Sjáðu Maradona taka Víkingaklappið í Mexíkó: "Ég var veikur í fjórtán ár“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 09:30 Diego Maradona. Vísir/Getty Diego Maradona er tekinn við liði Dorados de Sinaloa frá Mexíkó og ætlar þar að reyna að endurbyggja þjálfaraferill sinn. Maradona er orðinn 57 ára gamall og hefur gengið í gegnum ýmislegt á ævinni. Baráttan við eiturlyfjafíknina hefur sett mikinn svip á hans líf og margir hafa því áhyggjur að sjá hann kominn til Mexíkó. Ekki síst þar sem hann er kominn til Culiacan þar sem Sinaloa-eiturlyfjahringurinn ræður ríkjum. Það var eiturlyfjabaróninn El Chapo Guzman sem stofnaði þau samtök og hann bjó í Culiacan. Maradona ræddi fíkn sína og framhaldið þegar hann hitti blaðamenn í tilefni af ráðningunni. Hann segist nú tilbúinn í heilbrigðara líferni. „Ég vil gefa Dorados það sem ég týndi þegar ég var veikur,“ sagði Diego Maradona sem er kominn á sömu slóðir og hann leiddi Argentínu til heimsmeistaratitils sumarið 1986 með stórkostlegri frammistöðu inn á vellinum.pic.twitter.com/5pv5BBYw6y — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018„Ég var veikur í fjórtán ár. Nú vil ég sjá sólina og fara að sofa á kvöldin. Ég var ekki einu sinni vanur því að leggjast í rúmið. Ég vissi ekki hvað koddi var. Þess vegna tók ég tilboðinu frá Dorados,“ sagði Maradona. Maradona hefur reynt fyrir sér sem þjálfari hjá argentínska landsliðinu, og arabísku félögunum Al Wasl og Fujairah. Maradona var boðinn velkominn hjá Dorados de Sinaloa í gær og þar þakkaði hann fyrir móttökurnar með því að taka Víkingaklappið með leikmönnum og stuðningsmönnum. Það má sjá það hér fyrir neðan.Haciendo click. pic.twitter.com/cqD0GdEJcp — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018Maradona mætti á HM í Rússlandi í sumar og sá meðal annars leik Íslands og Argentínu. Hann virðist hafa lært Víkingaklappið í leiðinni. Hann var búinn að taka að sér starf stjórnarformanns hjá Dinamo Brest í Hvíta Rússlandi fyrr á þessu áru en ekki er vitað hvað þessu ráðning, til liðs hinum megin á hnettinum, muni enda það ævintýri. „Ég vil vera lengi hjá Dorados,“ sagði Maradona sem lofar endurbótum á sínu lífi. „Fólk getur sagt margt um mig. Ég var á niðurleið og var fara illa með mig. Það var skref aftur á bak en fótboltinn er skref fram á við. Allt er breytt hjá mér og ég þakka dætrum mínum fyrir það,“ sagði Maradona. Það var vel tekið á móti kappanum eins og sést hér fyrir neðan.El D1eg0 de la gente. #HazlaDeDiezpic.twitter.com/IjK6Sh5Mxf — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
Diego Maradona er tekinn við liði Dorados de Sinaloa frá Mexíkó og ætlar þar að reyna að endurbyggja þjálfaraferill sinn. Maradona er orðinn 57 ára gamall og hefur gengið í gegnum ýmislegt á ævinni. Baráttan við eiturlyfjafíknina hefur sett mikinn svip á hans líf og margir hafa því áhyggjur að sjá hann kominn til Mexíkó. Ekki síst þar sem hann er kominn til Culiacan þar sem Sinaloa-eiturlyfjahringurinn ræður ríkjum. Það var eiturlyfjabaróninn El Chapo Guzman sem stofnaði þau samtök og hann bjó í Culiacan. Maradona ræddi fíkn sína og framhaldið þegar hann hitti blaðamenn í tilefni af ráðningunni. Hann segist nú tilbúinn í heilbrigðara líferni. „Ég vil gefa Dorados það sem ég týndi þegar ég var veikur,“ sagði Diego Maradona sem er kominn á sömu slóðir og hann leiddi Argentínu til heimsmeistaratitils sumarið 1986 með stórkostlegri frammistöðu inn á vellinum.pic.twitter.com/5pv5BBYw6y — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018„Ég var veikur í fjórtán ár. Nú vil ég sjá sólina og fara að sofa á kvöldin. Ég var ekki einu sinni vanur því að leggjast í rúmið. Ég vissi ekki hvað koddi var. Þess vegna tók ég tilboðinu frá Dorados,“ sagði Maradona. Maradona hefur reynt fyrir sér sem þjálfari hjá argentínska landsliðinu, og arabísku félögunum Al Wasl og Fujairah. Maradona var boðinn velkominn hjá Dorados de Sinaloa í gær og þar þakkaði hann fyrir móttökurnar með því að taka Víkingaklappið með leikmönnum og stuðningsmönnum. Það má sjá það hér fyrir neðan.Haciendo click. pic.twitter.com/cqD0GdEJcp — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018Maradona mætti á HM í Rússlandi í sumar og sá meðal annars leik Íslands og Argentínu. Hann virðist hafa lært Víkingaklappið í leiðinni. Hann var búinn að taka að sér starf stjórnarformanns hjá Dinamo Brest í Hvíta Rússlandi fyrr á þessu áru en ekki er vitað hvað þessu ráðning, til liðs hinum megin á hnettinum, muni enda það ævintýri. „Ég vil vera lengi hjá Dorados,“ sagði Maradona sem lofar endurbótum á sínu lífi. „Fólk getur sagt margt um mig. Ég var á niðurleið og var fara illa með mig. Það var skref aftur á bak en fótboltinn er skref fram á við. Allt er breytt hjá mér og ég þakka dætrum mínum fyrir það,“ sagði Maradona. Það var vel tekið á móti kappanum eins og sést hér fyrir neðan.El D1eg0 de la gente. #HazlaDeDiezpic.twitter.com/IjK6Sh5Mxf — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira