Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2018 12:00 Þórdís Lóa tók höfðinglega á móti fyrrverandi félögum sínum í FKA í veislu sem haldin var í Höfða. Á fimmtudaginn 6. þessa mánaðar hélt borgin veglega veislu fyrir FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu. Hófið sem haldið var í Höfða kostaði 350 þúsund krónur og var hið glæsilegasta eins og fram kemur á mbl.is. Gestgjafi var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, en hún er einmitt fyrrverandi formaður FKA. Ekki verður betur séð en borgin hafi brotið eigin reglur um móttökur Reykjavíkurborgar. Í 6. grein um skilyrði segir: „Að meginstefnu til skulu opinberar móttökur ekki haldnar í tilefni af árlegum viðburðum, nema þeir tengist Reykjavíkurborg sérstaklega. Halda má þó móttökur í tilefni af stórafmælum félagasamtaka (25, 50, 75 og 100 ára).“Segir engar reglur hafa verið brotnar FKA verður 20 ára á næsta ári. Þá segir í 8. grein að veitingar „í móttökum sem sótt er um að Reykjavíkurborg haldi skulu að öllu leyti greiddar af umsóknaraðila.“ Borgin stóð hins vegar straum að öllum kostnaði. Það kemur fram í svari Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra borgarinnar, sem hafnar því að reglur hafi verið brotnar. „Í raun getur borgarstjóri ákveðið að halda móttökur fyrir hvern sem er að eigin frumkvæði enda er ekki fjallað sérstaklega um heimildir hans til þess í reglunum. Þó er farið mjög sparlega með þær heimildir. Móttakan fyrir FKA brýtur því ekki í bága við reglurnar,“ segir Bjarni.Heildarkostnaður 348.064 krónur Upplýsingastjórinn segir móttökuna uppfylla öll þau ákvæði sem fram koma í reglum um móttökur Reykjavíkurborgar. „Þess má geta að FKA hefur einu sinni áður fengið opinbera móttöku á vegum borgarinnar og var það árið 2014.“ Bjarni segir að umrædd móttaka sé opinber móttaka borgarstjóra eins og kveðið er á um í 4. gr. reglna um móttökur Reykjavíkurborgar og ber þess vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara allan straum af kostnaði í tengslum við hana. Í 8 gr. reglnanna er hins vegar verið að vísa til móttaka með þátttöku annarra en það á ekki við í þessu tilfelli. „Heildarkostnaður vegna móttökunnar þann 6. september sl. var 348.064 kr.“Þórdís Lóa kát að taka á móti konum í FKA Vísir hafði upphaflega samband við Þórdísi Lóu vegna þessa og hún vísaði fyrirspurninni frá sér, sagði að þetta hafi farið fram samkvæmt prótókoli borgarinnar. Hún hafi ekki tekið ákvörðun um þetta, aðeins verið gestgjafi. FKA óskaði eftir því að koma í heimsókn til borgarinnar og orðið var við því. „Undir venjulegum kringumstæðum hefði borgarstjóri tekið á móti hópnum en í þessu tilfelli gerði ég það. Það var mér bæði ljúft og skylt að taka á móti konum í atvinnulífinu,“ segir Þórdís Lóa en vísar fyrirspurninni að öðru leyti til embættismanna borgarinnar.Hvers vegna eru lög og regla? Í stuttu samtali við Eyþór Arnalds, leiðtoga minnihlutans í borginni, segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því að þarna væru reglur hugsanlega brotnar. „En, það er ekki gott ef borgin fer ekki eftir eigin reglum. Það eru gerðar kröfur á íbúana að fara eftir reglum borgarinnar,“ segir Eyþór og vitnar í lag eftir Bubba Morthens: „Hvers vegna eru lög og regla, til að fela, hitt og þetta?“ Ein þeirra sem var í veislunni og skemmti sér konunglega var Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún sagði veisluna hafa verið fína, en fullbókaður tekur Höfði við 120 manns. „En, ég er hætt í pólitík. Þú verður að spyrja einhvern annan.“ Sveitarstjórnarmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Á fimmtudaginn 6. þessa mánaðar hélt borgin veglega veislu fyrir FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu. Hófið sem haldið var í Höfða kostaði 350 þúsund krónur og var hið glæsilegasta eins og fram kemur á mbl.is. Gestgjafi var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, en hún er einmitt fyrrverandi formaður FKA. Ekki verður betur séð en borgin hafi brotið eigin reglur um móttökur Reykjavíkurborgar. Í 6. grein um skilyrði segir: „Að meginstefnu til skulu opinberar móttökur ekki haldnar í tilefni af árlegum viðburðum, nema þeir tengist Reykjavíkurborg sérstaklega. Halda má þó móttökur í tilefni af stórafmælum félagasamtaka (25, 50, 75 og 100 ára).“Segir engar reglur hafa verið brotnar FKA verður 20 ára á næsta ári. Þá segir í 8. grein að veitingar „í móttökum sem sótt er um að Reykjavíkurborg haldi skulu að öllu leyti greiddar af umsóknaraðila.“ Borgin stóð hins vegar straum að öllum kostnaði. Það kemur fram í svari Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra borgarinnar, sem hafnar því að reglur hafi verið brotnar. „Í raun getur borgarstjóri ákveðið að halda móttökur fyrir hvern sem er að eigin frumkvæði enda er ekki fjallað sérstaklega um heimildir hans til þess í reglunum. Þó er farið mjög sparlega með þær heimildir. Móttakan fyrir FKA brýtur því ekki í bága við reglurnar,“ segir Bjarni.Heildarkostnaður 348.064 krónur Upplýsingastjórinn segir móttökuna uppfylla öll þau ákvæði sem fram koma í reglum um móttökur Reykjavíkurborgar. „Þess má geta að FKA hefur einu sinni áður fengið opinbera móttöku á vegum borgarinnar og var það árið 2014.“ Bjarni segir að umrædd móttaka sé opinber móttaka borgarstjóra eins og kveðið er á um í 4. gr. reglna um móttökur Reykjavíkurborgar og ber þess vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara allan straum af kostnaði í tengslum við hana. Í 8 gr. reglnanna er hins vegar verið að vísa til móttaka með þátttöku annarra en það á ekki við í þessu tilfelli. „Heildarkostnaður vegna móttökunnar þann 6. september sl. var 348.064 kr.“Þórdís Lóa kát að taka á móti konum í FKA Vísir hafði upphaflega samband við Þórdísi Lóu vegna þessa og hún vísaði fyrirspurninni frá sér, sagði að þetta hafi farið fram samkvæmt prótókoli borgarinnar. Hún hafi ekki tekið ákvörðun um þetta, aðeins verið gestgjafi. FKA óskaði eftir því að koma í heimsókn til borgarinnar og orðið var við því. „Undir venjulegum kringumstæðum hefði borgarstjóri tekið á móti hópnum en í þessu tilfelli gerði ég það. Það var mér bæði ljúft og skylt að taka á móti konum í atvinnulífinu,“ segir Þórdís Lóa en vísar fyrirspurninni að öðru leyti til embættismanna borgarinnar.Hvers vegna eru lög og regla? Í stuttu samtali við Eyþór Arnalds, leiðtoga minnihlutans í borginni, segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því að þarna væru reglur hugsanlega brotnar. „En, það er ekki gott ef borgin fer ekki eftir eigin reglum. Það eru gerðar kröfur á íbúana að fara eftir reglum borgarinnar,“ segir Eyþór og vitnar í lag eftir Bubba Morthens: „Hvers vegna eru lög og regla, til að fela, hitt og þetta?“ Ein þeirra sem var í veislunni og skemmti sér konunglega var Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún sagði veisluna hafa verið fína, en fullbókaður tekur Höfði við 120 manns. „En, ég er hætt í pólitík. Þú verður að spyrja einhvern annan.“
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira