Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2018 18:08 Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Washington vegna tilnefningar Kavanaugh. AP/J. Scott Applewhite Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. Fundurinn tafðist nokkuð á meðan Jeff Flake, þingmaður Repúblikanaflokksins, ræddi við þingmenn beggja flokka. Niðurstaðan var sú að Flake var tilbúinn til að veita Kavanaugh atkvæði sitt í nefndinni. Hins vegar sagðist hann ekki tilbúinn til að veita honum atkvæði sitt á þinginu sjálfu, þar sem Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49, án þess að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, fái nokkra daga til að rannsaka ásakanirnar gegn Kavanaugh en hann hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi af minnst þremur konum.Ræða málið í kvöldUppfært 20:00: Þingnefndin hefur tilkynnt að hún muni fara fram á að FBI muni rannsaka málið og að rannsóknin megi ekki taka meira en eina viku frá deginum í dag.Uppfært 21:15: Donald Trump hefur skipað FBI að hefja „takmarkaða“ rannsókn. Í tillögu dómsmálanefndarinnar segir að rannsóknin eigi eingöngu að snúa að „núverandi“ og „áreiðanlegum“ ásökunum gegn Kavanaugh. Samningaviðræður standa enn yfir en fundi nefndarinnar var slitið áður en atkvæðagreiðsla um að leggja til FBI rannsókn var tekin fyrir. Það er ekki ljóst hvort að þingmenn Repúblikanaflokksins eða Donald Trump, muni styðja hugmyndina að fá FBI til að rannsaka málið. Hvíta húsið þyrfti að fara fram á slíka rannsókn. Ef einn þingmaður Repúblikanaflokksins er sammála Flake munu Repúblikanar ekki koma tilnefningu Kavanaugh í gegnum þingið, án rannsóknar FBI. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fjölmiðlum í kjölfarið að hann hefði ekki íhugað að draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Viðræður á milli þingmanna um mögulega töf á atkvæðagreiðslu þingsins um tilnefningu Kavanaugh munu standa yfir í kvöld, samkvæmt fjölmiðlum ytra.Hvað fékk Flake til að skipta um skoðun? Fyrr í dag gaf Flake út tilkynningu um að hann ætlaði að veita Kavanaugh stuðning sinn. Í yfirlýsingunni sagði Flake að nefndarfundur gærdagsins þar sem bæði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem segir hann hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru í menntaskóla, báru vitni, hefði ekki hjálpað honum við að taka ákvörðun. „Það sem ég veit er að réttarkerfi okkar byggir á því að aðilar eru taldir saklausir, sé ekki hægt að sanna að þeir séu sekir,“ sagði Flake. Skömmu eftir að hann sendi frá sér tilkynninguna var Flake á leið á fund nefndarinnar þegar tvær konur gáfu sig á tal við hann. Þær voru báðar grátandi og báðu hann um að skipta um skoðun. „Á mánudaginn stóð ég fyrir utan skrifstofu þína,“ sagði Ana Maria Archila, önnur kvennanna. „Ég sagði frá kynferðisárás sem ég varð fyrir. Ég sagði frá henni af því að ég tel Ford vera að segja sannleikann. Það sem þú ert að gera er að leyfa aðila sem hefur brotið gegn konu að sitja í Hæstarétti.“ Hin konan sagði: „Það var brotið á mér og enginn trúði mér. Ég sagði engum, og þú ert að segja öllum konum að þær skipti ekki máli, að þær eigi bara að þegja því ef þær segir þér frá því sem þær urðu fyrir munt þú hunsa þær. Þetta er það sem kom fyrir mig og þú ert að segja öllum konum Bandaríkjanna að þær skipti ekki máli.“ Hún bað Flake um að horfa í augun á sér og segja sér að það sem hún fór í gegnum skipti ekki máli. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 „Hundrað prósent“ viss um að Kavanaugh hafi reynt að nauðga henni Christine Blasey Ford bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 27. september 2018 18:30 Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. Fundurinn tafðist nokkuð á meðan Jeff Flake, þingmaður Repúblikanaflokksins, ræddi við þingmenn beggja flokka. Niðurstaðan var sú að Flake var tilbúinn til að veita Kavanaugh atkvæði sitt í nefndinni. Hins vegar sagðist hann ekki tilbúinn til að veita honum atkvæði sitt á þinginu sjálfu, þar sem Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49, án þess að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, fái nokkra daga til að rannsaka ásakanirnar gegn Kavanaugh en hann hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi af minnst þremur konum.Ræða málið í kvöldUppfært 20:00: Þingnefndin hefur tilkynnt að hún muni fara fram á að FBI muni rannsaka málið og að rannsóknin megi ekki taka meira en eina viku frá deginum í dag.Uppfært 21:15: Donald Trump hefur skipað FBI að hefja „takmarkaða“ rannsókn. Í tillögu dómsmálanefndarinnar segir að rannsóknin eigi eingöngu að snúa að „núverandi“ og „áreiðanlegum“ ásökunum gegn Kavanaugh. Samningaviðræður standa enn yfir en fundi nefndarinnar var slitið áður en atkvæðagreiðsla um að leggja til FBI rannsókn var tekin fyrir. Það er ekki ljóst hvort að þingmenn Repúblikanaflokksins eða Donald Trump, muni styðja hugmyndina að fá FBI til að rannsaka málið. Hvíta húsið þyrfti að fara fram á slíka rannsókn. Ef einn þingmaður Repúblikanaflokksins er sammála Flake munu Repúblikanar ekki koma tilnefningu Kavanaugh í gegnum þingið, án rannsóknar FBI. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fjölmiðlum í kjölfarið að hann hefði ekki íhugað að draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Viðræður á milli þingmanna um mögulega töf á atkvæðagreiðslu þingsins um tilnefningu Kavanaugh munu standa yfir í kvöld, samkvæmt fjölmiðlum ytra.Hvað fékk Flake til að skipta um skoðun? Fyrr í dag gaf Flake út tilkynningu um að hann ætlaði að veita Kavanaugh stuðning sinn. Í yfirlýsingunni sagði Flake að nefndarfundur gærdagsins þar sem bæði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem segir hann hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru í menntaskóla, báru vitni, hefði ekki hjálpað honum við að taka ákvörðun. „Það sem ég veit er að réttarkerfi okkar byggir á því að aðilar eru taldir saklausir, sé ekki hægt að sanna að þeir séu sekir,“ sagði Flake. Skömmu eftir að hann sendi frá sér tilkynninguna var Flake á leið á fund nefndarinnar þegar tvær konur gáfu sig á tal við hann. Þær voru báðar grátandi og báðu hann um að skipta um skoðun. „Á mánudaginn stóð ég fyrir utan skrifstofu þína,“ sagði Ana Maria Archila, önnur kvennanna. „Ég sagði frá kynferðisárás sem ég varð fyrir. Ég sagði frá henni af því að ég tel Ford vera að segja sannleikann. Það sem þú ert að gera er að leyfa aðila sem hefur brotið gegn konu að sitja í Hæstarétti.“ Hin konan sagði: „Það var brotið á mér og enginn trúði mér. Ég sagði engum, og þú ert að segja öllum konum að þær skipti ekki máli, að þær eigi bara að þegja því ef þær segir þér frá því sem þær urðu fyrir munt þú hunsa þær. Þetta er það sem kom fyrir mig og þú ert að segja öllum konum Bandaríkjanna að þær skipti ekki máli.“ Hún bað Flake um að horfa í augun á sér og segja sér að það sem hún fór í gegnum skipti ekki máli. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 „Hundrað prósent“ viss um að Kavanaugh hafi reynt að nauðga henni Christine Blasey Ford bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 27. september 2018 18:30 Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45
„Hundrað prósent“ viss um að Kavanaugh hafi reynt að nauðga henni Christine Blasey Ford bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 27. september 2018 18:30
Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06