Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. september 2018 09:30 Bæði verjendur og saksóknari voru ánægðir með málalok í Hæstarétti í fyrradag. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta er virðingarvert og í raun ekki hægt að ætlast til meira af henni á þessu stigi,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, um yfirlýsingu forsætisráðherra í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í vikunni. Í yfirlýsingunni segir Katrín að málið hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnar og að ríkisstjórnin fagni niðurstöðunni. Hún beinir svo orðum sínum til fyrrverandi sakborninga, aðstandenda þeirra og annarra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á því ranglæti sem þið hafið mátt þola.“ Undir yfirlýsinguna skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í fréttatilkynningu kemur einnig fram að starfshópur verði skipaður til að leiða viðræður og sáttaumleitanir við aðila málsins og aðstandendur þeirra vegna þess miska og tjóns sem þau hafa orðið fyrir. „Mér finnst þetta réttilega að gert og að staðið og vona að það komi eitthvað gott út úr því fyrir fólkið,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar. Hann segir verjendur ekkert hafa rætt saman um framhaldið enda störfum þeirra formlega lokið við uppkvaðningu dóms. „Ég vona að það verði staðið verklega að því að reyna að tryggja það að þeir sem þarna eiga hlut að máli fái þær bætur sem geti talist sanngjarnar í stöðunni. Og þær þurfa að vera býsna háar til að geta talist það,“ segir Jón Steinar og bætir við: „Minn maður hefur til dæmis verið með lífið undir í þessu máli og þótt enginn geti sagt til um hvernig líf hans hefði orðið ef til þessa máls hefði ekki komið, er alveg ljóst að málið hefur orðið alveg gríðarlegur áhrifaþáttur á hann og á allt hans líf.“ Kristján Viðar og Sævar voru ásamt Erlu Bolladóttur sakfelldir fyrir rangar sakargiftir með dóminum 1980 og var synjað um endurupptöku þess þáttar málsins með úrskurðum endurupptökunefndar í fyrra. „Mér finnst fyllsta ástæða til að endurupptaka þann þátt líka, enda tel ég tel alveg sams konar annmarka á þessum röngu sakargiftum eins og var á öðrum skýrslum þessa fólks hjá lögreglunni.“ Oddgeir tekur undir með Jóni Steinari og telur marga vera þeirrar skoðunar að leita eigi eftir því að fá sýknu á þessum þætti. Hann nefnir einnig í þessu sambandi að aðrar leiðir kunni að vera færar en sú að höfða mál til ógildingar á ákvörðun endurupptökunefndar eins og Erla hefur nefnt. „Það mætti skoða hvort unnt er að sækja aftur um endurupptöku á þeim grundvelli að það sé komið nýtt gagn,“ segir Oddgeir og vísar til hins nýja dóms sem féll í vikunni. Hann bendir þó á að störfum verjenda hafi formlega lokið þegar dómur var upp kveðinn. Framhaldið hafi ekki verið rætt enn og sjálfur hafi hann ekki náð tali af öllum aðstandendum Sævars eftir að dómur féll. Dagurinn hafi verið stór og einhverjir enn að jafna sig. Jón Steinar setur einnig þann fyrirvara að starfi hans fyrir Kristján sé formlega lokið og þeir hafi ekki rætt framhaldið. „Ég veit ekkert hvað Kristjáni finnst í þessu efni. Hann segir mér það sjálfsagt áður en yfir lýkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
„Þetta er virðingarvert og í raun ekki hægt að ætlast til meira af henni á þessu stigi,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, um yfirlýsingu forsætisráðherra í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í vikunni. Í yfirlýsingunni segir Katrín að málið hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnar og að ríkisstjórnin fagni niðurstöðunni. Hún beinir svo orðum sínum til fyrrverandi sakborninga, aðstandenda þeirra og annarra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á því ranglæti sem þið hafið mátt þola.“ Undir yfirlýsinguna skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í fréttatilkynningu kemur einnig fram að starfshópur verði skipaður til að leiða viðræður og sáttaumleitanir við aðila málsins og aðstandendur þeirra vegna þess miska og tjóns sem þau hafa orðið fyrir. „Mér finnst þetta réttilega að gert og að staðið og vona að það komi eitthvað gott út úr því fyrir fólkið,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar. Hann segir verjendur ekkert hafa rætt saman um framhaldið enda störfum þeirra formlega lokið við uppkvaðningu dóms. „Ég vona að það verði staðið verklega að því að reyna að tryggja það að þeir sem þarna eiga hlut að máli fái þær bætur sem geti talist sanngjarnar í stöðunni. Og þær þurfa að vera býsna háar til að geta talist það,“ segir Jón Steinar og bætir við: „Minn maður hefur til dæmis verið með lífið undir í þessu máli og þótt enginn geti sagt til um hvernig líf hans hefði orðið ef til þessa máls hefði ekki komið, er alveg ljóst að málið hefur orðið alveg gríðarlegur áhrifaþáttur á hann og á allt hans líf.“ Kristján Viðar og Sævar voru ásamt Erlu Bolladóttur sakfelldir fyrir rangar sakargiftir með dóminum 1980 og var synjað um endurupptöku þess þáttar málsins með úrskurðum endurupptökunefndar í fyrra. „Mér finnst fyllsta ástæða til að endurupptaka þann þátt líka, enda tel ég tel alveg sams konar annmarka á þessum röngu sakargiftum eins og var á öðrum skýrslum þessa fólks hjá lögreglunni.“ Oddgeir tekur undir með Jóni Steinari og telur marga vera þeirrar skoðunar að leita eigi eftir því að fá sýknu á þessum þætti. Hann nefnir einnig í þessu sambandi að aðrar leiðir kunni að vera færar en sú að höfða mál til ógildingar á ákvörðun endurupptökunefndar eins og Erla hefur nefnt. „Það mætti skoða hvort unnt er að sækja aftur um endurupptöku á þeim grundvelli að það sé komið nýtt gagn,“ segir Oddgeir og vísar til hins nýja dóms sem féll í vikunni. Hann bendir þó á að störfum verjenda hafi formlega lokið þegar dómur var upp kveðinn. Framhaldið hafi ekki verið rætt enn og sjálfur hafi hann ekki náð tali af öllum aðstandendum Sævars eftir að dómur féll. Dagurinn hafi verið stór og einhverjir enn að jafna sig. Jón Steinar setur einnig þann fyrirvara að starfi hans fyrir Kristján sé formlega lokið og þeir hafi ekki rætt framhaldið. „Ég veit ekkert hvað Kristjáni finnst í þessu efni. Hann segir mér það sjálfsagt áður en yfir lýkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira