningarstaðir hljóti að þurfa að vera á þeirri leið til að hægt verði að stöðva söluna algerlega eftir tólf ár. Þá segir hann ekki skýrt í áætluninni hvernig stjórnvöld hyggist ná markmiðum Parísarsamkomulagsins nákvæmlega, þó að fram hafi komið í máli ráðherra að hún væri í raun aðeins fyrsta útgáfan sem ætti eftir að uppfæra síðar. Þannig bendir Árni á að í aðgerðum til að fasa út notkun svartolíu á skipum við strendur Ísland sé ekki kveðið á um nákvæmara markmið en að ná fram hlutfallslegri minnkun. Enn liggur heldur ekki fyrir hvaða hlutdeild Íslands fær í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40% samdrátt í losun á fyrsta tímabili Parísarsamkomulagsins. Hugi Ólafsson, samningamaður Íslands, sagði Vísi í gær að vonir standi til að viðræðum um hlutdeildina ljúki fyrir árslok. Árni telur líklegt að krafan til Íslands verði vel yfir 30% samdráttur í losun. Ísland hafi hins vegar aukið losun sína á Kýótótímabilinu og þannig hafi safnast upp vandi sem ekki hafi verið tekið á. „Þá er þetta orðið svolítið mikið vegna þess hvað við erum mikið frammúr í dag. Þá held ég að lausnin sú að Ísland verði að kaupa losunarheimildir,“ segir hann.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Segir aðgerðaáætlun byltingu í fjármögnun loftslagsmála Forsætisráðherra segir einbeittan pólitískan vilja til loftslagaaðgerða. Fjármálaráðherra talaði um að orkuskipti gætu tryggt efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. 10. september 2018 16:40 „Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. 10. september 2018 20:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
Segir aðgerðaáætlun byltingu í fjármögnun loftslagsmála Forsætisráðherra segir einbeittan pólitískan vilja til loftslagaaðgerða. Fjármálaráðherra talaði um að orkuskipti gætu tryggt efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. 10. september 2018 16:40
„Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. 10. september 2018 20:30